Ný og heillandi vörulína frá Sebra – Dragon Tales & Pixie Land

Við vorum að taka upp glæsilegar nýjar vörulínur frá Sebra sem eru partur af haust og vetrarlínunni 2022 og bera heitið Dragon Tales og Pixie Land. Þessar fallegu nýjungar eru skreyttar drekaævintýrum og nostalgískum skógarteikningum sem kitla ímyndunarafl barnsins.

Sebra er danskt hönnunarfyrirtæki sem framleiðir vönduð húsgögn og smávörur fyrir barnaherbergi sem njóta mikilla vinsælda. Sjáðu Sebra vöruúrvalið í vefverslun Epal.is

Ný og heillandi vörulína frá Sebra – Nightfall

Sebra er danskt hönnunarfyrirtæki sem framleiðir vönduð húsgögn og smávörur fyrir barnaherbergi sem njóta mikilla vinsælda. Nýlega leit vörulínan Nightfall dagsins ljós og er hún FSC™ vottuð og skreytt heillandi skógardýrum. Sjón er sögu ríkari.

Sjáðu Sebra vöruúrvalið í vefverslun Epal.is

http://www.sebra.dk

Nýtt í barnaherbergið : Wildlife frá Sebra

Wildlife er ný og dásamlega falleg vörulína fyrir barnaherbergið frá Sebra sem innblásin er af nokkrum fallegustu litum haustsins. Wildlife línan inniheldur m.a. silkimjúka bangsa, rúmföt, stuðkant og ýmislegt skemmtilegt fyrir matartímann.

Sebra Interior er danskt hönnunarfyrirtæki sem hannar og framleiðir húsgögn og smávörur fyrir barnaherbergi. Fyrirtækið var stofnað af Miu Dela árið 2004. Í dag eru alls 14 hönnuðir sem hanna fyrir Sebra en samtals eiga þau 26 börn, því er hægt að segja að þau séu með puttann á púlsinum þegar kemur að góðri hönnun fyrir börn.

Nýtt frá Sebra : Hreinar og lífrænar snyrtivörur fyrir börn

Nýtt frá Sebra! Baby Care eru hreinar, lífrænar og vottaðar gæða snyrtivörur sérstaklega hannaðar með lítil kríli í huga. Vörulínan er lífrænt vottuð, vegan og hentar einnig fyrir ofnæmiskroppa, og eru vörurnar með hvorki meira né minna en fjórar gæðavottanir og mótaðar sérstaklega fyrir ungbörn og þeirra fjölskyldur.

Þróað og framleitt í Danmörku fyrir foreldra í leit að mildri og hreinni húðvörulínu fyrir börn, samsett úr náttúrulegum innihaldsefnum með lítil áhrif á umhverfið.

 

Vörurnar henta vel fyrir daglega notkun.

Kynntu þér betur Baby Care vörurnar og innihaldsefnin í vörunum með því að ýta á þennan hlekk hér. 

75 ÁRA AFMÆLISÚTGÁFA SEBRA RÚMSINS

Í tilefni þess að 75 ár eru frá því að Juno rúmið var hannað kynnir Sebra Interior, einkaréttshafi á þessari klassísku hönnun, fallega afmælisútgáfu úr beyki – Sebra Bed – Wooden Edition. Fyrstu 200 rúmin eru sérstakar útgáfur með álétrun.

Fræga Juno rúmið var hannað af danska arkitektnum Viggo Einfeldt á árunum 1942-43. Hönnunin var tímalaus og byggð á þeirri hugmynd að rúmið ætti að vaxa með barninu og vera öruggt. Hönnun rúmsins var mjög sérstök og auðþekkjanleg og þótti einnig á þeim tíma mjög sérstakt að áherslan væri á öryggi fyrir barnið. Þetta fallega rúm varð fljótlega mjög vinsælt og er í dag talið vera danskt hönnunartákn.

Sebra Interiør eignaðist síðar einkaréttinn á upprunalega Juno rúminu og kynnti uppfærða útgáfu af klassíska og fallega rúminu undir nafninu Sebra rúm – rúmið sem vex með barninu.

Í Danmörku er klassíska Juno rúmið einnig þekkt úr fjölda fjölskyldubíómynda, þar sem að aðalsöguhetjan átti eitt slíkt. Myndirnar voru 8 talsins og allar teknar upp á árunum 1953-1961 og eru í dag partur af dönskum menningararfi í flokki fjölskylduskemmtunar. Juno rúmið hefur haldið vinsældum sínum í áratugi og klassísk hönnun þess er enn jafn falleg og nútímaleg og þegar það var hannað á fimmta áratugnum.

“Í gegnum árin hafa margar kynslóðir keypt upprunalega Juno rúmið í nýju eða notuðu ástandi í Danmörku, og margar kynslóðir barna hafa sofið í þessu rúmi. Það er vegna þess að í dag hafa foreldrar, ömmur og afar og langömmur og langafar einstaka tengingu við þessa klassísku hönnun. Erfingjar þessa menningarlega fjársjóðs hafa valið að leyfa Sebra að halda áfram með Juno rúmið og danska hönnunararfleið, og við erum mjög stolt og þakklát fyrir það”, segir stofnandi og eigandi Sebra Interiør, Mia Dela.

Sebra fæst í Epal.

Sjáðu úrvalið í vefverslun Epal // Sjá hér. 

SEBRA RÚMIÐ FRÆGA

Sebra Interiør hefur eignast einkaréttinn á upprunalega Juno rúminu og kynnir nú uppfærða útgáfu af klassíska og fallega rúminu undir nafninu Sebra rúm – rúmið sem vex með barninu.

Fræga Juno rúmið var hannað af danska arkitektnum Viggo Einfeldt á árunum 1942-43. Hönnunin var tímalaus og byggð á þeirri hugmynd að rúmið ætti að vaxa með barninu og vera öruggt. Hönnun rúmsins var mjög sérstök og auðþekkjanleg og þótti einnig á þeim tíma mjög sérstakt að áherslan væri á öryggi fyrir barnið. Þetta fallega rúm varð fljótlega mjög vinsælt og er í dag talið vera danskt hönnunartákn.

9d72d950e83c5702ee82bde420250fc49924c1b10752c7fc305777743d8289ef5ad4a2e881f4bd2877fbe0be011775cbd3402f555c377405ed5bdc33aa7e0bdf

Í Danmörku er klassíska Juno rúmið einnig þekkt úr fjölda fjölskyldubíómynda, þar sem að aðalsöguhetjan átti eitt slíkt. Myndirnar voru 8 talsins og allar teknar upp á árunum 1953-1961 og eru í dag partur af dönskum menningararfi í flokki fjölskylduskemmtunar. Juno rúmið hefur haldið vinsældum sínum í áratugi og klassísk hönnun þess er enn jafn falleg og nútímaleg og þegar það var hannað á fimmta áratugnum.

“Í gegnum árin hafa margar kynslóðir keypt upprunalega Juno rúmið í nýju eða notuðu ástandi í Danmörku, og margar kynslóðir barna hafa sofið í þessu rúmi. Það er vegna þess að í dag hafa foreldrar, ömmur og afar og langömmur og langafar einstaka tengingu við þessa klassísku hönnun. Erfingjar þessa menningarlega fjársjóðs hafa valið að leyfa Sebra að halda áfram með Juno rúmið og danska hönnunararfleið, og við erum mjög stolt og þakklát fyrir það”, segir stofnandi og eigandi Sebra Interiør, Mia Dela.
388a0088d7023ac7d0075ea8fe34559a3e89010de4ef938a489232aed40a81b28e4ba7aa191013abfcbe0052d7d27ce61bd81ad8137754549bbb4284cdfa626c a0fd3a58feb23fed8e661c13aea7c7b65b43974eef4993b4ede10bd9d540f9cec026c891e8f0effd47c7638784b985a6c85e2788d58c4352a0d8dac62e88fb4d af7192b11684091d06f860d8a6fbdb8ca5aa0c0943527669fe02b87d5d8766a59e80db8bdffff281549ad19d88b2e3dfd3e3fd2527a71ac417d641d336e35050 c5782ed72b34c92b523b20c92d0d6ebda6c959ddd07d1f65adb95c040679a79321aced5028d1ba57c053e22fec02ceed26783d3897e88b1ef93caac0fcec0901

Ný útgáfa af rúminu felur í sér uppfærslu á ýmsum atriðum til að mæta núverandi öryggiskröfum barnarúma. Ásamt því var virkni rúmsins aðlöguð til að mæta núverandi kröfum foreldra.

Screen Shot 2016-09-07 at 14.31.11

NÝTT FRÁ SEBRA

Sebra Interior er danskt hönnunarfyrirtæki sem hannar og framleiðir húsgögn og smávörur fyrir barnaherbergi. Fyrirtækið var stofnað af Miu Dela árið 2004 og fagnar Sebra því 10 ára afmæli í ár. Mia Dela ákvað að stofna sitt eigið hönnunarfyrirtæki þegar hún var að innrétta herbergi sonar síns Gustav, en henni fannst ekki vera til nógu gott úrval af gæða húsgögnum sérhönnuðum fyrir börn. Í dag eru alls 14 hönnuðir sem hanna fyrir Sebra en samtals eiga þau 26 börn, því er hægt að segja að þau séu með puttann á púlsinum þegar kemur að góðri hönnun fyrir barnaherbergi.

Hér að neðan má sjá myndir úr nýju vor og sumarlínunni 2014 frá Sebra sem er litrík og falleg.


Stækkanlegu barnarúmin frá Sebra njóta mikilla vinsælda og eru þau til í fjölmörgum litum.

Kíktu við í Epal og skoðaðu úrvalið, einnig er hægt að sérpanta vörur sem ekki eru til í verslun okkar.

Hægt er að skoða Sebra bæklinginn með því að klikka á linkinn HÉR.