HönnunarMars : Sigga Heimis

Epal tekur þátt í HönnunarMars ellefta árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun. Að þessu sinni er athyglinni beint að fjölbreyttum hóp íslenskra hönnuða sem hafa náð góðum árangri á sínu sviði bæði hérlendis og erlendis, enda hefur verslunin haft það að leiðarljósi frá stofnun að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi.

Sigga Heimis er á meðal sýnenda í Epal á HönnunarMars og sýnir HLYJU sem eru fallegir hjartalagaðir speglar og mun allur ágóði af sölunni renna til Sjónarhóls, – ráðgjafastöð fyrir foreldra með langveik og/eða fötluð börn. 

 

“Ég hef ákveðið að sýna verkefni sem stendur hjarta mínu bókstaflega nær á Hönnunarmars í ár. Ýmislegt kemur þar til:

Ástríða mín fyrir gleri minnkar ekki með árunum, þvert á móti eykst hann því meira sem ég vinn með þetta magnaða efni. Gler er bæði umhverfisvænt og þolið og svo er grunnefni þess kísill sem við eigum nóg af. Tækifæri til að vinna með gler á Íslandi eru takmörkuð en þó einhver. Áhugi minn var vakin að vinna mögulega hluti hérlendis eftir að hafa í áraraðir unnið með erlendum glerblásurum og fyrirtækjum.

Samfélagsleg ábyrgð er mér ofarlega í huga í minni vinnu sem hönnuður og hönnunarstjórnandi. Umhverfisvitund og næmni henni tengdri er einnig grunnur hvers hönnuðar. Öllum ber skylda að tengja framtíðarvörur við þau málefni sem brenna á okkur sem samfélag enda ábyrgðin okkar að skila frá okkur betri heimi en þann sem við komum inn í.

HLYJA er einfalt geómetrískt form sem notandinn getur leikið sér með. Hægt er að raða nokkrum saman og á mismunandi vegu eftir því hvað hver vill og hentar. Ein eining virkar líka ágætlega þar sem það passar. Hægt er að snúa einingunni á mismunandi vegu í 45 gráðu horn og 90. HLYJA er gerð úr reyklituðum/skyggðum spegli kemur í 3 litum; grábleikur, dimmbláum og grágylltum. HLYJA kemur í 3 stærðum.

HLYJA verður kynnt á Hönnunarmars og mun allur ágóði af sölunni renna til Sjónarhóls (http://www.sjonarholl.net) sem er ráðgjafastöð fyrir foreldra með langveik og/eða fötluð börn. Þar er fólk sem styður við og hjálpar foreldrum sem þurfa að rata í gegnum opinbera kerfið þegar áföll dynja á.

Epal (https://www.epal.is) , Íspan (https://www.ispan.is) og undirrituð tókum höndum saman og vildum með þessum viðburði vekja athygli á mikilvægu málefni og íslenskri hönnun og framleiðslu.

HönnunarMars stendur yfir alla helgina í Epal Skeifunni.

BÓKAHILLUR FYRIR BARNAHERBERGI : ÍSLENSK HÖNNUN

Við vorum að fá nýja sendingu af fallegu bókahillunum fyrir barnaherbergi sem hannaðar eru af Siggu Heimis. Hillurnar eru 120 cm á lengd og hannaðar þannig að bækurnar snúi fram en ekki á hlið eins og tíðkast oft í bókahillum, og skreytir þá bæði veggi herbergisins ásamt því að virka hvetjandi fyrir börn til að grípa í bók til lesturs. Hillurnar eru til í nokkrum litum, hvítu, bleiku, og grænu og er hillan leiserskorin úr málmi.

1251459525_b_hylla2

Falleg íslensk hönnun í barnaherbergið.