ÍSLENSK PLAKÖT Í BARNAHERBERGIÐ: AMIKAT

Undir merkinu Amikat koma fram vatnslitaverk Írisar Halldórsdóttur í vönduðum eftirprentum. Fyrsta sería hennar ber nafnið Carnival þar sem 6 dýr eru klædd upp fyrir Feneyjarhátíð miðaldanna, skreytt grímum, fjöðrum og töfrandi fylgihlutum.
Íris lauk námi í þrívíddarteiknun við International Academy of Design & Technology í Toronto, Kanada, og myndlistarnámskeiðum við Myndlistarskólann í Reykjavík.

Amikat plakötin fást í Epal og kosta (30x40cm) kr. 5.900 og (40x50cm) kr. 7.900.

1Amikat Iris - refur þvottabjorn 1Giraffi strutsfjadrir minni 1Ljónið 2 1Ljónið minni 1Páfuglsgíraffi panda in room

EPAL Í FRAMTÍÐINNI

Epal í framtíðinni séð með augum 12 hönnuða og listamanna.

Ég féll strax fyrir þeirri hugmynd að fagna afmælisári Epal með skemmtilegum plakötum. Þar sem við ætlum að halda upp á afmælið í heilt ár varð það úr að við fengum 12 hönnuði og listamenn til liðs við okkur. Hópurinn fékk strax viðurnefnið Postularnir 12, enda samþykktu þau öll að breiða fagnaðarerindið út með okkur. Afraksturinn er 12 skemmtileg veggspjöld sem sýna hvert Epal gæti stefnt í framtíðinni. Hvernig lítur tímalaus hönnun út með tímanum? Nú er niðurstaðan fundin! Um leið og ég þakka Postulunum kærlega fyrir að bregða á leik með okkur 
býð ég ykkur hinum að njóta vel.

Með 40 ára afmæliskveðju,

Eyjólfur Pálsson, stofnandi Epal.epal

 

ÁMUNDI SIGURÐSSON

Þann sextánda júlí 2055, á 80 ára afmælinu, opnar Epal sitt fyrsta útibú í Hong Kong.

Screen Shot 2015-07-22 at 23.27.56

BJÖRN VALDIMARSSON

Hugmyndin er að í framtíðinni verði hægt að nota snjallsíma til að varpa þrívíðri mynd (hologram) af Epalvörum til að skoða þær í réttu umhverfi. Þannig verður hægt að sjá hluti, húsgögn
og aðrar vörur þar sem þeim er ætlað að vera og prófa liti og útfærslur áður en keypt er.

Screen Shot 2015-07-22 at 23.27.39

GODDUR

Hugsunin er að veggspjaldið fari á einhvern hátt fjörtíu ár aftur í tímann – sé í nútímanum og sjónaukanum sé beint að blokkaríbúðunum sem leynast í bakgrunni veggspjaldsins og hýsa það sem EPAL stendur fyrir. Nú þarf að að nota ímyndunaraflið, aðaltæki mannsins við að sjá það óorðna, mögulegan raunveruleika
í framtíðinni. Það er bara hægt einn dag í einu og gerist af sjálfu sér.
Framtíðarsýnir í áratugum hafa aldrei reynst nákvæmar – það er enginn einn sem ræður því.

Screen Shot 2015-07-22 at 23.27.19

HALLDÓR BALDURSSON

Framtíðartryllirinn Epal

Screen Shot 2015-07-22 at 23.26.41

HJALTI KARLSSON

Screen Shot 2015-07-22 at 23.24.33

INGIBJÖRG HANNA

Eftir að hafa velt fyrir mér hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir Epal ákvað ég að líta á stjörnukortið / stjörnuspána og þetta var það sem ég sá.

Screen Shot 2015-07-22 at 23.24.20

ÍSAK WINTHER

AFTUR TIL FRAMTÍÐAR
Epal hefur staðið fyrir framúrskarandi hönnun og gæði í 40 ár, eða um 14.600 daga. Grunnur sem mun endurspeglast í framtíðinni.

Screen Shot 2015-07-22 at 23.24.08

JÓN ARI HELGASON

Það er eitt sem við vitum nokkurn veginn með vissu um fjölskyldufyrirtæki eins og Epal – Einhvern tímann í náinni framtíð tekur næsta kynslóð við. Það lá því beinast við að fá fulltrúa af yngstu kynslóðinni til liðs við mig og splæsa í það sem gæti verið dýrasta portrait allra tíma.

Úr Montana hillum.

Screen Shot 2015-07-22 at 23.23.34

SIGRÚN SIGVALDARDÓTTIR

Hugmyndin vísar í að jákvæð og skapandi verk unnin í dag eru hugsuð til framtíðar.

Screen Shot 2015-07-22 at 23.22.56

SNÆFRÍÐUR OG HILDIGUNNUR

This way up. That way down. It is all in the mind. Vegferðin á sér einkum stað í huganum

Screen Shot 2015-07-22 at 23.22.18

HALLGRÍMUR HELGASON

Mynd tekin á Samsung-síma í Skeifunni 6 og bláum himni fleytt inn á húsvegginn með s-pennanum. Þannig verður Epal rauð sól á himninum yfir Everest. “Epal for Ever-est”

Screen Shot 2015-07-22 at 23.26.29

 

STEFÁN EINARSSON

Góð hönnun heldur gildi sínu þó tímarnir breytist og mennirnir með.

Screen Shot 2015-07-22 at 23.22.01

 

Verið velkomin á sýninguna í verslun okkar í Epal Skeifunni.Screen Shot 2015-07-22 at 23.21.44

NÝTT: PLAKÖT FRÁ PAPER COLLECTIVE

Paper Collective framleiðir plaköt eftir eftirsótta grafíska hönnuði, teiknara og listamenn sem koma frá öllum heimshornum og rennur 15% af hverju seldu plakati til styrktar góðgerða. Paper Collective er með sjálfbæra framleiðslu sem fer öll fram í Danmörku og er aðeins notast við hágæða FSC vottaðan pappír (sjá útskýringu hér) og eru þeir einnig með Svansmerkið (sjá útskýringu hér.) Plakötin frá Paper Collective eru afar fjölbreytt og því ættu allir að geta fundið eitt við sitt hæfi.

Þess má geta að grafíski hönnuðurinn Siggi Odds hannaði línu fyrir Paper Collective sem sjá má hér að neðan.

Taktu þátt í leik á facebook síðu Epal og þú gætir unnið plakat að eigin vali.

PAP-03007 PAP-04108 PAP-04106-2 PAP-04106 PAP-04110-2 PAP-04110 PAP-04111-2 PAP-04111 PAP-04112-2 PAP-04112 PAP-01013-2 PAP-01013 PAP-04012

Hér má sjá plakötin sem Siggi Odds teiknaði fyrir Paper Collective.

PAP-04011-2 PAP-04010-2 PAP-04010 PAP-04002-2 PAP-04002 PAP-04001-2 PAP-04001 PAP-03010-2 PAP-03010 PAP-03007-2

 

Sjá Paper Collective í vefverslun Epal hér. 

ÍSLENSK ÞRÍVÍDDARVERK

Við höfum hafið sölu á þrívíddarplakötum og fást þau í Epal Hörpu.

  Ingvar Björn Þorsteinsson er listamaðurinn á bak við verkin og eru þau samofin listviðburðinum Largest Artwork sem stóð yfir fyrr á þessu ári. Ingvari er hugleikið að sameina krafta samfélagsins og vekja vitund okkar til stuðnings þeim sem minna mega sín, líkt og þegar hann vann listaverk til styrktar UNICEF.

Þetta hófst allt þegar að þúsundir manna frá öllum heimsins hornum tóku þátt í gegnum Facebook að skapa stærsta listaverk í heimi úr litlum táknum -Largest Artwork in the World sem var til styrktar UNICEF. Núna hafa þessi litlu tákn fengið nýtt hlutverk og eru partur af seríu af þrívíddarplakötum í Pop Art stíl.


Á morgun, laugardag, verður Ingvar Björn staddur í Epal Hörpu og áritar verkin á milli kl.13-15.

Á sama tíma er einnig Jólamarkaður PopUp verzlunar sem stendur frá kl.12-18 og hvetjum við sem flesta til að kíkja við í Hörpu.