Nicholai Wiig Hansen hannaði Nic Nac skipulagsboxin fyrir Normann Copenhagen sem við vorum að fá. Boxin er hægt að nota á ótalmarga vegu og koma í sjö fallegum litum og fimm ólíkum stærðum sem passa hver inn í aðra. Notaðu Nic Nac undir lyklana, á skrifborðið, undir snyrtivörur, til að bera fram veitingar, undir ávexti eða sem bakka undir olíur í eldhúsið, þitt er valið.
Bóndadagurinn kemur upp á föstudeginum 22.janúar. Þá er tilvalið að gera vel við ástina sína og við eigum mikið úrval af sniðugum gjöfum á góðu verði. Vertu velkomin/n í verslanir okkar og við aðstoðum þig við valið.
- LOVE lakkrís frá Johan Bulow. Verð: 1.400 lítill og 2.050 kr. stór.
- Take away kaffimál frá Stelton (nokkrir litir). Verð: 4.500 kr. lítið og 5.900 kr. stórt.
- Elevate gæðahnífar frá Joseph Joseph. Hægt að kaupa staka. Verð á setti: 14.750 kr.
- Hinn fullkomni pizzahnífur mep upptakara í skafti, frá Normann Copenhagen. Verð: 2.550 kr.
Húsgagnahönnuðurinn Sigurjón Pálsson hannaði Vaðfugla (Shorebird) sem framleiddir eru af Normann Copenhagen, fuglarnir hafa vakið mikla athygli frá því þeir komu í sölu fyrir stuttu síðan og njóta mikilla vinsælda. Í tilefni af 40 ára afmæli Epal var gefin út sérstök afmælisútgáfa af Vaðfuglinum sem kemur í takmörkuðu upplagi, rauður og fallegur.
Sigurjón Pálsson er þriðji íslenski hönnuðurinn til að fá hönnun sína framleidda af hönnunarfyrirtækinu Normann Copenhagen en vörur þeirra eru seldar um heim allan og hafa unnið til fjölmargra virtra hönnunarverðlauna.
Fyrirmyndirnar sótti Sigurjón í íslensku vaðfuglana, spóa, stelk og sendling.
Nældu þér í fallega íslenska hönnun sem kemur í takmörkuðu upplagi.
Design House Stockholm var stofnað árið 1992 af Anders Färdig með það í huga að kynna skandinavíska hönnun um allan heim. Núna rúmlega 20 árum síðar er Design House Stockholm orðið rótgróið hönnunarfyrirtæki í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu. Fyrirtækið titlar sig sem útgáfufyrirtæki fyrir hönnun og er sífellt í leit af nýjum og spennandi vörum. Vinsælasta vara þeirra frá upphafi er Pleece línan sem inniheldur einstaklega mjúka trefla, yfirhafnir og húfur úr sérstöku flísefni sem er eins og kasmírefni í viðkomu.
Pleece línan var hönnuð af textílhönnuðinum Marianne Abelsson árið 1997. Hún kom til Design House Stockholm upphaflega með hugmynd af plíseruðum lampa fyrir þá til að framleiða. Þau heimsóttu saman verksmiðju sem sérhæfði sig í að plísera en þar voru í gangi tilraunir sem starfsfólkið var að gera með flísefni sem var eins og kasmírefni í viðkomu og hætti Marianne þá við framleiðslu á lampanum góða og hannaði línu úr Pleece efni. Í dag lifir Marianne algjörlega á þessari hönnun sem þeim hjá DHS þykir mjög ánægjulegt.
Verslaðu Pleece línuna í vefverslun okkar.
Brilliant er lína af litlum fallegum glerboxum frá Normann Copenhagen sem hönnuð eru með það í huga að geyma smáhluti sem við höldum upp á. Boxin eru þó sniðug undir margt annað, í þeim er hægt að geyma bómull, lykla, klink, sykurmola eða jafnvel sælgæti. Brilliant boxin koma í tveimur stærðum og í nokkrum litum.
Brilliant boxin eru komin í Epal.
Um helgina (föstudag og laugardag) mun húsgagnahönnuðurinn Sigurjón Pálsson árita Vaðfugla sem framleiddir eru af Normann Copenhagen en þá undir nafninu Shorebirds.
Fuglarnir hafa vakið mikla athygli frá því þeir komu í sölu fyrir stuttu síðan og er þetta því einstakt tækifæri til að eignast fallega hönnun með mikið söfnunargildi. Sigurjón Pálsson er þriðji íslenski hönnuðurinn til að fá hönnun sína framleidda af hönnunarfyrirtækinu Normann Copenhagen en vörur þeirra eru seldar um heim allan og hafa unnið til fjölmargra virtra hönnunarverðlauna.
Fyrirmyndirnar sótti Sigurjón í íslensku vaðfuglana, spóa, stelk og sendling. Hér að neðan má sjá skemmtilegar myndir af fuglunum, en þeir koma í þremur stærðum og fjórum mismunandi litum.
Sigurjón verður staddur í Epal Skeifunni á föstudaginn kl.14:00-18:00 og á laugardaginn frá kl.12:00 -15:00.
Áritaður vaðfugl er frábær hugmynd að jólagjöf fyrir þann sem kann vel að meta fallega hönnun!
Húsgagnahönnuðurinn Sigurjón Pálsson hannaði þessa fallegu vaðfugla sem danska hönnunarfyrirtækið Normann Copenhagen keypti til framleiðslu fyrr á þessu ári og bera nú heitið Shorebirds. Fuglarnir eru komnir til sölu hjá okkur í Epal og hafa þeir vakið mikla athygli. Sigurjón er þriðji íslenski hönnuðurinn til að heilla Normann Copenhagen en fyrirtækið framleiðir einnig vörur eftir þær Bryndísi Bolladóttur og Helgu I. Sigurbjarnardóttur.
Fyrirmyndirnar sótti Sigurjón í íslensku vaðfuglana, spóa, stelk og sendling.
Shorebirds koma í þremur stærðum og í fjórum mismunandi litum.
Við vorum að fá nýja og bráðsniðuga hönnun frá Normann Copenhagen sem ber heitið Pocket!
Pocket sem hannaðir eru af Simon Legald eru skemmtilegir veggvasar sem nýta má á óteljandi hátt til að skipuleggja heimilið. Pocket kemur í fjórum stærðum og nokkrum litum og henta því m.a. undir tímarit, penna, plöntur eða annað skraut. Það er undir þér komið hvaða hlutverki Pocket fær að gegna á þínu heimili.
Skemmtileg hönnun sem hægt er að raða upp að vild og hentar jafn vel í eldhúsið, skrifstofuna eða á baðherbergið.
Kíktu á úrvalið hjá okkur í Epal.
Grasvasarnir frá Normann Copenhagen eru bráðsniðug hönnun með smá húmor. Vasarnir sem koma í þremur stærðum eru hugsaðir undir litlu smáblómin sem við oftast horfum fram hjá í daglegu lífi, þessi sem vaxa meðfram húsveggnum eða á túninu. Grasvasarnir eru fullkomnir undir þessi litlu blóm og færa náttúruna svo sannarlega inn á heimilið.
Vasarnir eru fallegir stakir eða nokkrir saman í hóp.
Hönnunartvíeykið Claydies hannaði vasana árið 2008 og hafa þær hlotið verðlaun fyrir þá.
Grasvasarnir fást í Epal.