Ocean línan frá Mater er endurhönnun á borðum og stólum (upphaflega hannað árið 1955) úr úrgangsplastefni sjávar, og sameinar nýstárlegar lausnir til að koma í veg fyrir mengun sjávar – með einum af þekktasta hönnuði 20. aldar, Nönnu Ditzel.
Haf eftir Nönnu Ditzel táknar sjálfbæra og nýstárlega hugsun og hlaut hönnunarverðlaun Wallpaper fyrr á árinu. Einn stóll notar 960 g af úrgangsplastefni sjávar.
Húsgögnin eru gerð úr endurunnum fisknetum og endurunnu harðplasti úr sjónum og er línan gerð og prófuð til notkunar utandyra. Haf línan er hönnuð með það í huga að hægt sé að taka húsgögnin í sundur þegar að þeim degi kemur, og því hægt að endurvinna hvern hlut aftur í sitt hreinasta form og setja aftur í framleiðslu fyrir nýtt upphaf.
“Plánetan okkar er í krísu, og það hefur aldrei verið jafn augljóst að við verðum að grípa til aðgerða til að bæta umhverfið. Við hjá Mater viljum leggja okkar að mörkum að hafa áhrif og eru skuldbindingar okkar í framleiðsluferlinu nú í takt við alþjóðleg markmið Sameinuðu þjóðanna. Eitt af lykilmarkmiðum þeirra er að vernda “Líf undir vatni”, og til að skilja hvernig við gætum stuðlað að því markmiði gengum við til liðs við eina fyrirtækið í heiminum sem endurvinnur fiskinet, sem á ótrúlega hentugan hátt er svo staðsett við vesturströnd Danmerkur. Nýstárlegt viðskiptamódel sem hvetur sjómenn um allan heim að senda notuð fiskinet til verksmiðjunnar, borga þeim sanngjarnt gjald fyrir þetta notaða hráefni, í stað þess að henda notuðum fiskinetum í hafið.”
’Ímyndum okkar að Haf línan slái í gegn – og einn daginn klárast öll úrgangsfiskinetin til að nota! Það væri eitthvað’. – Henrik Marstrand, stofnandi Mater.
Ocean línan frá Mater er fáanleg í Epal.