JÓLAGJAFAHUGMYNDIR: FYRIR HANA

Hér að neðan má sjá nokkrar hugmyndir af jólagjöfum, hjá okkur í Epal er mikið úrval af gjafavöru, kíktu við og fáðu aðstoð við valið.

Skartgripatré frá Menu er falleg gjöf.

Ferm Living býður upp á mjög gott úrval af púðum í allskyns mynstrum og litum.

Gefðu íslenska hönnun í pakkann! Frá Umemi eru margir fallegir púðar og í nokkrum litum.

Bourgie lampinn frá Kartell er fallegur.

Ekki Rúdolf snaginn frá Ingibjörgu Hönnu er flottur til að hengja á flíkur, töskur eða skartgripi.

Tinna Gunnarsdóttir hannaði þessa fallegu snaga sem kallast Starkaður og kemur formið frá hvalatönnum.

Nappali er nýleg hönnun frá iittala, kertastjakarnir koma í nokkrum litum og stærðum.

Frá HAY er úrval af fallegum og einstökum rúmfötum sem hönnunarteymið Scholten&Baijing hannaði.

Hábollar eða Hoch die Tassen frá Hrafnkel Birgisson eru flottir undir kaffi, en einnig er flott að geyma skartgripi í stökum bolla.

Steinunn Vala hannar undir nafninu Hring eftir hring litríka og fallega skartgripi, eyrnalokka, hálsmen og hringa.

Klassísku Marimekko veskin eru til í mörgum stærðum og litum.

Maribowl frá iittala er mjög vinsæl, hægt er að safna skálunum, en einnig er fallegt að eiga staka undir meðlæti, sósur eða nammið.

 Frá iittala er mikið úrval af gjafavöru í breiðum verðflokki, glerfuglar, vasar, kertastjakar, stell, glös og margt fleira.

KÆRLEIKSKÚLAN 2012

LOKKANDI eftir Hrafnhildi Arnardóttur er Kærleikskúla ársins 2012. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hóf útgáfu Kærleikskúlunnar árið 2003 og eru kúlurnar því orðnar tíu talsins. Úr er orðið einstakt safn listaverka eftir marga af okkar þekktustu listamönnum. Nafn kúlunnar er táknrænt en markmið með sölu hennar er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna. Allur ágóðinn rennur til starfsemi Reykjadals, sumar- og helgardvalar Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Mosfellsdal.

 

LOKKANDI

Lokkandi er rómantískur óður til líkama og sálar,

minnisvarði minninga.

Innan um skilningarvitin laumast allt og dvelur inni í flóknu landslagi holds og hugar

einsog ilmurinn úr eldhúsinu.

Hárflækjan, ímyndað landslag tilfinninga og taugaboða

sem lokka okkur inn í króka og kima hugans,

er samofin öllu – einstök og endalaus.

Hrafnhildur Arnardóttir.

JÓLAÓRÓINN 2012

Stúfur er sjöundi óróinn í Jólasveinaseríu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Þau Bragi Valdimar Skúlason og Þórunn Árnadóttir leggja félaginu lið í ár og sameina hér krafta sína í túlkun á Stúfi. Þórunn orti í stálið og Bragi kvæði. Í fréttatilkynningu frá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra segir að markmiðið með gerð og sölu Stúfs sé að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna. Allur ágóði rennur til æfingastöðvar styrktarfélagsins en þar fer fram umfangsmesta sjúkra- og iðjuþjálfun barna á landinu.

Jólaóróinn var gerður í takmörkuðu upplagi og er seldur dagana 5.-19. desember.

Þórunn Árnadóttir.

Þórunn Árnadóttir er fædd í Reykjavík árið 1982. Hún lauk BA-prófi í vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2007 og MA-prófi frá Royal College of Art árið 2011. Hún býr nú og starfar í London. Verk Þórunnar spanna ýmsa miðla og tækni og eru gjarnan byggð á tilraunum og ítarlegum rannsóknum á ýmsum menningarfyrirbærum og mannlegum samskiptum. Þórunn hefur bæði starfað sjálfstætt og í samstarfi við aðra. Meðal þekktari viðskiptavina hennar eru Swarovski, Camron PR og V&A lista- og hönnunarsafnið í London. Hún hefur auk þess unnið náið með hönnunarfyrirtækinu Destes að framleiðslu á eigin hönnun.

Þórunn hefur tekið þátt í fjölmörgum hönnunarsýningum hérlendis og erlendis. Verk eftir hana hafa verið sýnd á söfnum víða um heim og hlotið verðskuldaða athygli og viðurkenningar. Meðal verðlauna sem Þórunn hefur hlotið eru Best Product á NY International Gift Fair, fyrir klukkuna Sasa árið 2010.

Bragi Valdimar Skúlason.

Bragi Valdimar Skúlason er fæddur árið 1976. Hann ólst upp í Hnífsdal fram á unglingsár, þegar hann fluttist til Reykjavíkur. Bragi, sem er menntaður í íslensku frá Háskóla Íslands, hefur getið sér gott orð fyrir vinnu sína að tónlist m.a. með Baggalúti og Memfismafíunni og nú síðast í Hljómskálanum á RÚV, sem hlaut tvenn Edduverðlaun árið 2012. Þá hefur hann samið þó nokkuð af tónlist fyrir börn, m.a. á hljómskífunum Gilligill og Diskóeyjunni – og fyrir leikritið Ballið á Bessastöðum.

Bragi er ekki síst þekktur fyrir textagerð sína, en textar hans hafa notið mikilla vinsælda. Hann hefur unnið efni fyrir útvarp, gert lög fyrir kvikmyndirnar Okkar eigin Osló og Þór: Hetjur Valhallar ásamt því að ritstýra Vísdómsritaröð Baggalúts. Bragi hefur margoft verið tilnefndur til íslensku tónlistarverðlaunanna – og hlotið þau nokkur. Jafnframt hefur hann, ásamt félögum sínum í Baggalúti, hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar, m.a. Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar.

 

Nýtt-Kanilkort

Kanilkort eru falleg tækifæriskort skreytt uppáhalds uppskriftunum og eru því tilvalin fyrir jólin: Súkkulaðibitasmákökur, Sara Bernhards & Laufabrauð. Kortin eru prentuð með letterpress prentaðferð á yndislegan bómullarpappír, en aðferðin sem er yfir fimmhundrum ára gömul var fundin upp af Jóhannesi Gutenberg. Kanilkortin eru prentuð hjá Reykjavík Letterpress, sem sérhæfa sig í þessu gamla handverki.




Þessi fallegu kort fást hjá okkur í Epal.