Ro Collection er danskt vörumerki sem stendur fyrir gæði, frumleika og handverk. Ro Collection var stofnað árið 2013 af hönnuðinum Rebeccu Uth sem jafnframt hefur hannað margar af þeirra vinsælustu vörum, meðal annars skálarnar sem njóta mikilla vinsælda.
Skálarnar eru innblásnar af japanskri fagurfræði og með danskt notagildi í huga, þær eru handgerðar í fjölskyldurekinni verksmiðju í Portúgal og mega bæði fara í ofn og uppþvottavél ásamt því að staflast vel. Litatónn glerungsins getur verið mismunandi frá skál til skál og er því hvert stykki einstakt.
Skálarnar í litnum Oxblood red eru nú á afmælistilboði – sjáðu nánar í vefverslun Epal undir tilboð.