Normann Copenhagen kynnir Mat, stólinn sem ögrar hefðbundnum efnivið

Eftir marga ára umfangsmiklar rannsóknir, prótótýpur og prófanir kynnir danska hönnunarfyrirtækið Normann Copenhagen til sögunnar Mat stólalínuna. Mat stóllinn nýtir á hugvitsamlegan hátt endurnýjanleg og endingargóð efni sem gerð eru úr hampi og þangi (eelgrass) sem er mun betri valkostur en hefðbundin efni sem notuð eru fyrir stóla úr skel.

Í fjöldamörg ár hefur húsgagnaiðnaðurinn séð fjölmargar endurtektir af sömu tegund af stólum, plastskeljastólum. Seint á tíunda áratugnum hóf hinn þekkti danski hönnuður, Peter Hiort-Lorenzen, það sem átti eftir að verða áratuga langt verkefni, að búa til sjálfbærari valkost fyrir plastskeljastólinn.

Frumkvöðlastarf þessarar framleiðslutækni krafðist víðtækra rannsókna, prófana og þróunar, vegna skorts á forþekkingu og fordæma.

Niðurstaðan var Mat, einföld hönnun en með einstakri efnisnálgun. Með því að notast við einfalda og klassíska hönnun með áherslu á þægindi og vinnuvistfræði, inniheldur stólalínan fjölda útfærslna af borðstofu og barstólum.

Skelin á Mat stólnum er framleidd á nýstárlegan hátt úr hamptrefjum. Stólalínan er einnig fáanleg í útgáfu með viðbættu (eelgrass) þangi, sem býður í raun upp á dekkri útgáfu af stólnum sem viðbót við ljósari útgáfuna sem inniheldur aðeins hamp.

Efniviðurinn er kjarni hönnunarinnar og nafnið Mat ’material’ er tilvísun í efnisnýjungina. Efniviðurinn gerir vöruna ekki aðeins sjálfbærari, heldur gegnir hann lykilhlutverki í fagurfræði hönnunarinnar og undirstrikar náttúrulega fegurð og áþreifanlegt efnið.

Form stólar frá Normann Copenhagen með 20% afslætti

Við bjóðum nú 20% afslátt af vinsælu Form stólunum frá Normann Copenhagen – allar gerðir! Nýttu þér afsláttinn sem gildir til 1. apríl 2021. Form stólarnir eru hönnun eftir Simon Legald sem hlaut virtu iF hönnunarverðlaunin árið 2016 fyrir þessa frábæru hönnun. Form stólarnir eru í senn einstaklega þægilegir, formfagrir og henta vel í hvaða rými sem er; hvort sem það er fyrir heimilið eða opinber rými.
Kynntu þér úrvalið í Epal Skeifunni.

HönnunarMars : Heimsfrumsýning á lunda frá Normann Copenhagen

Skemmtilegt viðtal birtist við Eyjólf Pálsson stofnanda Epal á Vísir.is í tengslum við HönnunarMars. Viðtalið tók Þórarinn Þórarinsson og er endurbirt hér að neðan. 

“Eyjólfur Pálsson, Epal sjálfur, leikur venju samkvæmt á als oddi á HönnunarMars. Heimsþekktir íslenskir hönnuðir verða áberandi í Epal og þar heimsfrumsýnir Eyjólfur nýjan fugl, sem Normann Cop­enhagen sérpantaði frá vini hans, Sigurjóni Pálssyni.

Eyjólfur Pálsson, húsgagnahönnuður og stofnandi Epal, er einn þeirra sem ruddu hönnunarvöru braut inn á íslenskan markað þegar hann stofnaði verslunina fyrir 44 árum. Hann er því vitaskuld í essinu sínu í HönnunarMars en þetta er í ellefta sinn sem hann og hans fólk tekur þátt í þeirri hönnunargleði.

Óhætt er að segja að óvenju mikið verði um dýrðir í Epal að þessu sinni en á morgun verður opnað nýtt sýningarrými í versluninni í Skeifunni þar sem verk íslenskra hönnuða sem slegið hafa í gegn á heimsvísu verða í forgrunni.

„Við höfum alla tíð stutt íslenska hönnuði og lagt okkur fram um að hjálpa þeim við að koma verkum sínum á framfæri og í framleiðslu,“ segir Eyjólfur og bætir við að í ár hafi verið ákveðið að vekja sérstaka athygli á alþjóðlega viðurkenndri íslenskri hönnun. Ekki síst til þess að draga fram hversu víða hróður íslenskra hönnuða hefur borist.

Mynd af Eyjólfi:  FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

Mynd af lunda: Gunnar Sverrisson

Ráðist í brúarbyggingu

Á annan tug íslenskra hönnuða hafa breitt úr sér á 120 fermetrum í Epal þar sem hönnun þeirra verður til sýnis frá og með deginum í dag. „Þetta er eiginlega bara brú á milli tveggja bita hérna yfir versluninni,“ segir Eyjólfur.

„Við vorum svo heppin að við vorum nýbúin að fá þetta samþykkt þegar samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar var sett af stað þannig að þá drifum við bara í því að byggja brú hérna innanhúss.“

Eyjólfur er ekki síst spenntur fyrir því að heimsfrumsýna nýjan lunda eftir vin sinn Sigurjón Pálsson, sem hefur gert stormandi lukku víða um lönd með sínum rómuðu fuglum. „Það er mikill heiður að fá að frumsýna lundann, sem margir hafa beðið lengi eftir,“ segir Eyjólfur.

Eyjólfur segir engin bein tengsl milli lundans sem verður afhjúpaður í dag og lundabúðafársins í Reykjavík. Þvert á móti er um sérpöntun frá Normann Copenhagen að ræða.

„Þeir báðu hann um að gera lunda fyrir sig og það er ekki oft sem erlendur framleiðandi biður hönnuði svona sérstaklega um að gera eitthvað,“ segir Eyjólfur og setur vinsældir fugla Sigurjóns í tölulegt samhengi.

„Það er væntanlega búið að selja 250.000 vaðfugla og ég hugsa að verðmæti þeirra í útsölu sé svona einn og hálfur milljarður.“

Eyjólfur neitar því ekki að hann sé spenntur fyrir því að fá loks að afhjúpa lundann sem var fullskapaður fyrir nokkru en ákveðið var að bíða eftir rétta tækifærinu til þess að sleppa honum lausum.

„Það er nú svolítið síðan ég fékk að sjá hann,“ segir Eyjólfur. „En ég nýt þeirra forréttinda að ég fæ almennt mjög oft að sjá hluti sem ég má bara ekki segja frá. Það er stundum rosalega erfitt þegar hausinn er fullur af einhverju sem maður má ekki tala um.“

Eyjólfur segir það í raun merkilegt hversu margir íslenskir hönnuðir hafa náð langt á vettvangi alþjóða og starfi eða hafi starfað hjá mörgum þekktustu og virtustu hönnunarfyrirtækjum heims.

„Ég get nefnt sem dæmi að Hlynur V. Atlason, sem starfar í New York og hannaði nýverið glæsilega vörulínu fyrir ercol. Feðginin Kolbrún Leósdóttir og Leó Jóhannsson búa í Stokkhólmi og hanna fyrir Skipper Furniture í Danmörku og Guðmundur Lúðvík hannar fyrir Fredericia Furniture í Kaupmannahöfn.“

Að ógleymdri Siggu Heimis sem „nær óþarfi er að kynna en hún hannar núna fallega hjartaspegla og allur ágóði af sölu þeirra fer til Sjónarhóls.“

Verið velkomin á HönnunarMars í Epal dagana 28. – 31. mars.

 

Tivoli frá Normann Copenhagen

Tivoli er ný og glæsileg vörulína úr smiðju Normann Copenhagen, einu ástsælasta hönnunarmerki dana sem innblásin er af Tivoli garðinum í Kaupmannahöfn. Tivoli línan inniheldur yfir 300 vörur, ljós, textílvörur, borðbúnað og skrautmuni fyrir heimilið sem fanga töfrandi heim og menningararf Tivoli. 

Normann Copenhagen og Tivoli sameinast í nýju og spennandi samstarfsverkefni og kynna um þessar mundir um heim allan Tivoli vörulínu.

Væntingarnar eru miklar og gert er ráð fyrir gríðarlegri sölu á fyrsti árunum ef horft er til útflutningsmarkaðs þar sem dönsk hönnun hefur verið gífurlega eftirsótt.

Sem eitt fremsta hönnunarmerki dana hefur Normann Copenhagen markaðsett danska hönnun á alþjóðlegum vettvangi undanfarin 18 ár og hefur yfir 80% af tekjum sínum af útflutningi til yfir 87 landa. Þessi sterka staða Normann Copenhagen er nýtt til að markaðssetja þennan danska menningararf, Tivoli á alþjóðlegum vettvangi. Tivoli fagnar einnig 175 ára afmæli sínu árið 2018.

Normann Copenhagen er sístækkandi vörumerki og er sífellt í leit að nýjum tækifærum. Í samstarfi við Tivoli var þróað nýtt vörumerki frá grunni, nýjar vörur, nýtt útlit, framleiðsla, markaðssetning og alþjóðleg dreifing.

Saga Tivoli, stemmingin, litirnir, mynstrin, einstakur garðurinn, hönnunin og menningin voru innblástur vörulínunnar. Tivoli lína inniheldur fjölmargar vörur svosem, lýsingu, textílvörur, borðbúnað, skrautmunir fyrir heimilið, ilmvörur og gjafavöru.

Vörurnar verða seldar í gegnum Normann Copenhagen og þeirra söluaðila í yfir 3500 hönnunar verslunum, safnbúðum, húsgagnaverslunum og vefverslunum.

“Metnaðarfullt samstarf eins og þetta við alþjóðlegt hönnunarmerki gerir Tivoli kleift að vera til fyrir utan hefðbundin opnunartíma garðsins á öllum árstíðum. Tivoli verður til um allan heim, allt árið um kring mætti segja. Þetta er einstakt tækifæri fyrir okkur, og ég er með miklar væntingar.” segir Lars Liebst, framkvæmdarstjóri Tivoli.

Upphaflega nálgaðist Tivoli, Normann Copenhagen til að fá þá til að hanna nokkrar vörur fyrir safnverslun Tivoli. Normann Copenhagen sá fljótt tækifæri til að stækka samstarfið úr nokkrum vörum yfir í heila vörulínu.

Tivoli vörurnar fást í Epal Skeifunni – sjón er sögu ríkari.

 

FORSALA: Silfraður Vaðfugl í takmörkuðu upplagi!

Normann Copenhagen kynnir sérstaka útgáfu af silfurlituðum Vaðfugli sem framleiddur er í takmörkuðu upplagi. Húsgagnahönnuðurinn Sigurjón Pálsson hannaði Vaðfugla (Shorebirds) sem framleiddir eru af Normann Copenhagen og eru á meðal þeirra best seldu vara, fuglarnir hafa vakið mikla athygli frá því þeir komu í sölu og njóta þeir mikilla vinsælda um allan heim.

Fyrirmyndirnar sótti Sigurjón í íslensku vaðfuglana, spóa, stelk og sendling og eru þeir úr renndri eik.

Tryggðu þér eintak af silfruðum Vaðfugli í forsölu – smelltu HÉR- og fáðu áritað eintak af Sigurjóni Pálssyni – sannkallaður safngripur.

ERTU KLÁR Í SKÓLANN?

Ertu klár í skólann? Skólarnir hefjast innan skamms og hjá okkur í Epal leynast ýmsar vörur ofan í skólatöskuna eða á vinnuborðið jafnt fyrir yngri kynslóðina sem eldri. Við bjóðum núna upp á betra úrval en nokkru sinni fyrr af vörum sem henta fyrir fyrir skólann, þar má meðal annars nefna fallegar stílabækur frá ýmsum merkjum, skemmtileg og litrík nestisbox, drykkjarílát, skissubækur og margt fleira.

Við bættum einnig nýlega við glæsilegu vörulínunni My Daily Fiction frá Normann Copenhagen og mælum með að allir sem stefna á nám í haust líti við hjá okkur og skoði úrvalið, yfir 200 smávörur fyrir fagurkera sem kunna vel að meta fallegar stílabækur, ritföng og fleira.

Bungalow5_Normann_Copenhagen_Daily_Fiction_11 DailyFiction_1_ dailyfiction5

Vörurnar frá My Daily Fiction eru ómótstæðilegar.

lego-lunch

Frá Room Copenhagen koma stórskemmtilegu LEGO vörurnar sem eru einnig á frábæru verði. Drykkjarmál og Lego nestisbox, einnig eru til Lego skipulagsbox í mörgum stærðum og gerðum sem hægt er að nota fyrir skipulagið á skrifborðinu.
13692489_1214198098592779_3455133639268024636_n

Íslenska merkið Tulipop er með fallegt úrval af nestisboxum, stílabókum, bakpokum, drykkjarmálum og fleira.
Design-Letters-Friends-17

VOSGESPARIS DESIGN LETTERS 1

Design Letters er vörulína sem skreytt er leturgerð eftir Arne Jacobsen, stílabækur, blíantar og stafaglösin hafa t.d. notið mikilla vinsælda.
thumb-1-16571_2012-1-12_21-15-17

Danska merkið HAY þekkið þið flest og bjóða þau upp á úrval af fallegum vörum sem henta vel í skólann, skipulagsmöppur, stílabækur, fjaðrapennar og annað smekklegt.

Group-Shot

Tímaglösin frá HAY njóta sín vel á skrifborðinu.

kaleido-tray-hay-2Skipulagsbakkarnir Kaleido frá HAY eru fallegir á skrifborðið til að halda röð og reglu.

thumb-2-Spine-Notebook-02_2014-2-17_9-32-11
24-Bottles-Trinkflaschen

 

Þetta og svo mikið meira í verslunum okkar, kíktu í heimsókn og græjaðu þig fyrir skólann.´

MY DAILY FICTION FRÁ NORMANN COPENHAGEN

My Daily fiction er falleg og spennandi vörulína frá Normann Copenhagen sem inniheldur fallegar stílabækur, yddara, skæri, allskyns skriffæri og margt fleira sem gleður augað. Normann Copenhagen í samstarfi við hina rómuðu hönnunarstofu Femmes Régionales hafa hannað línu af litlum „dagsdaglegum“ hlutum sem hægt er að raða saman á endalausa vegu. Í línunni má finna fleiri en 200 spennandi smáhluti sem henta sérstaklega fyrir á skrifborð eða í skólatöskuna.

Fallegar litasamsetningar og mynstur einkenna My Daily Fiction línuna sem er nánast eins og sælgæti fyrir augun. Verið velkomin til okkar í Epal Skeifunni og sjáið úvalið.

7884F3B217E04C4A83CA9294E91ADE5A.ashx

normann-copenhagen-stationary-brand-launch-scandinavian-product-design-news_dezeen_1568_1 normann-copenhagen-stationary-brand-launch-scandinavian-product-design-news_dezeen_1568_2 normann-copenhagen-stationary-brand-launch-scandinavian-product-design-news_dezeen_1568_3 normann-copenhagen-stationary-brand-launch-scandinavian-product-design-news_dezeen_1568_4 normann-copenhagen-stationary-brand-launch-scandinavian-product-design-news_dezeen_1568_5 normann-copenhagen-stationary-brand-launch-scandinavian-product-design-news_dezeen_1568_6 normann-copenhagen-stationary-brand-launch-scandinavian-product-design-news_dezeen_1568_7 normann-copenhagen-stationary-brand-launch-scandinavian-product-design-news_dezeen_1568_8 normann-copenhagen-stationary-brand-launch-scandinavian-product-design-news_dezeen_1568_10 normann-copenhagen-stationary-brand-launch-scandinavian-product-design-news_dezeen_1568_11 normann-copenhagen-stationary-brand-launch-scandinavian-product-design-news_dezeen_1568_12 normann-copenhagen-stationary-brand-launch-scandinavian-product-design-news_dezeen_1568_13 normann-copenhagen-stationary-brand-launch-scandinavian-product-design-news_dezeen_1568_15 normann-copenhagen-stationary-brand-launch-scandinavian-product-design-news_dezeen_1568_16 normann-copenhagen-stationary-brand-launch-scandinavian-product-design-news_dezeen_1568_17 normann-copenhagen-stationary-brand-launch-scandinavian-product-design-news_dezeen_1568_18 normann-copenhagen-stationary-brand-launch-scandinavian-product-design-news_dezeen_1568_19 normann-copenhagen-stationary-brand-launch-scandinavian-product-design-news_dezeen_1568_20 normann-copenhagen-stationary-brand-launch-scandinavian-product-design-news_dezeen_1568_21 normann-copenhagen-stationary-brand-launch-scandinavian-product-design-news_dezeen_1568_22

Normann_Copenhagen_Daily_Fiction_07.ashx Normann_Copenhagen_Daily_Fiction_06.ashx combo1.ashx 4461F0D6B2F14A41ADB858136BB35566.ashx

VÆNTANLEGT: DAILY FICTION

Frábærar fréttir fyrir hönnunarunnendur! Daily fiction er splunkuný og spennandi vörulína frá vinum okkar hjá Normann Copenhagen sem við bíðum spennt eftir að fá til okkar í Epal. Normann Copenhagen í samstarfi við hina rómuðu hönnunarstofu Femmes Régionales hafa hannað línu af litlum “dagsdaglegum” hlutum sem hægt er að raða saman á endalausa vegu. Í línunni má finna fleiri en 200 spennandi smáhluti svosem stílabækur, gjafapappír, límmiða, yddara, skæri ásamt allskyns skriffærum og fleiru.

Daily fiction er eins og nammibúð fyrir fullorðna, fallegar litasamsetningar og mynstur einkenna línuna sem er sælgæti fyrir augun.

Meðfylgjandi eru myndir úr flaggskipsverslun Normann Copenhagen í Kaupmannahöfn.

7884F3B217E04C4A83CA9294E91ADE5A.ashx4461F0D6B2F14A41ADB858136BB35566.ashx combo1.ashx Normann_Copenhagen_Daily_Fiction_06.ashx Normann_Copenhagen_Daily_Fiction_07.ashx