LOUIS POULSEN : AFMÆLISÚTGÁFA COLLAGE

Fallega ljósið Collage var hannað af danska hönnuðinum Louise Campbell fyrir Louis Poulsen ljósaframleiðandann. Collage er eitt af þekktari ljósum frá danska ljósaframleiðandanum og vekur alltaf athygli, en fallegt mynstur ljóssins gerir það einstaklega elegant og aðlaðandi.

Collage er samsett úr þremur skermum sem mynda dýpt og fallegt skuggaspil eins og sjá má úti í skógi þegar sólargeislar brjótast í gegnum tréin, en það er einmitt þaðan sem Louise Campbell sótti innblástur sinn við hönnun ljóssins árið 2005.

Í tilefni af 10 ára afmæli ljóssins valdi Louise Campbell fjóra nýja liti á ljósið sem allir eru með möttu yfirbragði, hvítt, fölbleikt (rose), dökk grænt og blá grátt.

collage-pendant-lamp-louis-poulsen-4

11150542_10152976853897917_8143309583294189297_n

Screen Shot 2015-05-06 at 14.16.06 Screen Shot 2015-05-06 at 14.15.28 Screen Shot 2015-05-06 at 14.15.58Screen Shot 2015-05-06 at 14.15.19

Louise Campbell er einn fremsti danski hönnuðurinn í dag.

Collage kemur í tveimur stærðum og hentar það vel fyrir heimili jafnt sem fundarherbergi fyrirtækja, veitingarhús og biðsali.

Kíktu við í verslun okkar í Skeifunni og fáðu frekari upplýsingar um afmælisútgáfu Collage ljóssins.

 

KOPAR BORÐLAMPI / Ph 3½-2½

Danski ljósaframleiðandinn Louis Poulsen frumsýndi fyrr á árinu á hönnunarsýningunni í Stokkhólmi í fyrsta sinn fallega koparútgáfu af Ph 3½-2½ borðlampanum. Í fyrra gaf Louis Poulsen einmitt út koparútgáfu af PH 3½ -3 loftljósinu í tilefni af 120 ára afmæli hönnuðarins Poul Henningsen og sló ljósið svoleiðis í gegn að þeir ákváðu að gera slíkt hið sama við borðlampann.

Það gleður okkur að tilkynna það að lampinn er kominn í verslun okkar.

Með lampanum fylgja tveir skermar, einn gler og annar úr kopar og verður lampinn seldur í takmörkuðu upplagi í Epal.

PH_203_20kobber_20bord-m5 PH_203_20kobber_20bord-m2 PH_203_20kobber_20bord-m3 PH_203_20kobber_20bord-m4 ph_copper_tablepdf-14-620x436

Lampinn kostar 198.000 kr. sem er sama verð og lampinn er á í Danmörku.

Komdu í heimsókn og skoðaðu þennan gullfallega lampa.

Poul Henningsen: Afmælisútgáfa af PH 3½-3

Í tilefni þess að nú eru 120 ár liðin frá fæðingu danska hönnuðarins Poul Henningsen gefur Louis Poulsen út nýja útgáfu af PH 3½-3 ljósinu fræga. Ljósið verður frumsýnt í Epal þann 9.september á fæðingardegi hönnuðarins.

Poul Henningsen leitaðist við að hanna lampa sem gefa milda birtu og eru PH-ljósin í dag auðþekkjanleg, því á þeim eru að minnsta kosti þrír skermar. Nýju PH 3½-3 ljósin eru byggð á upprunarlegum teikningum eftir Poul Henningsen frá árinu 1929 þar sem frægi þriggja laga skermurinn kemur fyrir.

Ljósið verður nú í boði í grænum, gulum, rauðum og hvítum lit með brúnlitum festingum úr kopar. Litirnir eru innblásnir af hönnuðinum sjálfum, og eru ljósin þessvegna mjög litrík.

ikast-11 ikast-28 ph-31-2_3-detail_01_gul ph-31-2_3-detail_04_roed ph-31-2_3-detail_06-hvid ph-31-2_3-detail_08-groen 4.0.1

 Þrátt fyrir að PH 3½-3 ljósið sé yfir 80 ára gamalt þykir það enn í dag vera nútímalegt en þó klassískt á sama tíma, sem gerir það að verkum að það hentar mörgum ólíkum heimilum.

Þegar Poul Henningsen hannaði ljósið lagði hann áherslu á að birtan frá ljósinu skapaði ró og kæmi jafnvægi á umhverfið. PH 3½-3 ljósið veitir góða birtu og gefur hvaða heimili fallegan þokka með því einu að vera til staðar hvort sem kveikt er á ljósinu eða ekki. Það er fallegt eitt og sér eða parað saman með fleiri ljósum.

 Hönnun Poul Henningsen er tímalaus og sumir ganga jafnframt svo langt að kalla hana ódauðlega.

Ljósin verða frumsýnd í Epal þann 9. september, kíktu endilega í heimsókn og sjáðu þessi einstöku ljós.

TAKMARKAÐ UPPLAG : POUL HENNINGSEN PH3 ½ -3

Í tilefni þess að danski hönnuðurinn Poul Henningsen hefði orðið 120 ára þann 9.september 2014, hefur Louis Poulsen hafið sölu á sérstakri útgáfu af ljósinu PH3 ½ -3 í takmörkuðu upplagi. Ljósið sem er eitt fyrsta ljósið úr PH seríunni er nú fáanlegt úr kopar og handblásnu gleri.

Ljósið verður einungis hægt að versla á tímabilinu 1.mars – 31.maí, og verður eftir það ófáanlegt.

Þetta einstaklega fallega ljós er nú til sýnis í verslun okkar Epal Skeifunni.

LOUIS POULSEN+TENKA

Þessar fallegu myndir af ljósum framleiddum af Louis Poulsen voru teknar heima hjá dönsku listakonunni Tenku Gammelgaard og deilir hún þeim með lesendum sínum á bloggsíðu sinni hér. Myndir af heimili Tenku hafa birst víða í gegnum tíðina, en hún er þekkt fyrir að eiga afar smart heimili og ákvað Louis Poulsen ljósaframleiðandinn að nýta sér það sem fallegt umhverfi fyrir ljósin.

 

Ljósmyndir; JACOB TERMANSEN.

 Á bloggsíðu Tenku má einnig sjá “bakvið tjöldin” myndir eins og þessar hér að neðan.


Fallegt heimili og flott ljós ekki satt?

 Fleiri myndir er hægt að skoða Hér.