JÓLALAKKRÍSINN ER KOMINN!

Jólalakkrísinn frá Lakrids by Johan Bülow er kominn, og því um að gera að taka forskot á sæluna og smakka þennan ljúffenga lakkrís. Á hverju ári er gefinn út sérstakur jólalakkrís og í ár verða tegundirnar þrjár, Gull, Silfur og Brons.

Gull inniheldur mjúkan lakkrís hjúpaðan hvítu súkkulaði með hindberjakurli og að lokum er gullögnum stráð yfir kúlurnar fyrir hátíðlegt útlit. Silfur inniheldur sætan lakkrís sem hjúpaður er með dökku belgísku lúxussúkkulaði með piparmyntu og í lokin er silfurögnum stráð yfir kúlurnar. Brons inniheldur mjúkan lakkrís sem hjúpaður er í silkimjúku ‘dulce de leche’ súkkulaði með karamellu og sjávarsalti og í lokin er bronsögnum stráð yfir kúlurnar.

Jólalakkrísinn í ár er því ekki einungis bragðgóður heldur einnig einstaklega glæsilegur sem gaman er að bjóða upp á.

19149796793_217b5dae1e_z
Danska fyrirtækið Lakrids by Johan Bülow sérhæfir sig í framleiðslu á handgerðum gæðalakkrís. Lakkrísinn er glútenlaus og án allra aukaefna og er því góður kostur fyrir þá sem vilja gera vel við sig. Lakkrísinn frá Johan Bülow hefur notið mikilla vinsælda og er hann líklega einn besti lakkrís sem hægt er að finna.

19763298732_bcbdecc11b_z19584033478_30a011d1b3_z19149628923_41cb2f85f7_z 19149673043_8f7b420e50_z
19776778331_a4f726de71_z19582504108_1984c540ab_z 19584033788_abe708ab41_z

19770557915_a0513c00bf_z19149370213_1578387d84_z

 

 

JÓLADAGATALIÐ Í ÁR : FORSALA

Forsala er hafin á ljúffenga lakkrís jóladagatalinu frá Johan Bülow, “24 little black secrets”. Ekki missa af þessu bragðgóða og skemmtilega jóladagatali í ár, tryggðu þér þitt dagatal núna.

Danska fyrirtækið Lakrids by Johan Bülow sérhæfir sig í framleiðslu á handgerðum gæðalakkrís. Lakkrísinn er glútenlaus og án allra aukaefna og er því góður kostur fyrir þá sem vilja gera vel við sig. Lakkrísinn frá Johan Bülow hefur notið mikilla vinsælda og er hann líklega einn besti lakkrís sem hægt er að finna.
Haft verður samband við þig þegar dagatalið kemur til landsins, panta -hér. 

 

Joladagatal2015-2 Joladagatal 2015

Lakkrísævintýri Johan Bülow

Johan Bülow stofnaði lakkrísframleiðslufyrirtæki sitt Lakrids by Johan Bülow fyrir 6 árum síðan, þá aðeins 23 ára gamall. Allt frá því að Johan var lítill strákur hafði hann verið heillaður af lakkrísrótinni og var hann sannfærður um að það ætti ekki einungis að nota hana í sætindi heldur einnig í matreiðslu, bakstur og jafnvel í bjór. Flest okkar tengja lakkrís við ódýrt skandinavískt nammi, en hans sýn var sú að lakkrís gæti orðið partur af gourmet upplifun. Núna 6 árum síðan er fyrirtæki hans Lakrids by Johan Bülow sem staðsett er í Bornholm í Danmörku orðið vel þekkt þrátt fyrir að vera líklegast minnsta lakkrísframleiðsla í heimi.

Að finna uppskriftina af hinum fullkomna lakkrís reyndist Johan þó vera afar erfitt í byrjun, lakkrísuppskrift virtist vera heimsins best geymda leyndarmál. Eftir mikla og stranga rannsóknarvinnu ásamt óteljandi tilraunum fann hann loksins réttu blönduna. Það var þann 7.júlí árið 2007 sem Johan Bülow opnaði í fyrsta skiptið dyrnar að lakkrísverslun sinni í Bornholm og tók það ekki nema tvær og hálfa klukkustund fyrir hillurnar að tæmast svo vinsæll var lakkrísinn. Fyrsta framleiðslan var sætur lakkrís, sá næsti var saltlakkrís og svo bættust fljótlega við fleiri tegundir.

Lakrids by Johan Bülow er enginn venjulegur lakkrís, heldur er hann handgerður lúxuslakkrís. Einnig hefur verið bætt við línu fyrir þá sem vilja geta nýtt sér lakkrísrótina sem bragðefni í matreiðslu og bakstur. Markmið Johan Bülow var að lakkrís ætti að vera aðgengilegur öllum sem ljúffengt bragðefni og hentar þessi lína vel fyrir mataráhugafólk jafnt sem kokka.

Lakrids by Johan Bülow er líklega einn besti lakkrís sem hægt er að finna og er hann aðeins seldur í vel völdum verslunum þar sem gæði og hönnun haldast í hendur.

.

 

Jóladagatalið 24 “little black secrets” og jólalakkrísinn er kominn í Epal. Jólalakkrísinn í ár er gullhúðaður hjúpaður hvítu súkkulaði með hindberjum, og er hann alveg einstaklega góður.

Helgina 8-10 nóvember verður Lakkrísfest á Kolabrautinni. Þar hafa matreiðslumeistarar sett saman matseðil með 6 réttum sem innihalda hinar ýmsu útfærslur af gourmet lakkrísnum frá Johan Bülow. Matgæðingar ættu því ekki að láta þennan ljúffenga viðburð framhjá sér fara.

Borðapantanir fara fram í síma 519 9700 og einnig má senda póst á info@kolabrautin.is

Einnig er hægt að kynna sér matseðilinn á vefsíðu Kolabrautarinnar HÉR.