KLASSÍK FRÁ TON: IRONICA STÓLLINN

Tékkneska húsgagnafyrirtækið TON á rætur sínar að rekja allt aftur til ársins 1861. TON var stofnað af húsgagnasmiðnum Michael Thonet en nafnið vísar þó ekki aðeins í nafn stofnanda þess heldur í tékknesku orðin Továrna Ohýbaného Nábytku sem stendur fyrir formbeygð-húsgagna-framleiðsla.

Alla tíð vann Thonet að þeirri hugsjón sinni að búa til falleg húsgögn sem allir gætu eignast, og sú hugsjón hans hefur svo sannarlega ræst.

Ironica er einn af fjölmörgum stólum frá TON en einföld hönnun hans, retró stíll, mikil gæði og mjög gott verð gerir hann einn af vinsælustu stólunum þeirra. Ironica stóllinn kemur í nokkrum litum og ættu því allir að geta fundið einn við sitt hæfi.
2068684_orig Momo-Grill-Lithuania-169904.XL22_foto-grand-prix Screen Shot 2015-12-10 at 12.39.12image_3238_3_1580
ironica_9

Í dag bíður TON upp á mjög gott úrval af stólum, borðum og öðrum húsgögnum á góðu verði. Húsgögnin eru tímalaus og gerð úr miklum gæðum. Vörurnar eru allar látnar fara í gegnum strangt gæðapróf til að geta staðist sem best tímans tönn og mikla notkun. Einnig eru allar TON vörur með 5 ára ábyrgð.

TON stendur fyrir gæði og klassík, kynntu þér úrvalið! Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.ton.eu

UPPRUNALEGI LYNGBY VASINN AFTUR FÁANLEGUR

Við erum komin með í sölu hina einu og sönnu Lyngby vasa sem upphaflega voru framleiddir á árunum 1936-1969 af postulínverksmiðjunni Denmark. Vasinn er klassísk hönnun sem hafið var endurframleiðslu á árið 2012 eftir að hafa verið ófáanlegur í 43 ár. 
Við erum mjög spennt fyrir því að bæta upprunalega Lyngby vasanum við vöruúrvalið okkar og er hann framleiddur í tveimur litum, dökkgráum og hvítum. Ásamt vasanum eru einnig til falleg ílát með loki sem henta vel á kaffiborðið eða jafnvel undir skartgripi.

bbd878624b01ccc393f65b65d7e1a6c1e98df72767a277a562ca997f47c20dceBonBonniere_Lyngby_Porcelæn_krukke_opbevaring_lå Bonbonniere_NEW-1

Lyngby_vasen_3_stk lyngby-vase-hilfling Vase_bottom

83bc4482593dfa0054ada618927defdf

Einstaklega fallegur vasi sem fæst núna hjá okkur í Epal.

KLASSÍSKT DANSKT HEIMILI

Á þessu einstaka heimili býr sannkallaður fagurkeri og ekta safnari. Húsögnin eru mörg hver eftir dönsku meistarana, Borge Mogensen, Finn Juhl og Hans J. Wegner. Í viðtali sem birtist með þessu innliti í danska Bo Bedre tímaritinu kom fram að eigandinn hafi mjög ungur að aldri hafið að safna hönnun og list, hann las bækur um listmuni og jafnvel um kínverskt postulín, og á 12 ára aldri hafi hann verið búinn að kaupa sér sína fyrstu postulínstyttu.

Við mælum með að lesa greinina sem fylgir þessum myndum sem finna má á vefsíðu Bo Bedre hér. 

f010d1764bb5449eaddc61f5547e9dc42106dbad95a44e0f8ef5e0dc6a65f72211c5076e7fad485b9531a278599f33a188932ad394cf40a894648b30bfe514d0
47c1da19c918435881688bc34e9f1b00 81f7460eeb35484b8bed6748080c7a47 86bec5e5f7624aeca55d53b87a08086a 463d4e5f5d7141fb9ddf9725958a121d 4876b390929e4391b8c6df5ea785f03a 8916d43fed324496a6cf7abcccb5a82e 23907c22552e489ebfc895febaa21b1c 73857fb24c2a4a78bef5e8450ac33ce8 a7211744cde0480f9c151536df4488a1 d456bff1a8514b7d9c5fd02a7c8ac465

Apinn sem varð að hönnunartákni.

Upphaflega hafði Kay Bojesen ætlað sér að útbúa skemmtilegann snaga fyrir jakka barna sinna með viðarapanum sem að hann hannaði árið 1951. En síðan þá hefur apinn skreytt margar forsíður hönnunar og -heimilistímarita og fengið að sitja á óteljandi bókahillum sem skrautmunur en setur hann gjarnan punktinn yfir i-ið á fallegum heimilum. Hönnunaraðdáendur hafa lengi heillast af apanum, en hann er einnig góð gjöf handa börnum sem munu eiga apann í mörg mörg ár. Apinn er þó bara eitt af mörgum viðardýrum sem Kay Bojsesen hannaði og eru í dag framleidd af Rosendahl Copenhagen.


Ekta dönsk hönnun sem heillar marga.