Epal í framtíðinni séð með augum 12 hönnuða og listamanna.
Ég féll strax fyrir þeirri hugmynd að fagna afmælisári Epal með skemmtilegum plakötum. Þar sem við ætlum að halda upp á afmælið í heilt ár varð það úr að við fengum 12 hönnuði og listamenn til liðs við okkur. Hópurinn fékk strax viðurnefnið Postularnir 12, enda samþykktu þau öll að breiða fagnaðarerindið út með okkur. Afraksturinn er 12 skemmtileg veggspjöld sem sýna hvert Epal gæti stefnt í framtíðinni. Hvernig lítur tímalaus hönnun út með tímanum? Nú er niðurstaðan fundin! Um leið og ég þakka Postulunum kærlega fyrir að bregða á leik með okkur
býð ég ykkur hinum að njóta vel.
Með 40 ára afmæliskveðju,
Eyjólfur Pálsson, stofnandi Epal.
ÁMUNDI SIGURÐSSON
Þann sextánda júlí 2055, á 80 ára afmælinu, opnar Epal sitt fyrsta útibú í Hong Kong.
BJÖRN VALDIMARSSON
Hugmyndin er að í framtíðinni verði hægt að nota snjallsíma til að varpa þrívíðri mynd (hologram) af Epalvörum til að skoða þær í réttu umhverfi. Þannig verður hægt að sjá hluti, húsgögn
og aðrar vörur þar sem þeim er ætlað að vera og prófa liti og útfærslur áður en keypt er.
GODDUR
Hugsunin er að veggspjaldið fari á einhvern hátt fjörtíu ár aftur í tímann – sé í nútímanum og sjónaukanum sé beint að blokkaríbúðunum sem leynast í bakgrunni veggspjaldsins og hýsa það sem EPAL stendur fyrir. Nú þarf að að nota ímyndunaraflið, aðaltæki mannsins við að sjá það óorðna, mögulegan raunveruleika
í framtíðinni. Það er bara hægt einn dag í einu og gerist af sjálfu sér.
Framtíðarsýnir í áratugum hafa aldrei reynst nákvæmar – það er enginn einn sem ræður því.
HALLDÓR BALDURSSON
Framtíðartryllirinn Epal
INGIBJÖRG HANNA
Eftir að hafa velt fyrir mér hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir Epal ákvað ég að líta á stjörnukortið / stjörnuspána og þetta var það sem ég sá.
ÍSAK WINTHER
AFTUR TIL FRAMTÍÐAR
Epal hefur staðið fyrir framúrskarandi hönnun og gæði í 40 ár, eða um 14.600 daga. Grunnur sem mun endurspeglast í framtíðinni.
JÓN ARI HELGASON
Það er eitt sem við vitum nokkurn veginn með vissu um fjölskyldufyrirtæki eins og Epal – Einhvern tímann í náinni framtíð tekur næsta kynslóð við. Það lá því beinast við að fá fulltrúa af yngstu kynslóðinni til liðs við mig og splæsa í það sem gæti verið dýrasta portrait allra tíma.
Úr Montana hillum.
SIGRÚN SIGVALDARDÓTTIR
Hugmyndin vísar í að jákvæð og skapandi verk unnin í dag eru hugsuð til framtíðar.
SNÆFRÍÐUR OG HILDIGUNNUR
This way up. That way down. It is all in the mind. Vegferðin á sér einkum stað í huganum
HALLGRÍMUR HELGASON
Mynd tekin á Samsung-síma í Skeifunni 6 og bláum himni fleytt inn á húsvegginn með s-pennanum. Þannig verður Epal rauð sól á himninum yfir Everest. “Epal for Ever-est”
STEFÁN EINARSSON
Góð hönnun heldur gildi sínu þó tímarnir breytist og mennirnir með.
Verið velkomin á sýninguna í verslun okkar í Epal Skeifunni.