SIGURJÓN PÁLSSON HÖNNUÐUR ÁRITAR VAÐFUGLA

Um helgina (föstudag og laugardag) mun húsgagnahönnuðurinn Sigurjón Pálsson árita Vaðfugla sem framleiddir eru af Normann Copenhagen en þá undir nafninu Shorebirds.

Fuglarnir hafa vakið mikla athygli frá því þeir komu í sölu fyrir stuttu síðan og er þetta því einstakt tækifæri til að eignast fallega hönnun með mikið söfnunargildi. Sigurjón Pálsson er þriðji íslenski hönnuðurinn til að fá hönnun sína framleidda af hönnunarfyrirtækinu Normann Copenhagen en vörur þeirra eru seldar um heim allan og hafa unnið til fjölmargra virtra hönnunarverðlauna.

Fyrirmyndirnar sótti Sigurjón í íslensku vaðfuglana, spóa, stelk og sendling. Hér að neðan má sjá skemmtilegar myndir af fuglunum, en þeir koma í þremur stærðum og fjórum mismunandi litum.

Sigurjón verður staddur í Epal Skeifunni á föstudaginn kl.14:00-18:00 og á laugardaginn frá kl.12:00 -15:00.

ncepal1001_Shorebird_Swan_Ducky_1 1001_Shorebird_Swan_Ducky_2

Screen Shot 2014-11-20 at 3.49.49 PM

 

Áritaður vaðfugl er frábær hugmynd að jólagjöf fyrir þann sem kann vel að meta fallega hönnun!

 

NÝTT FRÁ INGIBJÖRGU HÖNNU

Krummi og Ekki Rúdolf eftir Ingibjörgu Hönnu koma núna í fallegri nýrri útgáfu þar sem að viðurinn nýtur sín einstaklega vel. Krummi og Ekki Rúdolf hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár og hefur verið fjallað um þá í fjölmörgum hönnunartímaritum.

KRUMMIvidurERvidurNaturKrummi

 Tilvalið í harða jólapakkann:)

VEGGLÍMMIÐAR FRÁ TULIPOP

Íslenska hönnunarfyrirtækið Tulipop var að senda frá sér þessa ævintýralegu vegglímmiða sem sóma sér vel í herbergjum barnanna.

10679491_873203162692276_9043138052154481246_o

Bats & Ghosts1801182_873203389358920_9090768767370295065_o-1

Cherry Blossom

10005821_873203459358913_529949831930585053_o

Moon & Stars límmiðarnir glóa í myrkri!

10750227_873203046025621_3768765056195216700_o-1

Bubble er litríkur og skemmtilegur

Þetta eru flottir límmiðar til að skreyta barnaherbergið með og einnig eru þeir tilvaldir í jólapakkann!

ÍSLENSK HÖNNUN: HYLUR

Eftir fjölmargar fyrirspurnir er borðið Hylur eftir Guðrúnu Valdimarsdóttur loksins komið í sölu.

Borðið var frumsýnt á Hönnunarmars fyrr á árinu og vakti það mikla athygli. Borðið státar af mjög sterkum og einföldum línum, það er úr hnotu og með hvítum borðplötum, en síðast en ekki síst leynist geymsluhólf aftast á borðplötunni sem felur allar snúrur, hleðslutæki og fjöltengi sem virðast fylgja nútíma lífi.

2014-11-04-15-05-04-1

“Það var fyrir um tveimur árum að ég byrjaði að hanna Hyl því mig vantaði sjálfri skrifborð á heimaskrifsstofuna mína sem er innaf stofunni og ég þurfti því fallegt og nett borð og ég vildi alls ekki hafa snúruflóð hangandi niður á gólf. Ég leitaði vel og lengi að hentugu borði áður en ég ákvað að ráðast í verkefnið sjálf að hanna það og láta framleiða, en það er GKS sem hefur séð um framleiðsluna og gert það mjög vel.” segir Guðrún Valdimarsdóttir um hugmyndina að borðinu.

GudrunVald_Hylur3_web

GudrunVald_Hylur4_web

 Fyrr á árinu hlaut Guðrún styrk frá Hönnunarsjóði fyrir áframhaldandi þróun og hönnunarvinnu að fleiri húsgögnum í sömu línu og Hylur og er því sagan ekki öll.GudrunVald_Hylur2_web

Einstaklega falleg íslensk hönnun sem nú fæst í Epal.

 

ÍSLENSK HÖNNUN: LITRÍK SKVETTA

Haukur Már Hauksson er hönnuðurinn á bakvið litríka snaga sem bera heitið Skvetta. Snagarnir eru skemmtilegir í laginu og koma í fimm litum sem hönnuðurinn kallar vatn, mjólk, súkkulaði, jarðaberjasjeik og slím. Skvetta lífgar svo sannarlega upp á rýmið, hvort sem það sé forstofan, svefnherbergið eða barnaherbergið.

image003 image004 image005 image006

 Skvetta kostar 12.500 kr.

ÍSLENSK HÖNNUN: JÓLASPILIÐ Í ÁR

Spilið Hver stal kökunni úr krúsinni? er jólaspil fyrir alla fjölskylduna sem snýst um að finna hinn alræmda kökuþjóf. Ef þú lendir hins vegar í því að vera kökuþjófurinn og halda á tómu krúsinni er um að gera að koma öllum hinum leikmönnunum sem fyrst úr leik eða þjófkenna einhvern annan með því að lauma tómu krúsinni til hans.

Spilin eru skreytt þjóðlegu bakkelsi, eins og kleinum, laufabrauði og randalínum og síðan koma líka ýmsar lummur við sögu sem breyta gangi leiksins. Leikmenn geta verið 3-7 og hver umferð tekur 1-8 mínútur svo hægt er að spila magar umferðir í röð.

Hver stal kökunni úr krúsinni? er sniðug möndlugjöf og falleg jólagjöf.

Print

Innblásturinn fyrir spilið er barnaklappleikur sem margir kannast við er hljómar svona: Hver stal kökunni úr krúsinni í gær? Númer þrjú stal kökunni úr krúsinni í gær. // Ha, ég? // Já, þú! // Ekki satt! // Hver þá? // Númer fimm stal kökunni úr krúsinni í gær…

Spilin_a_bordi Spilin_hvitur

 

UM HÖNNUÐINN

Embla Vigfúsdóttir útskrifaðist með meistaragráðu í leikjahönnun frá Danmarks Design Skole í janúar 2014. Áður lærði hún vöruhönnun við Listaháskóla Íslands. Hún hefur unnið að mörgum ólíkum verkum, meðal annars gefið út barnabókina Loðmar árið 2010, hannað spilið WonderWars fyrir UNESCO og síðast í Hönnunarmars starfrækt veitingastaðinn Pantið Áhrifin, þar sem réttir eru pantaðir út frá áhrifum hans á líkamann

Næstu 6 daga stendur yfir söfnun á vefsíðunni Karolina Fund þar sem safnað verður fyrir prentkostnaðinum á spilinu. Við hvetjum ykkur til að styrkja þetta skemmtilega verkefni:)

Hér má finna vefsíðu söfnunarinnar.

KISUKERTIN ERU KOMIN

Pyropet kisukertin eftir vöruhönnuðinn Þórunni Árnadóttur voru að koma aftur en þau ruku út eins og heitar lummur síðast. Þórunn Árnadóttir er tilnefnd til virtra hönnunarverðlauna Icon Magazine árið 2014 sem mest spennandi hönnunarstúdíóið á uppleið, það verður því gaman að fylgjast með Þórunni í framtíðinni! 

Kertið hannaði Þórunn þegar hún var við nám við Royal College of Art í London fyrir nokkrum árum síðan. Kertið lítur út eins og saklaus kettlingur við fyrstu sýn en inni í vaxinu er falin beinagrind sem birtist óvænt eftir að kveikt hefur verið á kertinu.1GPC2QLAO-L-6d-uiwJSZQM1RnBAhZ9LZ5wVdQsiZ5o-620x413

 Kisa er fyrsta dýrið sem fyrirtæki Þórunnar PyroPet gefur út og munu vonandi bætast við fleiri kerti í framtíðinni.

eijIyNoLRHoKmYcADe54n1lrH2sp97uoDBQno1Y-yTQ-620x382 HkABpUKderEBd-C2cNSLaqAwz5-2ZCXhLHwL_RsdOFk-620x382 oKXYqAPVq64w0S4pkQHW68sKtO-6-YD1puVt5qO8Nt0-620x413 Plj-SBA3GCzAzEylJ0d4N-4piviL15Njz-I1UgXRVR4-620x413 xfkeJTKUQCeHWJbyBEq0K_uITYuQk1Tj3en2yirBRtI-620x382

Flott í jólapakkann í ár!

ÍSLENSK HÖNNUN: JAKOB & RONJA

Borðlamparnir JAKOB & RONJA sem hannaðir eru af Dóru Hansen og voru frumsýndir í Epal á Hönnunarmars fyrr á árinu eru komnir í sölu hjá okkur.

Skermarnir eru smíðaðir úr íslensku lerki frá Hallormsstaðaskógi og lampafætur eru úr pólýhúðuðu stáli. Lamparnir koma í tveimur stærðum og þremur litum, hvítur, dökkgrár og riðbrúnn. Lamparnir eru hannaðir fyrir GU10 LED peru og eru dimmanlegir. Peran lýsir upp í lokaðan skerminn sem endurkastar ljósinu niður, ljósið tekur í sig mjúkan lit frá viðnum.

01 lamp 02 lampi 03 lami 04 05 (2) 07 08 9 10 11

Falleg íslensk hönnun fyrir heimilið.

BRYNDÍS BOLLA Í EPAL

Bryndís Bolla kynnir kÚLU í verslun okkar Skeifunni 6, laugardaginn 11.október frá kl.13-16.

kÚLA er veggverk sem hefur hljóðdempandi og hljóðdreifandi eiginleika og hefur verið þróuð til að bæta hljóðvist bæði fyrir opinber rými og heimili. Hin hálfkúlulaga kÚLA hefur ytra byrði úr ull og er framleidd í mörgum litum og stærðum til að falla að ólíkum aðstæðum með ótakmarkaða möguleika í uppsetningu.

Kveikjan að hugmyndinni varð til árið 2007 þegar óskað var eftir ráðgjöf vegna glymjanda í heimahúsi, þegar ófullnægjandi lausnir voru í boði. Síðan hefur kÚLA sannað sitt gildi sem hágæða vara sem hefur sett íslensku ullina og íslenska framleiðslu í nýtt og spennandi samhengi. kÚLA hefur fengið ISO vottun (fyrsta flokk, A klassa) og kom fyrst á íslenskann markað árið 2010. Varan er byggð á íslensku hugviti og framleidd úr íslensku hráefni á Íslandi. Einkaleyfisstofa hefur einnig staðfest nýnæmni hennar.

Bryndis-Bolladottir_Kúlan_1 kula 01

24-1

19

Kíktu við laugardaginn 11.október á milli kl.13-16 og kynntu þér þessa flottu íslensku hönnun.

ÍSLENSK HÖNNUN FRÁ NORMANN COPENHAGEN

Húsgagnahönnuðurinn Sigurjón Pálsson hannaði þessa fallegu vaðfugla sem danska hönnunarfyrirtækið Normann Copenhagen keypti til framleiðslu fyrr á þessu ári og bera nú heitið Shorebirds. Fuglarnir eru komnir til sölu hjá okkur í Epal og hafa þeir vakið mikla athygli. Sigurjón er þriðji íslenski hönnuðurinn til að heilla Normann Copenhagen en fyrirtækið framleiðir einnig vörur eftir þær Bryndísi Bolladóttur og Helgu I. Sigurbjarnardóttur.

V3-7070599811001_Shorebird_Swan_Ducky_1

1001_Shorebird_Swan_Ducky_2

Fyrirmyndirnar sótti Sigurjón í íslensku vaðfuglana, spóa, stelk og sendling.

Shorebirds koma í þremur stærðum og í fjórum mismunandi litum.