JÓLABORÐIÐ : ÓLÖF JAKOBÍNA

Jólaandinn mun svífa yfir í desember 
og fáum við til okkar fjóra hönnuði og stílista sem munu dekka jólaborð í hverri viku fram að jólum í Epal Skeifunni. Ólöf Jakobína Ernudóttir dekkaði upp jólaborðið í Epal vikuna 16. desember – 24. desember og er hún fremsti stílisti landsins.

Ólöf Jakobína lærði innanhússarkitektúr á Ítalíu og hefur unnið við margvísleg verkefni í hönnunarbransanum. Árið 2011 stofnaði hún ásamt Guðbjörgu Káradóttur hönnunartvíeykið Postulínu en þær hanna og framleiða muni úr postulíni sem njóta í dag mikilla vinsælda. Ólöf Jakobína vinnur einnig í dag sem stílisti hjá tímaritinu Gestgjafanum og er því nokkuð æfð í að leggja á borð.

Matur á Mbl.is tók stutt viðtal við Ólöfu Jakobínu og fáum við að birta textann hér. Myndir: Epal.

Við þökkum Ólöfu Jakobínu kærlega fyrir að dekka þetta glæsilega borð sem skoða má betur í verslun okkar í Skeifunni 6.

15631181_10155564687593332_277561555_o

Hvaðan fékkstu hug­mynd­ir í ár?
Hug­mynd­irn­ar koma alltaf úr öll­um átt­um. Nú langaði mig að út­búa kósí og huggu­lega stemmn­ingu en um leið hátíðlega. Ég valdi dökk­grá­an dúk sem er að vísu rúm­teppi en mér fannst bæði lit­ur­inn og vefnaður­inn svo fal­leg­ur að ég ég skellti tepp­inu á borðið. Mér finnst gam­an að nota fín­lega hluti með gróf­um – spila með and­stæður. Stilla upp stór­um og veg­leg­um glervasa frá Georg Jen­sen og þar við hliðina gróf­um leirpotti, nota fín­leg­ar Euca­lypt­us-grein­ar með gróf­um lauk­um, amaryll­is og hý­asint­um. Litlu gulldisk­arn­ir koma svo með hátíðleik­ann og jóla­trén má ekki vanta.

Hvaða hlut­ir eru á borðinu? 
Mat­ar­disk­arn­ir eru frá Al­essi
Litlu gylltu disk­arn­ir eru frá Tom Dixon
Hnífa­pör­in eru hönn­un Louise Camp­bell, frá Georg Jen­sen
Glös­in eru frá Muuto
Brettið á miðju borði er frá Ferm Li­ving
Stóri kerta­stjak­inn er Ku­bus frá By Lassen og á borðinu eru líka vör­ur frá Postu­línu, hvítu postu­lín­sjó­la­trén, svart­ir blóma­pott­ar og blóma­vas­ar.
Ef þú ætlaðir að kaupa þér einn hlut á hátíðar­borðið hvað væri það?
Ég myndi kaupa mér Al­fredo-blóma­vas­ann frá Georg Jen­sen – ég elska græna glervasa og þessi er al­gjör lúx­usút­gáfa, virki­lega hátíðleg­ur.
 
Er mat­ur skraut?
Já, það má kannski segja það. Fal­leg­ur mat­ur vel sett­ur upp á disk get­ur verið al­gjört lista­verk og því vissu­lega skraut. Það er því oft gott að nota ein­falda diska fyr­ir fal­lega rétti, eitt­hvað sem stel­ur ekki at­hygl­inni frá matn­um.
Hvaða skreyt­ing­ar­ráðum lum­ar þú á?
Þegar lagt er á jóla­borðið er til­valið að nota eitt­hvað per­sónu­legt, jóla­fönd­ur frá börn­un­um eða fal­leg­ar jóla­kúl­ur sem fylgt hafa fjöl­skyld­unni. Oft er best að hafa grunn­inn ein­fald­an, ein­lit­an dúk ef nota á dúk og reyna þannig að tóna borðið niður. Greni og köngl­ar er klass­ískt skraut á jóla­borðið og alltaf fal­legt – munið að ein­fald­leik­inn er oft­ast best­ur.
 
Hvað not­ar þú yf­ir­leitt marga liti?
Sem fæsta, er ekki mjög litaglöð. Grunn­ur­inn er oft­ast hvít­ur, svart­ur, grár eða beige en mér finnst fal­legt að blanda ein­um eða tveim­ur lit­um við, svona við hátíðleg tæki­færi. Ann­ars finnst mér fal­leg­ast að nota lit­ina úr nátt­úr­unni, brúna liti frá mis­mun­andi viðar­teg­und­um, græna liti frá plönt­um og skær­ari liti frá af­skorn­um blóm­um og ávöxt­um.

15631118_10155564685313332_18934837_o 15658119_10155564686883332_84401415_o 15658240_10155564684603332_1261199500_o 15658243_10155564684733332_93221886_o 15631229_10155564687683332_1301562049_o15659042_10155564687293332_1108610955_o 15681928_10155564686268332_995142444_o 15682391_10155564686998332_355893453_o115631497_10155564684463332_455187299_o

JÓLABORÐIÐ: ÓLÖF JAKOBÍNA

Ólöf Jakobína Ernudóttir dekkaði upp jólaborðið í Epal vikuna 10. – 17. desember. Ólöf lærði innanhússarkitektúr á Ítalíu og hefur unnið við margvísleg verkefni í hönnunarbransanum. Árið 2011 stofnaði hún ásamt Guðbjörgu Káradóttur hönnunartvíeykið Postulínu en þær hanna og framleiða muni úr postulíni. Ólöf vinnur einnig í dag sem stílisti hjá tímaritinu Gestgjafanum og er því nokkuð æfð í að leggja á borð.

HVERNIG ER STÍLLINN Á BORÐINU? Hér eru hvít jól og öllu er tjaldað til. Mig langaði að færa inn á borð það fannfergi sem við höfum nú um land allt og um leið skapa rólega stemningu í miðri búðinni þar sem venjulega úir og grúir af allskonar fíneríi.  Ég valdi hvíta hluti og hýasintur en þær eru í miklu uppáhaldi hjá mér á þessum árstíma.

10

 

 

AÐ HVERJU ER GOTT AÐ HUGA ÞEGAR DEKKAÐ ER UPP HÁTÍÐARBORÐ? Hátíðarborðið er skreytt með öllu því fínasta sem til er á heimilinu. Sparistellið skal dregið fram og hnífapörin pússuð. Kerti og lifandi blóm finnast mér ómissandi og því meira því betra. Nýpressaður dúkur er ákaflega sparilegur en einnig má leyfa borðinu að njóta sín. Skreytið borðið með öllu ykkar uppáhalds dóti því jólin koma bara einu sinni á ári.

3 4 11 12 136

HVAÐAN ERU HLUTIRNIR?

Diskar: Ovale frá Alessi, hönnun Bouroullec-bræðranna (ég elska allt sem þeir gera)

Hnífapör: Georg Jensen hönnun Arne Jacobsen

Glös: Menu, hönnuð af Norm-arkitektum

Kertastjakar: Muuto, Ferm-living, Menu, By Lassen

Blómavasar: Lyngbyvasen, Muuto,

Skálar: Skagerak

Kaffikanna: Stelton

Bollar/glös: Design Letters

Jólatré og kertavasar: Postulína (þið finnið þær á Facebook)