Jólaborðið í Epal – Hlín Reykdal

Hlín Reykdal skreytti jólaborðið í Epal Skeifunni vikuna 25. nóvember – 1. desember.

Hlín Reykdal útskrifaðist sem fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands árið 2009 og hefur hún verið starfandi sem hönnuður undir eigin nafni síðan. Hlín hefur unnið við hönnun og framleiðslu á skartgripum frá vinnustofu sinni samfleytt til dagsins í dag. Vörumerkið er vinsælt og á stóran og dyggan viðskiptahóp. Árið 2010 stofnaði hún, ásamt öðrum hönnuðum, verslunina Kiosk þar sem hönnun hennar leit dagsins ljós. Fljótlega fóru aðrar verslanir að sýna Hlín áhuga og hefur hún selt víða bæði hérlendis og erlendis.

Skartgripir Hlínar hafa fengist í Epal í yfir 10 ár við góðar undirtektir. Litir og skemmtilegar litasamsetningar hafa einkennt hönnun Hlínar alla tíð ásamt vönduðu og fáguðu handverki þar sem smáatriðin skipta máli.

Jólaborðið: Borðstell og blómavasar eru frá Ro Collection, glös eru frá Frederik Bagger, hnífapör eru frá Alessi, kertastjakar litlir eru frá Lyngby.

Verið velkomin til okkar í Epal Skeifunni og sjáið jólaborðið.

Við eigum til gott úrval af skartgripum Hlínar Reykdal í Epal.

 

Afmælistilboð – staflanlegar skálar frá Ro Collection

Ro Collection er danskt vörumerki sem stendur fyrir gæði, frumleika og handverk. Ro Collection var stofnað árið 2013 af hönnuðinum Rebeccu Uth sem jafnframt hefur hannað margar af þeirra vinsælustu vörum, meðal annars skálarnar sem njóta mikilla vinsælda. 

Skálarnar eru innblásnar af japanskri fagurfræði og með danskt notagildi í huga, þær eru handgerðar í fjölskyldurekinni verksmiðju í Portúgal og mega bæði fara í ofn og uppþvottavél ásamt því að staflast vel. Litatónn glerungsins getur verið mismunandi frá skál til skál og er því hvert stykki einstakt.

Skálarnar í litnum Oxblood red eru nú á afmælistilboði – sjáðu nánar í vefverslun Epal undir tilboð.

Ro Collection fæst í Epal

Ro Collection er spennandi danskt vörumerki sem leggur áherslu á gæði og handverk. Ro var stofnað árið 2013 og hefur notið mikillar velgengni síðan, línan þeirra samanstendur af glæsilegum glervösum, kertaluktum, viðarbrettum og ofnheldum leirskálum sem eru sérstaklega fallegar og eru vörurnar einnig á góðu verði.

Kíktu við hjá okkur í Epal og sjáðu spennandi úrvalið frá Ro Collection

Sjáðu úrval Ro Collection í vefverslun Epal –