Nýtt í Epal! Umhverfisvæn LED kerti

Uyuni kertin eru logalaus LED vaxkerti frá danska merkinu Piffany Copenhagen. Uyuni kertin skapa sama notalega andrúmsloftið og hefðbundin logandi kerti gera, án þess að skaðleg eiturefni komist í andrúmsloftið. Uyuni kertin eru dimmanleg, ilmefnalaus og með innbyggðum tímaskynjara: 6 klst.

Farstýring er seld sér og er þá hægt að stilla kertin á 4, 6, 8, og 10 klst. ( Batterí fylgja ekki með kertum. )

Skoðaðu úrvalið í vefverslun Epal –

GJAFALEIKUR: ILMANDI VÖRULÍNA FRÁ URÐ

URÐ er íslenskt fyrirtæki sem hannar og framleiðir ilmandi vörulínu með árstíðirnar fjórar í huga. Vörulína URÐAR samanstendur í dag af ilmkertum, sápum og heimilisilmi.
URÐ er gamalt, íslenskt orð og felur í sér vísun til markmiða og framleiðsluaðferða URÐAR.
Vörurnar eru framleiddar úr bestu fáanlegu hráefnum og pakkað í fallegar og vandaðar umbúðir. Við framleiðsluna er stuðst við gamlar handverksaðferðir.

Hver ilmur hefur það hlutverk að vekja upp minningar tengdar árstíðunum fjórum. Ilmirnir bera íslensk nöfn sem eru lýsandi fyrir hverja árstíð; BJARMI (vor), BIRTA (sumar), DIMMA (haust) og STORMUR (vetur). 

Við gefum 4x handþrykkta gjafakassa og hver kassi inniheldur sápu, ilmstrá og ilmkerti. Þú gætir haft heppnina með þér á Facebook síðu Epal ásamt því að við gefum einnig á Instagramsíðu Epal. Við drögum út föstudaginn 15. september. 

NÝTT FRÁ SKANDINAVISK : THE ESCAPES COLLECTION

Gæðakertin frá danska merkinu Skandinavisk heilla alla þá sem kynnast þessum dásamlegu ilmkertum. The Escapes collection er ný lína af ilmkertum frá Skandinavisk í nýjum umbúðum sem eru einnig stærri en hefðbundnu kertin. Línan inniheldur þrjá ilmi, HEIA, LYSNING OG ROSENHAVE sem sækja hver um sig innblástur í norræna náttúru.

Verð, 8.800 kr. 

 

HEIA:  The rough, exposed terrain in the higher altitude fells of Norway and Sweden offers a colourful home to hardy shrubs, wild herbs and berries, and fragrant hills of heather.

LYSNING: 

The dense boreal forest canopy occasionally reveals glades and clearings, hidden escapes where the sunlight touches the ground and the flora responds in abundance.

ROSENHAVE: 

Nordic rose gardens are precious places. Exposed to the raw climate only the hardiest varieties, and most careful owners, can expect their fragile fragrance blushes to survive and prosper after the long, frozen winters.

 

I JUST WANTED TO TELL YOU : SKILABOÐAKERTI

Skilaboðakertin frá íslenska hönnunarmerkinu 54Celsius sem þekktast er fyrir vinsælu Pyropet kertin eru frábær tækifærisgjöf. Það eru þau Þórunn Árnadóttir vöruhönnuður og Dan Koval markaðsérfræðingur sem standa að baki 54Celsius en Pyropet dýrakertin hafa notið gífulegra vinsælda undanfarin ár og fást víða um heim.

Hvert kerti kemur í lítilli sætri postulínsskál, og ofan á vaxinu stendur “I Just Wanted To Tell You”. Þegar vaxið bráðnar verður það smátt og smátt glært og þá koma í ljós leyniskilaboð á botni skálarinnar. Kertin koma í fallegum pakkningum og skilaboðin eru einnig sýnileg á límmiða utan á pakkningunum sem auðvelt er að fjarlægja áður en kertið er gefið. Þetta er kjörin tækifærisgjöf sem býður upp á óvenjulega og skemmtilega upplifun.

Liggur þér eitthvað á hjarta? Láttu “I Just Wanted To Tell You” kertin sjá um að varpa ljósi á málið.

 

 

EPAL KERTI: HLÝJA

Hlýja ilmkerti er gert í samstarfi við Skandinavisk í tilefni af 40 ára afmæli Epal.

Hlýja færir þér mjúkan samstilltan ilm innblásinn af norrænum heimilum. Ilmurinn samanstendur af mjúkum nótum af raf og jasmínu blandað við framandi mandarin og vanillu. Ilmkertið brennur í að minnsta kosti 45 klukkustundir ef það er ekki látið brenna lengur en 3 klukkustundir í einu og er það gert úr blöndu af ilmefnum, steinefnum og náttúrulegi vaxi með 100% bómullarþræði.

_A9T7768

Fæst í Epal.