Múmín sumarlínan 2023 „Garðveisla“ komin í Epal

Múmín sumarlínan 2023 „Garðveisla“ er komin til okkar í Epal. „Garðveisla“ er full af óvæntum kynnum og töfrum vináttunnar.

Á myndskreytingum nýju línunnar hefur Múmíndal verið breytt í frumskóg. Mía litla finnur framandi fræ sem Múmínálfarnir dreifa hér og þar svo Múmíndalur breytist í frumskóg allskyns ávaxtatrjáa á einni nóttu. Pjakkur er í spennuleit og sleppir svöngum tígrum og öðrum villtum dýrum úr dýragarði í nágrenninu, en honum að óvörum, vingast þau við Múmínálfana.

Líflega myndskreytt sumarlínan er fullkomin fyrir öll tilefni hvort sem það er í sumarfögnuði og lautarferðir, hversdagsleg kaffiboð með vinum og fjölskyldu. Línan inniheldur krús (0,3l) og disk (19cm), seld í sitthvoru lagi.

Skoða Moomin í vefverslun Epal.is

Moomin nýjungar skreyttar Múmínpabba og Hemúlnum

Við vorum að fá spennandi nýjungar frá Moomin!

Um er að ræða tvö matarsett, myndskreytt Múmínpabba og Hemúlnum. Myndirnar sýna tvær af dáðustu persónum Múmíndals sinna sínum uppáhalds verkum og áhugamálum, Múmínpabbi sinnir fjölskyldunni og heimilinu en Hemúllinn eltist við sjaldgæfar plöntutegundir.

Nældu þér í vörurnar í vefverslun Epal: www.epal.is/vorur/herbergi/eldhus-herbergi/bordbunadur/mumin-bordbunadur/

Ný Múmín vörulína í samvinnu við Rauða krossinn á Íslandi

Ný Múmín vörulína hefur litið dagsins ljós, sem unnin er í samstarfi við Rauða krossinn og fæst nú í Epal. Línan inniheldur tvo bolla, tvo diska í mismunandi stærðum og skál. Fyrir hvern seldan hlut hér á landi fer 1 Evra til góðgerðarstarfs Rauða krossins á Íslandi.
Með samstarfi Arabia og Rauða krossins er vináttu og góðvild fagnað. Útkoman er vörulína sem er myndskreytt upprunalegum teikningum Tove Jansson fyrir Rauða Krossinn. Í tilefni af samstarfinu er fólk um allan heim hvatt til að sýna hverju öðru góðvild með litlum góðverkum.

 

Upprunalegar teikningar Tove Jansson fyrir Rauða krossinn

Vörulínan er skreytt teikningum sem Tove Jansson gerði fyrir Rauða krossinn í Finnlandi árið 1963. Teikningarnar eru í áberandi og auðþekkjanlegum stíl og sýna m.a. blómstrandi rauð blóm, Míu litlu með kúst, Múmínsnáðann að klifra upp stiga og Snúð sitjandi við varðeld með vinum sínum. Takmarkaðar upplýsingar eru til um bakgrunn teikninganna aðrar en að þær voru upphaflega gerðar til að myndskreyta stundaskrá fyrir börn.Framlag fyrir hvern seldan hlut

Vörulínan inniheldur tvo bolla, tvo diska í mismunandi stærðum og skál. Fyrir hvern seldan hlut hér á landi fer 1 Evra til góðgerðarstarfs Rauða krossins á Íslandi.

Megin skilaboðin eru  þau að hvert og eitt okkar getur skipt sköpum við að gera heiminn vinalegri með gjörðum okkar.

Moments of Kindness – litlar gjörðir, mikil áhrif

Í tilefni samstarfs Arabia og Rauða krossins er fólk um allan heim hvatt til að sýna hverju öðru góðvild með litlum góðverkum sem geta mögulega haft mikil áhrif. Þetta gæti t.d. verið að bjóðast til að halda á innkaupapokum fyrir ókunnugan, skrifa fallega orðsendingu til samstarfsmanns, senda póstkort til ættingja eða jafnvel kaupa
blóm fyrir ástvin. Eins væri einfaldlega hægt að styðja við starfsemi Rauða krossins.

“Við viljum gjarnan hvetja fólk til að sýna öðrum góðvild og þannig lífga uppá dag náungans. Ég held að við getum öll sammælst um að í augnablikinu þarf heimurinn á meiri góðvild, vináttu og samveru að halda en nokkru sinni fyrr. Múmínfjölskyldan sýnir okkur öllum gott fordæmi með samkennd og tillitssemi sinni.” segir Mirka Paasikangas, alþjóðlegur almannatengsla- og samskiptastjóri hjá Arabia.

Vörurnar fara í sölu á Íslandi 26. ágúst 2022 og verða í boði út árið eða á meðan birgðir endast.

Spennandi vornýjungar frá Moomin

Nýjar og æðislegar Moomin vörur eru mættar í verslanir Epal og í vefverslun Epal.is og eru aðalpersónurnar að þessu sinni Múmínmamma og Fillífjónkan. Kíktu við á úrvalið!
“Múmínmamma er máttarstólpi Múmíndals og hjarta Múmínhússins, blíð og snjöll móðurímynd sem lætur ekkert á sig fá. Fjölskyldan nýtur ekki bara góðs af samkennd hennar heldur er hún tilbúin að hugsa vel um alla þá sem heimsækja Múmínhúsið.
Múmínmamma kann svo sannarlega að njóta lífsins. Hún er með vinnukonu á heimilinu af því að Fillífjónkan telur að fjölskyldan þurfi aðstoð við að ná reiðu á óskipulagða heimilið.
“Frú Fillífjónka er þriggja barna móðir og er hún afar snyrtileg og skipulögð manneskja. Hún er heltekin af heimilisþrifum og er uppá sitt besta þegar henni gefst færi á að skipuleggja almennilega vorhreingerningu.
Dag einn mætir geðlæknir í Múmíndal og læknar frú Fillífjónku af hreingerningar-áráttunni. Þegar heimili hennar fer smám saman að hrörna ákveður Múmínmamma á sinn einstaka hátt að aðstoða Fillífjónkuna við að fá aftur ástríðu fyrir þrifum.”

MÚMÍN HÚSIÐ & SETUSTOFAN

Við kynnum spennandi nýjar Múmín vörur frá Arabia, þar sem Múmínhúsið er í aðalhlutverki!

Hið hringlaga Múmínhús og hin hlýlega og notalega stofa þess eru myndefni nýju Múmínkannanna. Stærri kannan (Moominhouse) sýnir Múmínhúsið að utan og með henni fylgir sniðugt keramík lok. Minni kannan (Afternoon in parlor) sýnir Múmínhúsið að innan og hentar vel til að bera fram mjólk með kaffinu eða sósur, t.d. með eftirréttinum.

Múmínpabbi byggði Múmínhúsið alveg sjálfur og er hann þar af leiðandi einstaklega stoltur af því, en húsið hefur staðið bæði óveðursstorma og jarðskjálfta. Í húsinu búa Múmínpabbi, Múmínmamma og Múmínsnáðinn. Það er mikill gestagangur á heimili Múmínfjölskyldunnar og eru allir velkomnir. Húsið er á þremur hæðum og stofan notalega er á jarðhæðinni. Þar koma gestir og heimilisfólk saman til að njóta góðgætisins sem Múmínmamma ber fram.

Verð: Kanna (húsið 1l) 7.500 kr. og Kanna 0,35l er 3.950 kr.

NÝTT MÚMÍN

Galdrakarlinn fær loks sína eigin borðbúnaðarlínu …og Þöngull og Þrasi fá nýja línu!

Eftir tveggja ára hönnunarferli hefur Arabia gefið út tvær nýjar Múmín línur, Hobgoblin og Thingumy & Bob.
Hönnuðurinn, Tove Slotte byggir teikningar sínar á upprunalegum Teikningum Tove Jansson. Myndirnar sýna íbúa Múmíndals í hinum ýmsu verkefnum en bakgrunnsliturinn endurspeglar persónuleika þeirra.

Fyrsti söludagur á Íslandi er föstudagurinn 9. mars.

Galdrakarlinn, Þöngull og Þrasi

Galdrakarlinn (Hobgoblin) kemur einungis fram í bókinni Pípuhattur galdrakarlsins eftir Tove Jansson frá árinu 1948. Hann hefur nú loks fengið sinn eigin borðbúnað. Þöngull og Þrasi (Thingumy & Bob) fengu einnig nýja borðbúnaðarlínu þar sem myndefnið tengist sömu sögu.

Galdrakarlinn dularfulli býr á fjallstoppi nálægt Múmíndal. Snabbi, Múmínsnáðinn og Snúður finna pípuhatt Galdrakarlsins á fjallstoppinum. Hatturinn er ekki eins og hver annar hattur, en þegar eggjaskurni er hent ofan í hattinn þá breytist hann í ský og Múmínfígúrurnar fara á flug í skýjunum. Ævintýrið hefst á því að Galdrakarlinn kemur í Múmíndal á svarta pardusinum sínum til að leita að hinum heimsins stærsta og fallegasta rúbínstein, Konungsrúbínsteininum. Þöngull og Þrasi flýja með stóra rúbínsteininn í ferðatöskunni sinni. Rúbínsteininn er tákn um samband Þönguls og Þrasa og er það sagt endurspegla samband Tove Jansson við leikstjórann Vivicu Bandler.