Við vorum að fá til sölu hjá okkur ljúffengt lúxus poppkorn frá Ástrík Gourmet Poppkorn. Karamellupopp með sjávarsalti, karamellupopp með lakkrís og karamellupopp með rósmaríni, þetta verðið þið að smakka.
“Ástrík poppkorn er stofnað af Ásthildi Björgvinsdóttur og kemur það fæstum sem þekkja hana á óvart að hún hafi gert framleiðslu á gourmet snakki að starfi sínu. Um ellefu ára aldur hófst áhugi hennar á eldamennsku og bakstri sem hefur loðað við hana alla tíð síðan.”
En hvernig datt henni í hug að hefja framleiðslu á gourmet poppi?
“Það þróaðist eigilega svolítið af sjálfu sér. Hugmyndin kviknaði þegar ég var búin að halda árleg hrekkjavökupartí fyrir fjölskyldu og nágranna í nokkur ár að ég ákvað að bjóða upp á karamellupopp í eitt skiptið. Þá var ekki aftur snúið, poppið sló í gegn og eftir að uppskriftinni að poppinu hafði verið deilt nokkrum sinnum, var ljóst að ég hef sérstakt lag á að búa það til. Áður en ég vissi af, voru komnar poppvélar í spilið og framleiðslan hafin.
Þegar maður er með góð íslensk hráefni og engin aukaefni verður bragðið einfaldlega betra og mér finnst að þegar maður fær sér sætindi á annað borð, verði það að vera þess virði fyrir mann.”
Íslenska lúxus poppkornið frá Ástrík fæst núna í verslunum Epal í Skeifunni og Kringlunni.