JÓLAGJÖFIN Í ÁR: PANTHELLA MINI

Panthella er klassískur lampi hannaður af Verner Panton árið 1971 fyrir Louis Poulsen.  Panthella er ein vinsælasta hönnun Verner Panton og fæst bæði sem gólflampi og borðlampi.

Nýlega kynnti Louis Poulsen nýja útgáfu af lampanum eftir upprunalegum teikningum Verner Panton, Panthella mini sem kemur í fjölmörgum nýjum og spennandi litum, með nýjustu LED tækni og með skerm úr áli sem var upphafleg hugmynd hönnuðarins. Upprunalegi Panthella lampinn er með akrýl skermi sem hleypir birtunni fallega í gegn en vegna tæknilegra takmarkana var ekki hægt á þeim tíma að framleiða lampann með ál skermi sem var ósk Verner Panton.

Á meðan að flestir danskir arkitektar á sjötta og sjöunda áratugnum unnu mest með við og önnur náttúruleg efni skar Verner Panton sig úr hópnum og dálæti hans fyrir nýjum efnum gerði hann að sérfræðing í notkun á stáli, plasti, trefjagleri og plexígleri. Verner Panton var frumkvöðull og var einnig langt á undan sinni samtíð með hönnun sinni sem einkenndist af hringlaga og lífrænum formum.

Panthella mini fæst því núna í 8 litum sem allir eru valdir útfrá litahugmyndum Verner Panton úr síðasta verkinu hans áður en hann lést árið 1998, það var sýningin „Lyset og Farven“ í Trapholt nútímalistasafninu í Kolding, Damörku. Litirnir eru gulur, rauður, fjólublár, rauður, bleikur, blár ásamt tveimur grænum litum. Panthella mini er einnig til í hvítu, svörtu ásamt hvítu með akrýl skermi.

Panthella mini er 250 mm á hæð á meðan að upprunalegi borðlampinn frá árinu 1971 er 400 mm á hæð.

Kynningarverð er 39.800 kr. –

0628louis2_666 110916_02-900x1350 orange-panthella-mini-by-louis-poulsen panthella-mini-bord panthella-mini-designed-by-verner-panton-for-louis-poulsen panthella-mini-verner-panton-louis-poulsen-lamp-lighting-design-furniture_dezeen_1568_3 panthella-table-lamp-5_grande