NORMANN COPENHAGEN Í MÍLANÓ

Danska hönnunarfyrirtækið Normann Copenhagen tók þátt í nýliðinni hönnunarsýningu Salone del Mobile í Mílanó og vakti sýning þeirra mikla eftirtekt. Fulltrúar Epal voru á svæðinu og kynntu þeir sér allar nýjungar þekktustu hönnunarfyrirtækjanna. Vörurnar sem kynntar voru á sýningu Normann Copenhagen voru einstaklega smart en þar mátti meðal annars sjá fallega stóla, vegghillur, loftljós, lampa, sófa ásamt fleiri vörum sem frumsýndar voru í Mílanó.

Við erum spennt fyrir þessum væntanlegu nýjungum frá Normann Copenhagen sem munu að sjálfsögðu fást í Epal.

6028_Era_Lounge_Chair_Home_1.ashx 6028_Era_Lounge_Chair_Room_1.ashx 602817_Form_Chair_Grey_Oak_1_In_Room.ashx 13715887303_066d1eeb53_o 13716246114_6642d6b478_o 13716248914_f83a439f2a_o 13716249664_4f51797390_o 13716250604_0aaf76ef5e_o Afbeelding 1

www.normann-copenhagen.com

GJAFALEIKUR : PLUS & CUBE RÚMFÖT FRÁ NORMANN COPENHAGEN

Plus & Cube rúmfötin frá Normann Copenhagen eru sería af mínimalískum rúmfötum hönnuðum af Anne Lehmann árið 2013. Í stað þess að hanna rúmföt með stóru mynstri á eða blómum hannaði Anne mynstur sem hefur vissa ró yfir sér, litlir krossar eða kassar. Rúmfötin eru gerð úr satín sem er ótrúlega mjúkt og það er því einstaklega þægilegt að sofa með þau.

Hér að neðan má sjá brot af vöruúrvali Normann Copenhagen:

 Einstaklega skemmtilegar og flottar vörur fyrir heimilið. Epal er söluaðili Normann Copenhagen á Íslandi.
Smelltu “like” við facebook síðu Epal og skildu eftir komment við myndina af Plus & Cube rúmfötunum. Heppnin gæti verið með þér!
Á sunnudaginnn drögum við út einn heppinn lesanda sem hlýtur gullfalleg rúmföt í jólagjöf frá Normann Copenhagen.

NÝTT FRÁ NORMANN COPENHAGEN

Hér má sjá glænýtt og væntanlegt ljós frá Normann Copenhagen, Norm 12. Ljósið Norm 69 kom á markað árið 2002 og endaði það sem hönnunartákn um allann heim. Ljósið markaði einnig upphaf samstarfs Normann Copenhagen við danska hönnuðinn Simon Karkov. Og núna, áratug síðar hefur Simon Karkov hannað þetta nýja ljós sem er eflaust eftir að ná sömu hæðum í vinsældum og Norm 69 ljósið.

Innblástur sótti hönnuðurinn í náttúruna og má sjá tengingu í blóm og laufblöð þegar horft er á Norm 12 ljósið.

 Ljósið mun vera til í tveimur stærðum, og passa þau inná flest heimili og við marga ólíka stíla. Stærra ljósið væri fullkomið á ganginn eða í svefnherbergið, og það minna við eldhúsborðið.

NÝTT FRÁ NORMANN COPENHAGEN

Bunny stóllinn var hannaður af Iskos-Berlin Design sem er samstarf á milli Boris Berlin og Aleksej Iskos, en þeir voru tilnefndir til Bolig Magasinet hönnunarverðlaunanna 2012 sem bestu dönsku hönnuðirnir. Bunny hægindarstóllinn er einstakur í útliti, hann er töff en með smá húmor og hann er líka einstaklega þægilegur.

Block er borð á hjólum sem fyrst var kynnt fyrr á þessi ári, borðið sem er á hjólum var hannað af Simon Legald sem hefur hannað ýmsar vinsælar vörur fyrir Normann Copenhagen. Block er hægt að nota á marga vegu, til dæmis kaffiborð, hliðarborð eða náttborð?

Geo Thermos er flott geómetrískt kanna sem hönnuð var af Nicholai Wiig Hansen, sem einnig var tilnefndur sem besti danski hönnuðurinn 2012 af Bolig Magasinet. Kannan kemur í nokkrum litum, og heldur hún bæði hita og kulda mjög vel og á smart hátt.

 Jensen skálarnar sem hannaðar eru af Ole Jensen eru fallegar skálar úr Melamine og koma þær 3 saman í pakka. Skálarnar eru flottar og sameina þær bæði undirbúning og framsetningu á mat.