Hönnunarvikan í Mílanó eða Salone del Mobile hófst í gær þann 12.apríl og stendur hún til 17.apríl. Þar koma saman helstu hönnunarframleiðendur heims og kynna nýjungar sínar ásamt því að fjöldinn allur af þekktum hönnuðum sem og óþekktum nýta sér þennan viðburð til að koma hönnun sinni á framfæri. Helstu fréttirnar frá Mílanó að okkar mati er ný lína frá danska hönnunarframleiðandanum Fritz Hansen en í fyrsta sinn kynna þeir heila línu af fylgihlutum fyrir heimilið og ber línan heitið Objects. Línan samanstendur af fallegum smávörum, kertastjökum, spegil, bökkum, púðum, vösum, samanbrjótanlegu hliðarborði og kolli. Hönnuðir Objects eru þeir fremstu í heiminum en þar má helst nefna þekkta spænska hönnuðinn Jamie Hayon ásamt því að púðarnir eru skreyttir mynstri sem hannað var af engum öðrum en Arne Jacobsen. Mikil eftirvænting er eftir þessari glæsilegu línu og verður Epal að sjálfsögðu söluaðili hennar. Skráðu þig endilega á póstlistann okkar sem finna má neðst á forsíðunni til að missa ekki af neinu.