Jólaborðið í Epal : Linda hjá Pastelpaper

Jólaandinn mun svífa yfir í desember 
og fáum við til okkar fjóra hönnuði og stílista sem munu dekka jólaborð í hverri viku fram að jólum í Epal Skeifunni. Linda Jóhannsdóttir hönnuður Pastelpaper dekkaði upp jólaborðið í Epal vikuna 28. nóvember – 5. desember.

Linda Jóhannsdóttir hönnuður stofnaði Pastelpaper árið 2014. Undir nafninu Pastelpaper hefur hún meðal annars hannað dásamlegar illustration línur sem innihalda bæði myndir og póstkort, þrívídd messing verk og vatnslitaverk sem vakið hafa mikla athygli. Nýjasta verkefnið hennar er samstarfsverkefni með Urð, Linda myndskreytti kertið Brjóstbirta og gaf út nýja línu sem heitir Brjóst og saman stóð af 30 verkum sem unnin voru í blandaðri tækni með vatnslitum, pastelkrít og blek. Sýningin og kertið sem var partur af bleikum október var unnið fyrir Göngum Saman. Pastelpaper er þó líklega þekktast fyrir fallegu fuglana sem seldir eru víða og þar á meðal hér í Epal.

Að hverju er gott að huga þegar dekkað er upp hátíðarborð?

Það er best að mynda sér skoðun á því hvað manni langar skapa, það þarf alls ekki að vera flókið að gera fallegt hátíðarborð. Það er oft þægilegt að vinna með einhvern ákveðin stíl og þema, finna til hvað maður á heima og svo bæta kannski við fallegum hlutum sem fullkomnar lookið. Mér finnst oft gaman að finna til hluti sem eiga í raun kannski ekki “heima” á borði en gera eitthvað skemmtilegt og skapa stemningu. Á þessu borði er til dæmis lunda goggarnir frá okkur sem eru gerðir til að hengja á vegg en eru með í að gera ævintýralega stemningu.

Hvaða hlutir eru á borðinu?

Marmara plattar frá Menu, Kähler diskar, HAY hnífapör, messing diskar frá HAY sem eru í raun undirskálar, Holmegaard rauðvínsglös, bleik Iittala vatnsglös, jólaskraut frá meðal annars Ferm Living og Lyngby og svo Johan Bülow lakkrís og The Mallows sykurpúðar til að gera jólaborðið extra girnilegt.

Hvaða hlut værir þú helst til í að eiga af hátíðarborðinu?

Langar helst eiga þetta allt og mun örugglega bara nota mynd af borðinu í stað óskalista þessi jólin en ef ég yrði að velja væru það messing stjakarnir frá Menu þar sem þeir eru búnir að vera á óskalistanum lengi og bleika skálin frá Lyngby.

Finnst þér best að vinna eftir vissu þema þegar þú skreytir?

Ég reyni að vera með ákveðin stíl eða þema þegar ég skreyti, hvort sem ég sé að fara skreyta köku, borð, veislu eða heimili, þannig skapast heild og auðveldar líka valið af hlutum. Þema getur til dæmis verið út frá mynd, uppáhalds sögu, lagi eða lit.

Hvernig er stíllinn á borðinu?

Stílinn er Pastel í bland við ævintýri. Gat í raun varla verið annað þegar “Pastelpaper” var að skreyta í fyrsta skipti í Epal. Pastel lit er svo blandað við messing sem er í miklu uppáhaldi hjá mér og gerir allt svo hátíðarlegt.

“Stílinn er Pastel í bland við ævintýri. Gat í raun varla verið annað þegar “Pastelpaper” var að skreyta í fyrsta skipti í Epal. Pastel lit er svo blandað við messing sem er í miklu uppáhaldi hjá mér og gerir allt svo hátíðarlegt.”

 

Við þökkum Lindu Pastelpaper kærlega fyrir þetta hátíðlega skreytta jólaborð. Verið velkomin til okkar í Epal Skeifuna og fáið hugmyndir að jólagjöfum og jólaskreytingum.

JÓLABORÐIÐ : ÓLÖF JAKOBÍNA

Jólaandinn mun svífa yfir í desember 
og fáum við til okkar fjóra hönnuði og stílista sem munu dekka jólaborð í hverri viku fram að jólum í Epal Skeifunni. Ólöf Jakobína Ernudóttir dekkaði upp jólaborðið í Epal vikuna 16. desember – 24. desember og er hún fremsti stílisti landsins.

Ólöf Jakobína lærði innanhússarkitektúr á Ítalíu og hefur unnið við margvísleg verkefni í hönnunarbransanum. Árið 2011 stofnaði hún ásamt Guðbjörgu Káradóttur hönnunartvíeykið Postulínu en þær hanna og framleiða muni úr postulíni sem njóta í dag mikilla vinsælda. Ólöf Jakobína vinnur einnig í dag sem stílisti hjá tímaritinu Gestgjafanum og er því nokkuð æfð í að leggja á borð.

Matur á Mbl.is tók stutt viðtal við Ólöfu Jakobínu og fáum við að birta textann hér. Myndir: Epal.

Við þökkum Ólöfu Jakobínu kærlega fyrir að dekka þetta glæsilega borð sem skoða má betur í verslun okkar í Skeifunni 6.

15631181_10155564687593332_277561555_o

Hvaðan fékkstu hug­mynd­ir í ár?
Hug­mynd­irn­ar koma alltaf úr öll­um átt­um. Nú langaði mig að út­búa kósí og huggu­lega stemmn­ingu en um leið hátíðlega. Ég valdi dökk­grá­an dúk sem er að vísu rúm­teppi en mér fannst bæði lit­ur­inn og vefnaður­inn svo fal­leg­ur að ég ég skellti tepp­inu á borðið. Mér finnst gam­an að nota fín­lega hluti með gróf­um – spila með and­stæður. Stilla upp stór­um og veg­leg­um glervasa frá Georg Jen­sen og þar við hliðina gróf­um leirpotti, nota fín­leg­ar Euca­lypt­us-grein­ar með gróf­um lauk­um, amaryll­is og hý­asint­um. Litlu gulldisk­arn­ir koma svo með hátíðleik­ann og jóla­trén má ekki vanta.

Hvaða hlut­ir eru á borðinu? 
Mat­ar­disk­arn­ir eru frá Al­essi
Litlu gylltu disk­arn­ir eru frá Tom Dixon
Hnífa­pör­in eru hönn­un Louise Camp­bell, frá Georg Jen­sen
Glös­in eru frá Muuto
Brettið á miðju borði er frá Ferm Li­ving
Stóri kerta­stjak­inn er Ku­bus frá By Lassen og á borðinu eru líka vör­ur frá Postu­línu, hvítu postu­lín­sjó­la­trén, svart­ir blóma­pott­ar og blóma­vas­ar.
Ef þú ætlaðir að kaupa þér einn hlut á hátíðar­borðið hvað væri það?
Ég myndi kaupa mér Al­fredo-blóma­vas­ann frá Georg Jen­sen – ég elska græna glervasa og þessi er al­gjör lúx­usút­gáfa, virki­lega hátíðleg­ur.
 
Er mat­ur skraut?
Já, það má kannski segja það. Fal­leg­ur mat­ur vel sett­ur upp á disk get­ur verið al­gjört lista­verk og því vissu­lega skraut. Það er því oft gott að nota ein­falda diska fyr­ir fal­lega rétti, eitt­hvað sem stel­ur ekki at­hygl­inni frá matn­um.
Hvaða skreyt­ing­ar­ráðum lum­ar þú á?
Þegar lagt er á jóla­borðið er til­valið að nota eitt­hvað per­sónu­legt, jóla­fönd­ur frá börn­un­um eða fal­leg­ar jóla­kúl­ur sem fylgt hafa fjöl­skyld­unni. Oft er best að hafa grunn­inn ein­fald­an, ein­lit­an dúk ef nota á dúk og reyna þannig að tóna borðið niður. Greni og köngl­ar er klass­ískt skraut á jóla­borðið og alltaf fal­legt – munið að ein­fald­leik­inn er oft­ast best­ur.
 
Hvað not­ar þú yf­ir­leitt marga liti?
Sem fæsta, er ekki mjög litaglöð. Grunn­ur­inn er oft­ast hvít­ur, svart­ur, grár eða beige en mér finnst fal­legt að blanda ein­um eða tveim­ur lit­um við, svona við hátíðleg tæki­færi. Ann­ars finnst mér fal­leg­ast að nota lit­ina úr nátt­úr­unni, brúna liti frá mis­mun­andi viðar­teg­und­um, græna liti frá plönt­um og skær­ari liti frá af­skorn­um blóm­um og ávöxt­um.

15631118_10155564685313332_18934837_o 15658119_10155564686883332_84401415_o 15658240_10155564684603332_1261199500_o 15658243_10155564684733332_93221886_o 15631229_10155564687683332_1301562049_o15659042_10155564687293332_1108610955_o 15681928_10155564686268332_995142444_o 15682391_10155564686998332_355893453_o115631497_10155564684463332_455187299_o

JÓLABORÐIÐ : IHANNA HOME

Jólaandinn mun svífa yfir í desember 
og fáum við til okkar fjóra hönnuði og stílista sem munu dekka jólaborð í hverri viku fram að jólum í Epal Skeifunni. IHANNA HOME dekkaði upp jólaborðið í Epal vikuna 24. nóvember – 1. desember.

IHANNA HOME er íslenskt hönnunarfyrirtæki sem hannar og framleiðir gæðavörur með einfaldleika og notagildi að leiðarljósi. Fyrirtækið var stofnað árið 2008 þegar Krummi herðatré leit dagsins ljós. Vörur IHANNA HOME eru seldar í fjölda fallegra verslana á Íslandi auk þess að vera til sölu víða um heim.

14976056_10155458583368332_747662107_o

Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir hönnuður IHANNA HOME ásamt Iðunni Sveinsdóttur sölu- og markaðstjóra fyrirtækisins lögðu á borð og sitja fyrir svörum.

Hvernig er stíllinn á borðinu? 

Stíllinn er hlýr og hátíðlegur en á sama tíma myndum við segja að hann sé stílhreinn.

Að hverju er gott að huga þegar dekkað er upp hátíðarborð?

Það er fallegt að skreyta borðið með einhverju lifandi eins blómum og greinum sem gefa borðinu alltaf mikið líf. Einnig mælum við með að velja fallegar servíettur til að leggja á borðið með og við völdum á okkar borð Forest servíettur frá IHANNA HOME. Það er einnig gott að huga að litaþema og að hafa jafnvægi í skreytingunum, að raða t.d. ekki öllu skrauti á sama stað.

15183956_10155458584338332_22738833_o 15204263_10155458582818332_772993717_o 15215879_10155458580013332_1781625522_o 15215980_10155458584523332_1658308976_o 15224769_10155458583073332_1410675913_o

Hvaðan eru hlutirnir?

Aðventukertastjaki og glervasar eru frá Menu, og stendur á Kubus bakka. Matarstell ásamt glösum eru frá Iittala og hnífapörin eru eftir Arne Jacobsen og koma frá Georg Jensen.

Viðarbakkinn heitir Sunrise og er frá Anna Thorunn og á honum standa glös og karafla frá Ferm Living. Servíettur, sniglar og værðarvoðir koma frá IHANNA HOME.