NÝTT MERKI Í EPAL: DARØ

Við vorum að bæta spennandi vörumerki við vöruúrval okkar, en það er danski ljósaframleiðandinn Darø.

Darø er danskt fjölskyldufyrirtæki sem hefur í gegnum þrjár kynslóðir sérhæft sig í hönnun og framleiðslu á lúxus ljósum fyrir heimilið og vinnustaði. Hvort sem þú ert að leita af borðlampa, gólflampa, hangandi ljósi eða veggljósi, þá er Darø með úrval ljósa til að velja úr. Hönnun Darø er frumleg og falleg og hefur hlotið verðlaun fyrir góða hönnun. Ljósið Bell hlaut þýsku hönnunarverðlaunin 2015 fyrir bestu hönnunina, og erum við spennt að fylgjast með framhaldinu hjá þessu glæsilega hönnunarfyrirtæki sem er á hraðri uppleið.

11902445_450925685079596_4334664860538300440_n1378515_324922411013258_7186593936489747007_n

Ljósið Bell má sjá hér að ofan.

1932286_324948231010676_1423654630148607401_n 10424343_392440697594762_4843928294427522219_n
10576957_324948354343997_3003264785641874677_n 10679492_324948267677339_7717938079998957354_o 10704068_324949274343905_2178028911570845663_n 10955511_408296026009229_3151842658578027961_n 11011188_392425184262980_6514966467114716559_n 11033982_392421000930065_7715976076997408354_n 11071125_389658667872965_8885348784839165149_n 11391327_425620797610085_384755181014134993_n10522646_324922407679925_6712397698442558331_n

 

Komdu við í Epal Skeifunni og fáðu ráðgjöf hjá sérfræðingum okkar.

LOUIS POULSEN : AFMÆLISÚTGÁFA COLLAGE

Fallega ljósið Collage var hannað af danska hönnuðinum Louise Campbell fyrir Louis Poulsen ljósaframleiðandann. Collage er eitt af þekktari ljósum frá danska ljósaframleiðandanum og vekur alltaf athygli, en fallegt mynstur ljóssins gerir það einstaklega elegant og aðlaðandi.

Collage er samsett úr þremur skermum sem mynda dýpt og fallegt skuggaspil eins og sjá má úti í skógi þegar sólargeislar brjótast í gegnum tréin, en það er einmitt þaðan sem Louise Campbell sótti innblástur sinn við hönnun ljóssins árið 2005.

Í tilefni af 10 ára afmæli ljóssins valdi Louise Campbell fjóra nýja liti á ljósið sem allir eru með möttu yfirbragði, hvítt, fölbleikt (rose), dökk grænt og blá grátt.

collage-pendant-lamp-louis-poulsen-4

11150542_10152976853897917_8143309583294189297_n

Screen Shot 2015-05-06 at 14.16.06 Screen Shot 2015-05-06 at 14.15.28 Screen Shot 2015-05-06 at 14.15.58Screen Shot 2015-05-06 at 14.15.19

Louise Campbell er einn fremsti danski hönnuðurinn í dag.

Collage kemur í tveimur stærðum og hentar það vel fyrir heimili jafnt sem fundarherbergi fyrirtækja, veitingarhús og biðsali.

Kíktu við í verslun okkar í Skeifunni og fáðu frekari upplýsingar um afmælisútgáfu Collage ljóssins.

 

Poul Henningsen: Afmælisútgáfa af PH 3½-3

Í tilefni þess að nú eru 120 ár liðin frá fæðingu danska hönnuðarins Poul Henningsen gefur Louis Poulsen út nýja útgáfu af PH 3½-3 ljósinu fræga. Ljósið verður frumsýnt í Epal þann 9.september á fæðingardegi hönnuðarins.

Poul Henningsen leitaðist við að hanna lampa sem gefa milda birtu og eru PH-ljósin í dag auðþekkjanleg, því á þeim eru að minnsta kosti þrír skermar. Nýju PH 3½-3 ljósin eru byggð á upprunarlegum teikningum eftir Poul Henningsen frá árinu 1929 þar sem frægi þriggja laga skermurinn kemur fyrir.

Ljósið verður nú í boði í grænum, gulum, rauðum og hvítum lit með brúnlitum festingum úr kopar. Litirnir eru innblásnir af hönnuðinum sjálfum, og eru ljósin þessvegna mjög litrík.

ikast-11 ikast-28 ph-31-2_3-detail_01_gul ph-31-2_3-detail_04_roed ph-31-2_3-detail_06-hvid ph-31-2_3-detail_08-groen 4.0.1

 Þrátt fyrir að PH 3½-3 ljósið sé yfir 80 ára gamalt þykir það enn í dag vera nútímalegt en þó klassískt á sama tíma, sem gerir það að verkum að það hentar mörgum ólíkum heimilum.

Þegar Poul Henningsen hannaði ljósið lagði hann áherslu á að birtan frá ljósinu skapaði ró og kæmi jafnvægi á umhverfið. PH 3½-3 ljósið veitir góða birtu og gefur hvaða heimili fallegan þokka með því einu að vera til staðar hvort sem kveikt er á ljósinu eða ekki. Það er fallegt eitt og sér eða parað saman með fleiri ljósum.

 Hönnun Poul Henningsen er tímalaus og sumir ganga jafnframt svo langt að kalla hana ódauðlega.

Ljósin verða frumsýnd í Epal þann 9. september, kíktu endilega í heimsókn og sjáðu þessi einstöku ljós.

LOUIS POULSEN+TENKA

Þessar fallegu myndir af ljósum framleiddum af Louis Poulsen voru teknar heima hjá dönsku listakonunni Tenku Gammelgaard og deilir hún þeim með lesendum sínum á bloggsíðu sinni hér. Myndir af heimili Tenku hafa birst víða í gegnum tíðina, en hún er þekkt fyrir að eiga afar smart heimili og ákvað Louis Poulsen ljósaframleiðandinn að nýta sér það sem fallegt umhverfi fyrir ljósin.

 

Ljósmyndir; JACOB TERMANSEN.

 Á bloggsíðu Tenku má einnig sjá “bakvið tjöldin” myndir eins og þessar hér að neðan.


Fallegt heimili og flott ljós ekki satt?

 Fleiri myndir er hægt að skoða Hér.