Louis Poulsen 3/2 “The Water Pump” í takmörkuðu upplagi

Louis Poulsen kynnir PH 3/2 standlampann “The Water Pump”. Framleiddur í takmörkuðu upplagi og var upphaflega hannaður á sjötta áratugnum. Skermurinn er gerður úr munnblásnu ítölsku gulu gleri, hann stendur á fallegum messing fæti og er áletraður.

Lampinn verður aðeins í sölu í þrjá mánuði, frá 1. október til 31. desember 2019 og því um sannkallaðann safngrip að ræða.

125 ára afmæli Poul Henningsen // 15% afsláttur af PH ljósum

Í tilefni 125 ára fæðingarafmælis danska hönnuðarins Poul Henningsen bjóðum við upp á 15% afslátt af öllum PH ljósum og pöntunum til 17. júní 2019.

 

Við megum til með að deila áfram þessari frábæru grein um PH ljósið sem birtist á vefmiðlinum Kjarnanum þann 3.júlí 2016. Greinin er skrifuð af Borgþóri Arngrímssyni. 

Sjá grein á Kjarnanum, hér

Í nýlegri danskri könnun þar sem lands­menn voru beðnir að nefna tíu þjóð­ar­ger­semar kenndi ýmissa grasa. Meðal ger­sem­anna var PH ljósið svo­nefnda. PH er eig­in­lega sam­nefni yfir fleiri en eitt ljós sem byggj­ast öll á sömu hug­mynd­inni. Níu­tíu ár eru síðan arki­tekt­inn og hug­mynda­smið­ur­inn Poul Henn­ings­en, PH, fékk hug­mynd­ina og smíð­aði sitt fyrsta ljós, en þessi hönnun hefur staðið af sér allar tísku­bylgjur og ljósin selj­ast enn eins og heitar lumm­ur, kannski jafn­vel hrað­ar!

 

Poul Henn­ingsen var fæddur 1894 í Ordrup norðan við Kaup­manna­höfn. Hann var í opin­berum skjölum skráður sonur rit­höf­und­ar­ins Agn­esar og skóla­stjór­ans Mads Henn­ingsen. Fað­ir­inn var hins vegar rit­höf­und­ur­inn Carl Edwald, sem móðir Pouls átti í ást­ar­sam­bandi við. Að loknu barna­skóla­námi hóf hann nám í múr­verki en 1911 – 1917 stund­aði hann nám við Det tekniske Selskabs Skole og jafn­framt um tveggja ára skeið í Polyt­eknisk Lær­ean­stalt, Tækni­skól­an­um. PH hafði mik­inn áhuga fyrir mál­ara­list og stund­aði um skeið nám hjá list­mál­ar­anum Johannes Larsen. PH stund­aði ekki, frekar en margir þekktir danskir hönn­uðir og arki­tekt­ar, ekki nám við Arki­tekta­deild Lista­há­skól­ans, Kun­staka­demi­et. Bak­grunn­ur­inn var iðn- og tækni­nám.

Snemma áber­andi í menn­ing­ar­líf­inu

PH hafði snemma mörg járn í eld­in­um. Hann setti á fót teikni­stofu í eigin nafni árið 1919, sem hann starf­rækti árum sam­an. Vann meðal ann­ars mikið fyrir skemmti­garð­inn Tívolí, var eins­konar hirð­arki­tekt þar eins og hann orð­aði það ein­hvern tíma. Hann hafði alla tíð mik­inn áhuga fyrir þjóð­fé­lags­mál­um, skrif­aði árum saman fyrir dag­blaðið Politi­ken og síðar Information. Hann samdi jafn­framt fjöl­margar revíur og á árunum 1926 – 1928 gaf hann út tíma­ritið Kritisk Revy, þar var fjallað á gagn­rýn­inn hátt um þjóð­fé­lags­mál. 1935 fékk utan­rík­is­ráðu­neytið hann til að gera kvik­mynd um dag­legt líf í Dan­mörku, myndin var hugsuð sem kynn­ing á landi og þjóð. Myndin fékk mis­jafna dóma og var síðar stytt og er nú til í tveimur útgáf­um. PH var frá upp­hafi mjög gagn­rýn­inn á nas­is­mann og eftir að Þjóð­verjar her­námu Dan­mörku 1943 voru öll skrif hans rit­skoð­uð. 

Flýði til Sví­þjóðar undan nas­istum

30. sept­em­ber 1943 flýði PH ásamt eig­in­kon­unni Inger á ára­bát yfir Eyr­ar­sund til Sví­þjóð­ar. Um borð í ára­bátnum var líka arki­tekt­inn Arne Jac­ob­sen ásamt unn­ustu sinni og ungum verk­fræð­ingi, Her­bert Marcus, sem lagði stund á kapp­róðra. Þeir Arne Jac­ob­sen og Her­bert Marcus voru gyð­ingar og ótt­uð­ust um líf sitt. Það gerði PH líka og eftir að stríð­inu lauk komst upp að danskir nas­istar ætl­uðu sér að drepa PH og fjöl­skyldu hans með því að kveikja í rað­húsi fjöl­skyld­unnar í Ordr­up. Eftir að stríð­inu lauk flutti PH með fjöl­skyldu sinni til baka til Dan­merkur og það gerðu líka Arne Jac­ob­sen og Her­bert Marcus. Eftir heim­kom­una hélt PH áfram að skrifa, ásamt vinn­unni á arki­tekta­stof­unni. Arki­tekta- og rit­störfin verða ekki frekar rakin hér en list­inn er lang­ur: ein­býl­is­hús, fjöl­margar og ólíkar opin­berar bygg­ing­ar, Tívolí (sem áður var get­ið) söngv­ar, skrif í dag­blöð og tíma­rit. Enn­fremur skrif­aði hann nokkrar bækur og var áber­andi per­sóna í dönsku þjóð­líf­i. 

En það er þó fyrst og fremst eitt sem heldur nafni hans á lofti.  

 

PH ljósin

Strax á náms­ár­unum fékk PH mik­inn áhuga fyrir ljósum og lýs­ingu. Ljósa­per­urnar voru að hans mati ljót­ar, og birtan frá þeim ann­að­hvort allt of skær eða dauf. Hann ein­setti sér að útbúa ljós, eða skerm eins og hann kall­aði það, sem kastaði birt­unni frá sér án þess að peran sjálf væri sýni­leg. Hann gerði ótal til­raunir heima í rað­hús­inu í Ordrup og á teikni­stof­unni. Árið 1924 hófst sam­vinna PH við fyr­ir­tækið Louis Poul­sen. Það fyr­ir­tæki var stofnað 1874 í kringum inn­flutn­ing á víni, sá rekstur gekk ekki vel en 1891 hóf fyr­ir­tækið rekstur raf­magns­verk­stæðis og opn­aði jafn­framt verslun með verk­færi og járn­vörur af ýmsu tagi ásamt litlu járn­smíða­verk­stæði. Þegar PH leit­aði eftir sam­vinnu við Louis Poul­sen 1924 var ætlun hans að taka þátt í alþjóð­legri sýn­ingu í París árið 1925 og sýna þar nýju upp­finn­ing­una, þriggja skerma ljós­ið. ­Skemmst er frá því að segja að ljósið, sem var loft­ljós úr málmi, vakti mikla athygli og hlaut fyrstu verð­laun sýn­ing­ar­inn­ar. Ári síð­ar, 1926, vann PH í sam­vinnu við Louis Poul­sen sam­keppni um lýs­ingu í nýja sýn­ing­ar­höll, For­um, á Frið­riks­bergi við Kaup­manna­höfn. Í dag­blaði frá þessum tíma segir að ljós­in, skerm­arnir úr opal gleri, hafi verið eins og hvítir fuglar í sýn­ing­ar­saln­um. 

Ein­stök hönnun 

Bæði PH og for­svars­mönnum Louis Poul­sen var ljóst að upp­finn­ing PH, þriggja skerma ljósið, var ein­stök og Louis Poul­sen náði brátt samn­ingum við umboðs­menn í mörgum löndum og lét úbúa kynn­ing­ar­efn­i.  Nýjar útfærslur af þriggja skerma ljós­inu komu á mark­að­inn, loft­ljós, borð­lampar, og salan jókst stöðugt. Í blaða­við­tali frá þessum tíma sagð­ist for­stjóri Louis Poul­sen hand­viss um að PH ljósin ættu eftir að verða vin­sæl og eft­ir­sótt í fram­tíð­inni og þriggja skerma hönn­unin myndi stand­ast tím­ans tönn. Hann reyn­ist sann­spár.

Margt í gangi hjá PH 

Þótt ljósin seld­ust vel og mögu­leik­arnir á útfærslum hug­myndar PH væru langt frá því að vera tæmdir hafði hönn­uð­ur­inn fleiri járn í eld­in­um. Tekj­urnar af ljósa­söl­unni gerðu honum kleift að sinna öðrum áhuga­mál­um, þar voru rit­störfin fyr­ir­ferð­ar­mest. Svo var það arki­tekta­stof­an, þar var nóg að gera. Louis Poul­sen þrýsti mjög á PH að koma með fleiri ljós og nýjar útfærsl­ur. Árin liðu, PH var orð­inn mold­ríkur (eins og hann orð­aði það sjálf­ur) en hann hélt þó alltaf áfram að sinna öllum sínum fjöl­mörgu áhuga­mál­um. Skyndi­lega var komið árið 1958.

PH 5

Mörg af ljósum PH bera ekki sér­stök heiti. Þau hafa ein­fald­lega tölu­staf fyrir aftan staf­ina PH, til aðgrein­ingar hvert frá öðru. Þótt til séu nokkur hund­ruð mis­mun­andi ljós og útfærslur af ljósum Poul Henn­ingsen er ljósið sem fékk nafnið PH 5 lang þekkt­ast og hefur orðið eins konar sam­nefn­ari fyrir verk hans. PH 5 kom á mark­að­inn 1958 og talan 5 merkir að stærsti skerm­ur­inn er 50 senti­metrar í þver­mál. Þetta ljós, PH 5, féll strax í kramið hjá almenn­ingi og hefur selst í millj­ón­a­tali. Í verk­smiðju Louis Poul­sen í Vejen á Jót­landi eru 130 starfs­menn og þar eru árlega fram­leidd að minnsta kosti 230 þús­und ljós en nákvæm tala fæst ekki gefin upp. Lang stærsti hluti fram­leiðsl­unnar er PH ljós og lampar, þar vegur hlutur PH 5 þyngst.   Efnið í PH 5 er matt­lakkað ál, aðal­lit­ur­inn í upp­hafi hvítur en einnig blár litur og rauður til að skapa jafn­vægi í dreif­ingu birtunn­ar. Síðar hafa komið fleiri litir og sífellt bætist við úrval­ið. Sér­stök útgáfa, kölluð PH 50 kom á mark­að­inn 2008, í til­efni þess að þá var hálf öld síðan PH 5 var fyrst fram­leitt. Poul Henn­ingsen hefur lík­lega ekki órað fyrir vin­sældum ára­tuga vin­sældum ljóss­ins en hann lést 1967.

Hver er ástæða þess að þetta ljós sem hefur verið á mark­aðnum í tæpa sex ára­tugi er svo vin­sælt? Margir vildu geta svarað þess­ari spurn­ingu en eng­inn veit svar­ið. Ljósið er fyrir löngu orðið sígilt og hefur staðið af sér alla tísku­strauma. Salan helst stöðug milli ára, eykst þó held­ur. Án þess að tölu­legar stað­reyndir liggi fyrir verður að telja lík­legt að hlut­falls­lega séu PH 5 ljósin algeng­ust í Dan­mörku en þau hafa í gegnum árin selst vel í nágranna­lönd­unum og hafa lengi verið vin­sæl á Íslandi. Jap­anir eru líka hrifnir af ljós­un­um. Sú saga er sögð af Jap­ana sem kom til Dan­merkur uppúr 1960 að hann hafi keypt PH 5 ljós og haft með sér heim. Hann hafi svo sagt frá því þegar heim kom að sér hefði verið sagt að danska ríkið gæfi öllum brúð­hjónum í Dan­mörku svona ljós. Þetta ku hafa þótt tíð­indi þar eystra. Tak­mörkuð tungu­mála­kunn­átta veldur iðu­lega mis­skiln­ingi.

 

PH 3/2 ÁLETRAÐUR AMBER BORÐLAMPI

Við kynnum einstakan PH 3/2 Amber borðlampa í takmörkuðu upplagi úr messing með áletrun Poul Henningsen.

Louis Poulsen kynnir sannkallaðann safngrip, PH 3/2 borðlampa í takmörkuðu upplagi sem upphaflega var hannaður árið 1926. Skermurinn er gerður úr munnblásnu ítölsku gulu gleri og stendur á fallegum messing fæti.

Borðlampinn verður aðeins í sölu í þrjá mánuði, frá 1. október til 31. desember. 2018. 

 

NÝTT FRÁ LOUIS POULSEN: PH5 MINI

Núna í fyrsta sinn kynnir Louis Poulsen PH5 mini sem er ný og minni útgáfa af klassíska ljósinu sem allir þekkja. PH5 mini ljósin koma í 8 litum, og ættu allir að geta fundið eitt við sitt hæfi.

90 ár eru liðin síðan byltingarkennda hönnunin frá Louis Poulsen, þriggja skerma ljósið leit dagsins ljós og hefur hún svo sannarlega staðist tímans tönn. Poul Henningsen hannaði svo PH5 ljósið árið 1958 sem hefur staðið af sér allar tískubylgjur og hefur selst í milljónum eintaka. PH5 mini koma í 8 ólíkum litum sem voru sérvaldir í samstarfi við litasérfræðinginn Louise Sass.

Kynningarverð á PH5 mini, 59.500 kr. gildir til 1. desember 2017.

 

 

 

PH 3½-2½ GÓLFLAMPI Í KOPAR ÚTGÁFU

90 ár eru liðin síðan byltingarkennda hönnunin frá Louis Poulsen– þriggja skerma ljósið – leit dagsins ljós og hefur hún svo sannarlega staðist tímans tönn.

Í tilefni þess kynnir Louis Poulsen PH 3½-2½ gólflampa í sérstakri kopar útgáfu. Lampinn verður framleiddur í takmörkuðu upplagi og verður aðeins í sölu frá 1. október til 31. desember 2016.

Með lampanum fylgja tveir topp skermar, annar úr kopar sem veitir mjúka og beina lýsingu, og annarsvegar opal glerskermur sem veitir mjúka og dreifða lýsingu.

Með tilliti til takmarkaðs upplags er hér á ferð sannkallað söfnunareintak.

image003

KOPAR BORÐLAMPI LOUIS POULSEN – TAKMARKAÐ UPPLAG

Louis Poulsen kynnti á síðasta ári koparlampann Ph 3½-2½ í tilefni af 120 ára afmæli hönnuðarins Poul Henningsen en fyrir það höfðu þeir einnig gefið út koparútgáfu af ljósinu PH 3½ -3. Bæði lampinn og loftljósið hafa hlotið gífurlega góðar viðtökur enda um að ræða einstaka hönnunarvöru sem aðeins var framleidd í takmörkuðu upplagi.

Með koparlampanum fylgja tveir skermar, einn úr gleri og annar úr kopar svo hægt er að skipta um og breyta útliti lampans á auðveldan hátt. Poul Henningsen leitaðist við að hanna lampa sem gefa milda birtu og eru PH-ljósin í dag auðþekkjanleg, því á þeim eru að minnsta kosti þrír skermar.

Enn eigum við til örfá eintök af lampanum og látum við nokkrar myndir fylgja af þessum glæsilega grip, -sjón er sögu ríkari!

PH_203_20kobber_20bord-m2media-21999179-ph-35-25-kobber-bord-int-19media-21999188-ph-35-3-copper-table_detail_copper-top_03-mkamedia-21999173-ph-35-25-kobber-bord-int-02media-21999176-ph-35-25-kobber-bord-int-11 PH_203_20kobber_20bord-m3 PH_203_20kobber_20bord-m4 PH_203_20kobber_20bord-m5media-21999181-ph-35-25-kobber-bord-int-20 ph_copper_tablepdf-14-620x436

Lampinn kostar 198.000 kr. sem er sama verð og lampinn er á í Danmörku.

Verið velkomin í verslun okkar í Skeifunni 6 og kynnið ykkur betur þessa fallegu hönnun.

PH ljósið 90 ára – ljósið sem átti að fegra heimili og fólk

Við megum til með að deila áfram þessari frábæru grein um PH ljósið sem birtist á vefmiðlinum Kjarnanum þann 3.júlí 2016. Greinin er skrifuð af Borgþóri Arngrímssyni. 

Sjá grein á Kjarnanum, hér

Í nýlegri danskri könnun þar sem lands­menn voru beðnir að nefna tíu þjóð­ar­ger­semar kenndi ýmissa grasa. Meðal ger­sem­anna var PH ljósið svo­nefnda. PH er eig­in­lega sam­nefni yfir fleiri en eitt ljós sem byggj­ast öll á sömu hug­mynd­inni. Níu­tíu ár eru síðan arki­tekt­inn og hug­mynda­smið­ur­inn Poul Henn­ings­en, PH, fékk hug­mynd­ina og smíð­aði sitt fyrsta ljós, en þessi hönnun hefur staðið af sér allar tísku­bylgjur og ljósin selj­ast enn eins og heitar lumm­ur, kannski jafn­vel hrað­ar!

media-17989031-lp_ph5_rosa.width-900

Poul Henn­ingsen var fæddur 1894 í Ordrup norðan við Kaup­manna­höfn. Hann var í opin­berum skjölum skráður sonur rit­höf­und­ar­ins Agn­esar og skóla­stjór­ans Mads Henn­ingsen. Fað­ir­inn var hins vegar rit­höf­und­ur­inn Carl Edwald, sem móðir Pouls átti í ást­ar­sam­bandi við. Að loknu barna­skóla­námi hóf hann nám í múr­verki en 1911 – 1917 stund­aði hann nám við Det tekniske Selskabs Skole og jafn­framt um tveggja ára skeið í Polyt­eknisk Lær­ean­stalt, Tækni­skól­an­um. PH hafði mik­inn áhuga fyrir mál­ara­list og stund­aði um skeið nám hjá list­mál­ar­anum Johannes Larsen. PH stund­aði ekki, frekar en margir þekktir danskir hönn­uðir og arki­tekt­ar, ekki nám við Arki­tekta­deild Lista­há­skól­ans, Kun­staka­demi­et. Bak­grunn­ur­inn var iðn- og tækni­nám.

Snemma áber­andi í menn­ing­ar­líf­inu

PH hafði snemma mörg járn í eld­in­um. Hann setti á fót teikni­stofu í eigin nafni árið 1919, sem hann starf­rækti árum sam­an. Vann meðal ann­ars mikið fyrir skemmti­garð­inn Tívolí, var eins­konar hirð­arki­tekt þar eins og hann orð­aði það ein­hvern tíma. Hann hafði alla tíð mik­inn áhuga fyrir þjóð­fé­lags­mál­um, skrif­aði árum saman fyrir dag­blaðið Politi­ken og síðar Information. Hann samdi jafn­framt fjöl­margar revíur og á árunum 1926 – 1928 gaf hann út tíma­ritið Kritisk Revy, þar var fjallað á gagn­rýn­inn hátt um þjóð­fé­lags­mál. 1935 fékk utan­rík­is­ráðu­neytið hann til að gera kvik­mynd um dag­legt líf í Dan­mörku, myndin var hugsuð sem kynn­ing á landi og þjóð. Myndin fékk mis­jafna dóma og var síðar stytt og er nú til í tveimur útgáf­um. PH var frá upp­hafi mjög gagn­rýn­inn á nas­is­mann og eftir að Þjóð­verjar her­námu Dan­mörku 1943 voru öll skrif hans rit­skoð­uð. 

Flýði til Sví­þjóðar undan nas­istum

30. sept­em­ber 1943 flýði PH ásamt eig­in­kon­unni Inger á ára­bát yfir Eyr­ar­sund til Sví­þjóð­ar. Um borð í ára­bátnum var líka arki­tekt­inn Arne Jac­ob­sen ásamt unn­ustu sinni og ungum verk­fræð­ingi, Her­bert Marcus, sem lagði stund á kapp­róðra. Þeir Arne Jac­ob­sen og Her­bert Marcus voru gyð­ingar og ótt­uð­ust um líf sitt. Það gerði PH líka og eftir að stríð­inu lauk komst upp að danskir nas­istar ætl­uðu sér að drepa PH og fjöl­skyldu hans með því að kveikja í rað­húsi fjöl­skyld­unnar í Ordr­up. Eftir að stríð­inu lauk flutti PH með fjöl­skyldu sinni til baka til Dan­merkur og það gerðu líka Arne Jac­ob­sen og Her­bert Marcus. Eftir heim­kom­una hélt PH áfram að skrifa, ásamt vinn­unni á arki­tekta­stof­unni. Arki­tekta- og rit­störfin verða ekki frekar rakin hér en list­inn er lang­ur: ein­býl­is­hús, fjöl­margar og ólíkar opin­berar bygg­ing­ar, Tívolí (sem áður var get­ið) söngv­ar, skrif í dag­blöð og tíma­rit. Enn­fremur skrif­aði hann nokkrar bækur og var áber­andi per­sóna í dönsku þjóð­líf­i. 

En það er þó fyrst og fremst eitt sem heldur nafni hans á lofti.  

ph5.width-800
PH 5 ljósið er til í ýmsum útgáfum og litum í dag.

 

PH ljósin

Strax á náms­ár­unum fékk PH mik­inn áhuga fyrir ljósum og lýs­ingu. Ljósa­per­urnar voru að hans mati ljót­ar, og birtan frá þeim ann­að­hvort allt of skær eða dauf. Hann ein­setti sér að útbúa ljós, eða skerm eins og hann kall­aði það, sem kastaði birt­unni frá sér án þess að peran sjálf væri sýni­leg. Hann gerði ótal til­raunir heima í rað­hús­inu í Ordrup og á teikni­stof­unni. Árið 1924 hófst sam­vinna PH við fyr­ir­tækið Louis Poul­sen. Það fyr­ir­tæki var stofnað 1874 í kringum inn­flutn­ing á víni, sá rekstur gekk ekki vel en 1891 hóf fyr­ir­tækið rekstur raf­magns­verk­stæðis og opn­aði jafn­framt verslun með verk­færi og járn­vörur af ýmsu tagi ásamt litlu járn­smíða­verk­stæði. Þegar PH leit­aði eftir sam­vinnu við Louis Poul­sen 1924 var ætlun hans að taka þátt í alþjóð­legri sýn­ingu í París árið 1925 og sýna þar nýju upp­finn­ing­una, þriggja skerma ljós­ið. ­Skemmst er frá því að segja að ljósið, sem var loft­ljós úr málmi, vakti mikla athygli og hlaut fyrstu verð­laun sýn­ing­ar­inn­ar. Ári síð­ar, 1926, vann PH í sam­vinnu við Louis Poul­sen sam­keppni um lýs­ingu í nýja sýn­ing­ar­höll, For­um, á Frið­riks­bergi við Kaup­manna­höfn. Í dag­blaði frá þessum tíma segir að ljós­in, skerm­arnir úr opal gleri, hafi verið eins og hvítir fuglar í sýn­ing­ar­saln­um. 

Ein­stök hönnun 

Bæði PH og for­svars­mönnum Louis Poul­sen var ljóst að upp­finn­ing PH, þriggja skerma ljósið, var ein­stök og Louis Poul­sen náði brátt samn­ingum við umboðs­menn í mörgum löndum og lét úbúa kynn­ing­ar­efn­i.  Nýjar útfærslur af þriggja skerma ljós­inu komu á mark­að­inn, loft­ljós, borð­lampar, og salan jókst stöðugt. Í blaða­við­tali frá þessum tíma sagð­ist for­stjóri Louis Poul­sen hand­viss um að PH ljósin ættu eftir að verða vin­sæl og eft­ir­sótt í fram­tíð­inni og þriggja skerma hönn­unin myndi stand­ast tím­ans tönn. Hann reyn­ist sann­spár.

Margt í gangi hjá PH 

Þótt ljósin seld­ust vel og mögu­leik­arnir á útfærslum hug­myndar PH væru langt frá því að vera tæmdir hafði hönn­uð­ur­inn fleiri járn í eld­in­um. Tekj­urnar af ljósa­söl­unni gerðu honum kleift að sinna öðrum áhuga­mál­um, þar voru rit­störfin fyr­ir­ferð­ar­mest. Svo var það arki­tekta­stof­an, þar var nóg að gera. Louis Poul­sen þrýsti mjög á PH að koma með fleiri ljós og nýjar útfærsl­ur. Árin liðu, PH var orð­inn mold­ríkur (eins og hann orð­aði það sjálf­ur) en hann hélt þó alltaf áfram að sinna öllum sínum fjöl­mörgu áhuga­mál­um. Skyndi­lega var komið árið 1958.

PH 5

Mörg af ljósum PH bera ekki sér­stök heiti. Þau hafa ein­fald­lega tölu­staf fyrir aftan staf­ina PH, til aðgrein­ingar hvert frá öðru. Þótt til séu nokkur hund­ruð mis­mun­andi ljós og útfærslur af ljósum Poul Henn­ingsen er ljósið sem fékk nafnið PH 5 lang þekkt­ast og hefur orðið eins konar sam­nefn­ari fyrir verk hans. PH 5 kom á mark­að­inn 1958 og talan 5 merkir að stærsti skerm­ur­inn er 50 senti­metrar í þver­mál. Þetta ljós, PH 5, féll strax í kramið hjá almenn­ingi og hefur selst í millj­ón­a­tali. Í verk­smiðju Louis Poul­sen í Vejen á Jót­landi eru 130 starfs­menn og þar eru árlega fram­leidd að minnsta kosti 230 þús­und ljós en nákvæm tala fæst ekki gefin upp. Lang stærsti hluti fram­leiðsl­unnar er PH ljós og lampar, þar vegur hlutur PH 5 þyngst.   Efnið í PH 5 er matt­lakkað ál, aðal­lit­ur­inn í upp­hafi hvítur en einnig blár litur og rauður til að skapa jafn­vægi í dreif­ingu birtunn­ar. Síðar hafa komið fleiri litir og sífellt bætist við úrval­ið. Sér­stök útgáfa, kölluð PH 50 kom á mark­að­inn 2008, í til­efni þess að þá var hálf öld síðan PH 5 var fyrst fram­leitt. Poul Henn­ingsen hefur lík­lega ekki órað fyrir vin­sældum ára­tuga vin­sældum ljóss­ins en hann lést 1967.

Hver er ástæða þess að þetta ljós sem hefur verið á mark­aðnum í tæpa sex ára­tugi er svo vin­sælt? Margir vildu geta svarað þess­ari spurn­ingu en eng­inn veit svar­ið. Ljósið er fyrir löngu orðið sígilt og hefur staðið af sér alla tísku­strauma. Salan helst stöðug milli ára, eykst þó held­ur. Án þess að tölu­legar stað­reyndir liggi fyrir verður að telja lík­legt að hlut­falls­lega séu PH 5 ljósin algeng­ust í Dan­mörku en þau hafa í gegnum árin selst vel í nágranna­lönd­unum og hafa lengi verið vin­sæl á Íslandi. Jap­anir eru líka hrifnir af ljós­un­um. Sú saga er sögð af Jap­ana sem kom til Dan­merkur uppúr 1960 að hann hafi keypt PH 5 ljós og haft með sér heim. Hann hafi svo sagt frá því þegar heim kom að sér hefði verið sagt að danska ríkið gæfi öllum brúð­hjónum í Dan­mörku svona ljós. Þetta ku hafa þótt tíð­indi þar eystra. Tak­mörkuð tungu­mála­kunn­átta veldur iðu­lega mis­skiln­ingi.

 

PH5 KLASSÍK Á AFMÆLISTILBOÐI

Klassíska PH5 ljósið frá Louis Poulsen er á frábæru afmælistilboði fram til 30.apríl og kostar nú aðeins 79.900 kr. í stað 117.000 kr. (PH5 classic er hvítt með bláum lit).

PH5 ljósið var hannað árið 1958 af arkitektinum Poul Henningsen (1894-1967) fyrir Louis Poulsen og er ljósið í dag heimsþekkt sem hönnunartákn og er líklega eitt vinsælasta ljósið í Skandinavíu. Poul Henningsen nefndi ljósið PH5 vegna þess að þvermálið á efsta skerminum er 50 cm en ljósið var hannað til þess að hanga yfir borði og á sama tíma gefa hóflega birtu í umhverfið í kring.

Poul Henningsen sem í dag er þekktastur fyrir ljósahönnun sína hóf samstarf við danska ljósaframleiðandann Louis Poulsen árið 1925 og hélt það samstarf áfram fram á hans dauðadag eftir áralangt og mjög farsælt samstarf en hann hannaði einnig fræga Köngulinn (Archichoke) fyrir Louis Poulsen. Þrátt fyrir að Poul Henningsen sé þekktastur fyrir ljós sín hafði hann þó mikla hæfileika á öðrum sviðum meðal annars sem rithöfundur og gagnrýnandi. Hann starfaði einnig lengi sem arkitekt og teiknaði fjölda húsa ásamt því að hafa teiknað lítinn hluta Tivoli í Kaupmannahöfn.

PH5 ljósið er í senn klassískt og elegant og falleg hönnun þess gefur alveg einstaka birtu inn í hvert rými. PH5 ljósið er fullkomið yfir eldhúsborðið og hentar einnig vel fyrir almenningsrými.

PH_205_20classic__20kira
ph5-classicLouis-Poulsen-PH5-Classic-Whiteafm-PH5

KOPAR BORÐLAMPI / Ph 3½-2½

Danski ljósaframleiðandinn Louis Poulsen frumsýndi fyrr á árinu á hönnunarsýningunni í Stokkhólmi í fyrsta sinn fallega koparútgáfu af Ph 3½-2½ borðlampanum. Í fyrra gaf Louis Poulsen einmitt út koparútgáfu af PH 3½ -3 loftljósinu í tilefni af 120 ára afmæli hönnuðarins Poul Henningsen og sló ljósið svoleiðis í gegn að þeir ákváðu að gera slíkt hið sama við borðlampann.

Það gleður okkur að tilkynna það að lampinn er kominn í verslun okkar.

Með lampanum fylgja tveir skermar, einn gler og annar úr kopar og verður lampinn seldur í takmörkuðu upplagi í Epal.

PH_203_20kobber_20bord-m5 PH_203_20kobber_20bord-m2 PH_203_20kobber_20bord-m3 PH_203_20kobber_20bord-m4 ph_copper_tablepdf-14-620x436

Lampinn kostar 198.000 kr. sem er sama verð og lampinn er á í Danmörku.

Komdu í heimsókn og skoðaðu þennan gullfallega lampa.