NÝTT FRÁ LOUIS POULSEN: PH5 MINI

Núna í fyrsta sinn kynnir Louis Poulsen PH5 mini sem er ný og minni útgáfa af klassíska ljósinu sem allir þekkja. PH5 mini ljósin koma í 8 litum, og ættu allir að geta fundið eitt við sitt hæfi.

90 ár eru liðin síðan byltingarkennda hönnunin frá Louis Poulsen, þriggja skerma ljósið leit dagsins ljós og hefur hún svo sannarlega staðist tímans tönn. Poul Henningsen hannaði svo PH5 ljósið árið 1958 sem hefur staðið af sér allar tískubylgjur og hefur selst í milljónum eintaka. PH5 mini koma í 8 ólíkum litum sem voru sérvaldir í samstarfi við litasérfræðinginn Louise Sass.

Kynningarverð á PH5 mini, 59.500 kr. gildir til 1. desember 2017.

 

 

 

LOUIS POULSEN KYNNIR NÝTT LJÓS: ABOVE

Louis Poulsen kynnir Above sem er nýtt ljós hannað af danska hönnuðinum Mads Odgård.

Above veitir þægilega birtu og keilulaga form þess ásamt möttu hvítlökkuðu innvolsi hjálpar til við að dreifa birtunni jafnt. Above er einfalt og elegant ljós sem mun njóta sín vel á heimilum sem og í opinberum rýmum.

JÓLAGJÖFIN Í ÁR: PANTHELLA MINI

Panthella er klassískur lampi hannaður af Verner Panton árið 1971 fyrir Louis Poulsen.  Panthella er ein vinsælasta hönnun Verner Panton og fæst bæði sem gólflampi og borðlampi.

Nýlega kynnti Louis Poulsen nýja útgáfu af lampanum eftir upprunalegum teikningum Verner Panton, Panthella mini sem kemur í fjölmörgum nýjum og spennandi litum, með nýjustu LED tækni og með skerm úr áli sem var upphafleg hugmynd hönnuðarins. Upprunalegi Panthella lampinn er með akrýl skermi sem hleypir birtunni fallega í gegn en vegna tæknilegra takmarkana var ekki hægt á þeim tíma að framleiða lampann með ál skermi sem var ósk Verner Panton.

Á meðan að flestir danskir arkitektar á sjötta og sjöunda áratugnum unnu mest með við og önnur náttúruleg efni skar Verner Panton sig úr hópnum og dálæti hans fyrir nýjum efnum gerði hann að sérfræðing í notkun á stáli, plasti, trefjagleri og plexígleri. Verner Panton var frumkvöðull og var einnig langt á undan sinni samtíð með hönnun sinni sem einkenndist af hringlaga og lífrænum formum.

Panthella mini fæst því núna í 8 litum sem allir eru valdir útfrá litahugmyndum Verner Panton úr síðasta verkinu hans áður en hann lést árið 1998, það var sýningin „Lyset og Farven“ í Trapholt nútímalistasafninu í Kolding, Damörku. Litirnir eru gulur, rauður, fjólublár, rauður, bleikur, blár ásamt tveimur grænum litum. Panthella mini er einnig til í hvítu, svörtu ásamt hvítu með akrýl skermi.

Panthella mini er 250 mm á hæð á meðan að upprunalegi borðlampinn frá árinu 1971 er 400 mm á hæð.

Kynningarverð er 39.800 kr. –

0628louis2_666 110916_02-900x1350 orange-panthella-mini-by-louis-poulsen panthella-mini-bord panthella-mini-designed-by-verner-panton-for-louis-poulsen panthella-mini-verner-panton-louis-poulsen-lamp-lighting-design-furniture_dezeen_1568_3 panthella-table-lamp-5_grande

PH 3½-2½ GÓLFLAMPI Í KOPAR ÚTGÁFU

90 ár eru liðin síðan byltingarkennda hönnunin frá Louis Poulsen– þriggja skerma ljósið – leit dagsins ljós og hefur hún svo sannarlega staðist tímans tönn.

Í tilefni þess kynnir Louis Poulsen PH 3½-2½ gólflampa í sérstakri kopar útgáfu. Lampinn verður framleiddur í takmörkuðu upplagi og verður aðeins í sölu frá 1. október til 31. desember 2016.

Með lampanum fylgja tveir topp skermar, annar úr kopar sem veitir mjúka og beina lýsingu, og annarsvegar opal glerskermur sem veitir mjúka og dreifða lýsingu.

Með tilliti til takmarkaðs upplags er hér á ferð sannkallað söfnunareintak.

image003

LJÓS ÁRSINS: PATERA FRÁ LOUIS POULSEN

Dönsku hönnunarverðlaunin voru kynnt á dögunum og hlutu fjölmargar vörur sem fást í Epal viðurkenningu fyrri framúrskarandi hönnun. Þeir sem standa að baki hönnunarverðlaunanna eru dönsku hönnunartímaritin Bo Bedre, Bolig Magasinet og Costume living.

Ljósið Patera hlaut til að mynda verðlaun sem ljós ársins en það var hannað af eftirsótta danska hönnuðinum Øivind Slaatto árið 2015 fyrir Louis Poulsen. Innblástur Patera sótti hönnuðurinn í Fibonacci talnarunu sem finna má víða í náttúrunni – í könglum og í myndun fræja í sólblómum til dæmis – og hefur áður veitt Leonardo da Vinci, Johan Sebastian Bach innblástur ásamt fleiri frábærum listamönnum í gegnum söguna.

Patera er 600 mm í þvermál og er til sýnis í verslun okkar í Skeifunni 6.

ikast_heidi_01 patera-13 patera-btb-interior_44louis-poulsen-ambiente-patera-01_zoom

 

PANTHELLA MINI : LOUIS POULSEN

Panthella er klassískur lampi hannaður af Verner Panton árið 1971 fyrir Louis Poulsen.  Panthella er ein vinsælasta hönnun Verner Panton og fæst bæði sem gólflampi og borðlampi.

Núna kynnir Louis Poulsen nýja útgáfu af lampanum eftir upprunalegum teikningum Verner Panton, Panthella mini sem kemur í fjölmörgum nýjum og spennandi litum, með nýjustu LED tækni og með skerm úr áli sem var upphafleg hugmynd hönnuðarins. Upprunalegi Panthella lampinn er með akrýl skermi sem hleypir birtunni fallega í gegn en vegna tæknilegra takmarkana var ekki hægt á þeim tíma að framleiða lampann með ál skermi sem var ósk Verner Panton.

Á meðan að flestir danskir arkitektar á sjötta og sjöunda áratugnum unnu mest með við og önnur náttúruleg efni skar Verner Panton sig úr hópnum og dálæti hans fyrir nýjum efnum gerði hann að sérfræðing í notkun á stáli, plasti, trefjagleri og plexígleri. Verner Panton var frumkvöðull og var einnig langt á undan sinni samtíð með hönnun sinni sem einkenndist af hringlaga og lífrænum formum.

Panthella mini fæst því núna í 8 litum sem allir eru valdir útfrá litahugmyndum Verner Panton úr síðasta verkinu hans áður en hann lést árið 1998, það var sýningin “Lyset og Farven” í Trapholt nútímalistasafninu í Kolding, Damörku. Litirnir eru gulur, rauður, fjólublár, rauður, bleikur, blár ásamt tveimur grænum litum. Panthella mini er einnig til í hvítu, svörtu ásamt hvítu með akrýl skermi.

Panthella mini er 250 mm á hæð á meðan að upprunalegi borðlampinn frá árinu 1971 er 400 mm á hæð.

Kynningarverð er 39.800 kr. – 
0628louis2_666


110916_02-900x1350 orange-panthella-mini-by-louis-poulsen panthella-mini-bord panthella-mini-designed-by-verner-panton-for-louis-poulsen panthella-mini-verner-panton-louis-poulsen-lamp-lighting-design-furniture_dezeen_1568_3 panthella-table-lamp-5_grande

 

KOPAR BORÐLAMPI LOUIS POULSEN – TAKMARKAÐ UPPLAG

Louis Poulsen kynnti á síðasta ári koparlampann Ph 3½-2½ í tilefni af 120 ára afmæli hönnuðarins Poul Henningsen en fyrir það höfðu þeir einnig gefið út koparútgáfu af ljósinu PH 3½ -3. Bæði lampinn og loftljósið hafa hlotið gífurlega góðar viðtökur enda um að ræða einstaka hönnunarvöru sem aðeins var framleidd í takmörkuðu upplagi.

Með koparlampanum fylgja tveir skermar, einn úr gleri og annar úr kopar svo hægt er að skipta um og breyta útliti lampans á auðveldan hátt. Poul Henningsen leitaðist við að hanna lampa sem gefa milda birtu og eru PH-ljósin í dag auðþekkjanleg, því á þeim eru að minnsta kosti þrír skermar.

Enn eigum við til örfá eintök af lampanum og látum við nokkrar myndir fylgja af þessum glæsilega grip, -sjón er sögu ríkari!

PH_203_20kobber_20bord-m2media-21999179-ph-35-25-kobber-bord-int-19media-21999188-ph-35-3-copper-table_detail_copper-top_03-mkamedia-21999173-ph-35-25-kobber-bord-int-02media-21999176-ph-35-25-kobber-bord-int-11 PH_203_20kobber_20bord-m3 PH_203_20kobber_20bord-m4 PH_203_20kobber_20bord-m5media-21999181-ph-35-25-kobber-bord-int-20 ph_copper_tablepdf-14-620x436

Lampinn kostar 198.000 kr. sem er sama verð og lampinn er á í Danmörku.

Verið velkomin í verslun okkar í Skeifunni 6 og kynnið ykkur betur þessa fallegu hönnun.

NÝTT FRÁ LOUIS POULSEN: CIRQUE LJÓSIN

CIRQUE – lífleg hönnun & einstakir litir

Louis Poulsen kynnir nýja seríu af ljósum sem vekja athygli – ljósin eru hönnuð í samstarfi við sænska hönnuðinn og grafísku listakonuna Clöru von Zweigbergk. “ Ég verð ekki hissa ef þeir sem sjá ljósin hugsi samstundis um loftbelgi og hringekjur” segir Clara þegar hún er beðin um að lýsa nýju ljósunum.

CIRQUE Pendant Light 1-9_3

Serían sem ber heitið CIRQUE var hönnuð í samstarfi við Louis Poulsen og var innblásin af ferð í Tívolíið í Kaupmannahöfn. Tívolíið er fullt af hringekjum, sykurfrauði og lukkuhjólum. Þegar hlutur snýst mjög hratt í hringi þá renna litirnir saman og virðast vera lóðréttar línur af litum. Allt þetta veitti Clöru innblástur við hönnun á CIRQUE ljósunum sem er lífleg hönnun sem sameinar óhefðbundna liti og form í seríu af framsæknum ljósum sem munu bæði bæta við heimilið persónutöfrum og dirfsku.
cirque-århus-05 Louis-Poulsen-Cirque-Pendant-Light-cluster Louis-Poulsen-Cirque-Pendant-Light-restaurant louis-poulsen-cirque-valaisin øl-og-broed-7

CIRQUE ljósin henta jafnt fyrir veitingarstað, bar, eldhús eða borðstofu. Ljósin koma í þremur óvenjulegum en fallegum litasamsetningum og þremur stærðum Ø150 mm, Ø220 mm og Ø380 mm.

Eitt þeirra er mjög litríkt og hin tvö örlítið lágstemmdari. Þau koma bæði vel út stök eða nokkur saman og bæta við litum í hvaða rými sem er.

Verið hjartanlega velkomin í verslun okkar í Skeifunni 6 og sjáið þessu fallegu ljós með eigin augum.

PH5 KLASSÍK Á AFMÆLISTILBOÐI

Klassíska PH5 ljósið frá Louis Poulsen er á frábæru afmælistilboði fram til 30.apríl og kostar nú aðeins 79.900 kr. í stað 117.000 kr. (PH5 classic er hvítt með bláum lit).

PH5 ljósið var hannað árið 1958 af arkitektinum Poul Henningsen (1894-1967) fyrir Louis Poulsen og er ljósið í dag heimsþekkt sem hönnunartákn og er líklega eitt vinsælasta ljósið í Skandinavíu. Poul Henningsen nefndi ljósið PH5 vegna þess að þvermálið á efsta skerminum er 50 cm en ljósið var hannað til þess að hanga yfir borði og á sama tíma gefa hóflega birtu í umhverfið í kring.

Poul Henningsen sem í dag er þekktastur fyrir ljósahönnun sína hóf samstarf við danska ljósaframleiðandann Louis Poulsen árið 1925 og hélt það samstarf áfram fram á hans dauðadag eftir áralangt og mjög farsælt samstarf en hann hannaði einnig fræga Köngulinn (Archichoke) fyrir Louis Poulsen. Þrátt fyrir að Poul Henningsen sé þekktastur fyrir ljós sín hafði hann þó mikla hæfileika á öðrum sviðum meðal annars sem rithöfundur og gagnrýnandi. Hann starfaði einnig lengi sem arkitekt og teiknaði fjölda húsa ásamt því að hafa teiknað lítinn hluta Tivoli í Kaupmannahöfn.

PH5 ljósið er í senn klassískt og elegant og falleg hönnun þess gefur alveg einstaka birtu inn í hvert rými. PH5 ljósið er fullkomið yfir eldhúsborðið og hentar einnig vel fyrir almenningsrými.

PH_205_20classic__20kira
ph5-classicLouis-Poulsen-PH5-Classic-Whiteafm-PH5

LJÓSIN FRÁ LOUIS POULSEN

Louis Poulsen er eins og við flest þekkjum, danskur ljósaframleiðandi og var fyrirtækið stofnað árið 1874. Tveir af frægustu hönnuðum Louis Poulsen voru þeir Arne Jacobsen og Poul Henningsen en sá síðarnefndi hannaði einmitt eitt frægasta ljósið frá Louis Poulsen sem framleitt er enn í dag, það er PH ljósið. Louis Poulsen framleiðir þó fjölmörg önnur glæsileg og vönduð ljós og er Epal söluaðili þeirra á Íslandi. Við tókum saman nokkrar myndir sem sýna fjölbreytt úrval fallegra ljósa frá Louis Poulsen sem er jafnframt aðeins brot af vöruúrvali þeirra.

tg_70new_50753b849606ee32484e980e8e842b31c5314a763eb7ae708268c922 tg_52_50753e6c9606ee320c00739c tg_28_50753ba3ddf2b3632f000117 tg_13_50753ba2e087c3015c25d77e fbd07d7e023ccad824f31dac6af1a39c f0a8092495e5e7464d87c3d8c1d26e0e dbcf1b9219768a8d416e503c75767d57 bd37cf05d4915bc11db5ec7d13fa58b8 b848b8c2b9821170c474e71820aa20e0 a2767500acf677f4d6eb62845f15a546 a966325cb48bb07c392a21e47c553c76 a193809b4cce04f25338167b7e3c6e8d a02d8a41213346e2a1e9c726fba9d55a 8523cf1509593d598a3e114c7b509534 6852a902e90c345b444c12a8e321484e 833c6d10087f7510cdce80dfd74a4104 77cd5381a0e7dfb95467d6d1e46a30e4 46e3a61472747fed194074c8967b7880 45e2929036be5183a49de444e830b390 9fb3d813c3db523cc0462517006ed47c 6d289de51b8b9bf522f46edb43674f75 4b03197b2d6f1e54109d9d6a418f8017