SÓFINN VETUR : NOTAÐ VERÐUR NÝTT AFTUR

Við vorum að fá þennan einstaka sófa til sölu í Notað verður Nýtt aftur.

Sófinn sem hannaður var af Guðrúnu Margréti Ólafsdóttur og Oddgeiri Þórðarsyni, í samvinnu við Tolla, sem málaði áklæðið í tauþrykkslitum er talinn vera ein birtingarmynda póstmódernismans í íslenskri húsgagnahönnun, sem kom fram undir lok níunda áratugar 20. aldar.
“Sófinn Vetur er ein birtingarmynda póstmódernismans í íslenskri húsgagnahönnun, sem kom fram undir lok níunda áratugar 20. aldar. Höfundar hans eru Guðrún Margrét Ólafsdóttir og Oddgeir Þórðarson, í samvinnu við Tolla, sem málaði áklæðið í tauþrykkslitum. Sófinn var bólstraður af Kjartani Einarssyni bólstrara og gerður í þremur eintökum. Auk Veturs, voru sófarnir Sumar og Nótt, samkvæmt skilgreiningu og útfærslu Tolla. Sófinn var kynntur í Epal árið 1989 og var Vetur seldur. Nótt er á Hönnunarsafni Íslands og Sumar fór á norræna húsgagnasýningu í Noregi og þaðan til Los Angeles. Síðan hefur ekkert til hans spurst.” heimild: mbl.is.

Screen Shot 2014-05-20 at 12.41.30 PM

GE4D3JK8

Einstakur sófi sem kominn er í sölu aftur í Epal.

INSPIRA : ÍSLENSK HÖNNUN

Stuðlar eru nýir kertastjakar frá íslenska hönnunarfyrirtækinu Inspira sem hannaði þá útfrá íslenskri náttúru.

“Stuðlaberg er eitt fegursta fyrirbæri sem sést á eldfjallasvæðum og á Íslandi eigum við mörg dæmi um fallegt stuðlaberg. Stuðla stjakarnir frá Inspira sækja innblástur sinn beint í þessa stórfenglegu steinamyndun og koma í þremur hæðum og gerir hönnunin ráð fyrir bæði sprittkertum og háum kertum.

Stuðlarnir eru framleiddir á Íslandi úr gegnheilli steypu og hægt er að fá þá staka eða í settum af þremur eða sex stjökum með eikarplöttum. Býður hönnunin upp á ýmsar útfærslur og uppraðanir og er því gaman að geta safnað þeim saman og átt kost á að skapa sér sína eigin persónulegu útgáfu af þessum glæsilegu stjökum.”

“Köld grá steypan minnir óneitanlega á kalt bergið sem mýkist og lifnar við með hlýrri birtu kertaljósa.  Þegar hlý eikin veitir kaldri steypunni undirstöðu undirstrikast enn frekar þessi áhugaverða blanda af köldum og hlýjum efnivið. Náttúrulegur efniviðurinn gerir það að verkum að enginn stjaki né platti er með öllu eins heldur fá náttúrulegir eiginleikar steypunnar og eikarinnar að skína í gegn í öllum sínum fullkomna ófullkomleika.”

Stuðlar fást í Epal.

ÍSLENSK ÞRÍVÍDDARVERK

Við höfum hafið sölu á þrívíddarplakötum og fást þau í Epal Hörpu.

  Ingvar Björn Þorsteinsson er listamaðurinn á bak við verkin og eru þau samofin listviðburðinum Largest Artwork sem stóð yfir fyrr á þessu ári. Ingvari er hugleikið að sameina krafta samfélagsins og vekja vitund okkar til stuðnings þeim sem minna mega sín, líkt og þegar hann vann listaverk til styrktar UNICEF.

Þetta hófst allt þegar að þúsundir manna frá öllum heimsins hornum tóku þátt í gegnum Facebook að skapa stærsta listaverk í heimi úr litlum táknum -Largest Artwork in the World sem var til styrktar UNICEF. Núna hafa þessi litlu tákn fengið nýtt hlutverk og eru partur af seríu af þrívíddarplakötum í Pop Art stíl.


Á morgun, laugardag, verður Ingvar Björn staddur í Epal Hörpu og áritar verkin á milli kl.13-15.

Á sama tíma er einnig Jólamarkaður PopUp verzlunar sem stendur frá kl.12-18 og hvetjum við sem flesta til að kíkja við í Hörpu.

BRYNDÍS BOLLA VERÐUR Í EPAL

Bryndís Bolla verður í verslun okkar Skeifunni 6, laugardaginn 2.nóvember frá kl.12-15 til að kynna kÚLU.

kÚLA er veggverk sem hefur hljóðdempandi og hljóðdreifandi eiginleika og hefur verið þróuð til að bæta hljóðvist bæði fyrir opinber rými og heimili. Hin hálfkúlulaga kÚLA hefur ytra byrði úr ull og er framleidd í mörgum litum og stærðum til að falla að ólíkum aðstæðum með ótakmarkaða möguleika í uppsetningu.

Kveikjan að hugmyndinni varð til árið 2007 þegar óskað var eftir ráðgjöf vegna glymjanda í heimahúsi, þegar ófullnægjandi lausnir voru í boði. Síðan hefur kÚLA sannað sitt gildi sem hágæða vara sem hefur sett íslensku ullina og íslenska framleiðslu í nýtt og spennandi samhengi. kÚLA hefur fengið ISO vottun (fyrsta flokk, A klassa) og kom fyrst á íslenskann markað árið 2010. Varan er byggð á íslensku hugviti og framleidd úr íslensku hráefni á Íslandi. Einkaleyfisstofa hefur einnig staðfest nýnæmni hennar.

 

Kíktu við í verslun okkar Skeifunni 6, laugardaginn 2.nóvember frá kl.12-15 og kynntu þér þessa frábæru hönnun.

ÍSLENSK HÖNNUN: 70%

Vöruhönnuðurinn Anna Þórunn Hauksdóttir hannaði borðin 70% og kynnti þau fyrr á árinu á Hönnunarmars í Epal. Borðin vöktu mikla athygli og hafa margir beðið með eftirvæntingu eftir að þau kæmu í sölu. Anna Þórunn sótti innblástur sinn í gamla súkkulaðiverksmiðju eins og hún lýsir sjálf:

“Minningin um gömlu súkkulaðiverksmiðjuna í miðbænum er mér oft hugleikin og þeir dagar þegar anganinn frá framleiðslunni lagði yfir bæinn svo að maður gat allt að því bragðað á dísætu loftinu. Súkkulaðiplatan er bæði fallegt og virðulegt form sem höfðar til bragðlaukanna en ekki síður til fegurðarskyns okkar.”


Borðin eru úr gegnheilli eik.

Nýlega var einnig umfjöllun um 70% borðin í hönnunartímaritinu Milk Decoration í septembermánuði.

 

Falleg íslensk hönnun eftir Önnu Þórunni sem fæst núna í Epal.