Það er ánægjulegt að sjá íslenska hönnun njóta sín á fallegu heimili sem prýðir forsíðu Nordic Living, tímariti sem gefið er út tvisvar sinnum á ári af Bo Bedre.
Regina blómavasar er hönnunin sem um ræðir, eftir Ingólf Örn Guðmundsson iðnhönnuð og fást þeir í Epal.
Regina er einfaldur þrýhyrndur vasi sem má raða saman á ólíka vegu eftir hæð eða lit. Vasinn getur staðið einn og sér eða sem vasi fyrir greinar eða blóm. Regina kemur í þremur mismunandi hæðum: 36 cm, 29 cm og 24 cm og í svörtu eða gráu.
Sjáðu úrvalið í vefverslun Epal: https://www.epal.is/vorur/islensk-honnun/regina/


