LITUR ÁRSINS: NÝTT FRÁ ROOM COPENHAGEN

Alþjóðlega litakerfið Pantone gaf út á dögunum hver litur ársins 2016 er og í fyrsta skipti urðu fyrir valinu tveir litir, það eru litirnir PANTONE 15-3919 Serenity & PANTONE 13-1520 Rose Quartz. Í tilkynningunni frá Pantone segja þeir litina eiga að færa okkur ró og innri frið, við bíðum því spennt eftir að sjá hvort að fleiri hönnunarfyrirtæki komi til með að færa okkur vörur í þessum litatónum. Room Copenhagen framleiðir vörur undir nafni Pantone og eru þeir þekktastir fyrir bolla og hitamál skreyttum Pantone litum. Við vorum að fá nýjustu viðbótina frá þeim en það eru bollar í litum ársins 2016 og er því önnur hliðin blá og hin hliðin bleik. Bollarnir koma í takmörkuðu upplagi og fást hjá okkur í Epal.

2 1 3