SMART SNAGAR FRÁ KNAX

Smart snagar í forstofuna –

Það þurfa flestir á góðum snögum að halda í forstofuna til að hengja af sér yfirhafnir og veski og þar koma Knax snagarnir frá LoCa til sögu. Stílhreinir og sterkbyggðir snagar sem hafa verið handgerðir í Danmörku frá árinu 1995 úr gegnheilum við.

Knax snagarnir fást í Epal í nokkrum stærðum og litum, vinsælastir hafa verið úr hnotu, eik og kirsuberjavið,  Kíktu við hjá okkur í Epal Skeifunni og sjáðu möguleika Knax. Verð frá 14.500 kr. (2 snagar).

 

VEGGPUNT

Við bjóðum upp á gott úrval af allskyns veggpunti; fatahengi, snaga, klukkur, veggvasa, veggkertastjaka og ýmislegt fleira. Puntaðu veggi heimilisins með þessum flottu vörum,

by_lassen_stropp_knage_image

Stropp frá By Lassen, fæst hér í vefverslun.

FullSizeRender-10 Hay-Gym-Hook-Collection

Gym hankar frá HAY, fást hér í vefverslun.

menu-4767539-1

POV veggkertastjakar frá Menu, fást hér í vefverslun.

muuto_dots_hall_1

Dots snagar frá Muuto, fást hér í vefverslun.

NordicDaysWhite1 normann

Pocket veggvasar frá Normann Copenhagen, fást hér í vefverslun.

pocket-3 3315_Dropit_-Black_White_Blue_Hat_Umbrella.ashx

 

Dropit snagar frá Normann Copenhagen, fást hér í vefverslun.

thumb-1-HAY-Juni-41049_2014-9-1_14-26-3

Volet snagar frá HAY, fást hér í vefverslun.

7adc14641c7602372eba00141e11d676

Snigill frá Ihanna home, fæst hér í vefverslun.

4be782a7b9196e60a8fc0eba9580de64_h398w532_min

Ohook snagi frá Helgo, fást hér í vefverslun.

Þetta og svo margt fleira, kíktu við og sjáðu úrvalið!

NÝ HÖNNUN : KÖTTUR ÚTI Í MÝRI

Hár úr hala, hönnunarteymi er samstarfsverkefni Ólafs Þórs Erlendssonar húsgagna- og innanhússarkitekts og Sylvíu Kristjánsdóttur grafísks hönnuðar. Þau sækja innblástur í sögur, vísur og ævintýri og hanna hagnýta hluti með vísun í þau minni. Nú er komin ný lína frá hönnunarteyminu Hár úr hala, þar sem þau vinna með þulu sem gjarnan er notuð í lok ævintýra og hljóðar á þessa leið:

Köttur úti í mýri 

setti upp á sér stýri 

úti er ævintýri.

 Í þessari vörulínu eru snagar þar sem kettir úti í mýri setja jafnvel upp á sér sýri og passa upp á tvo hanka hver. Þetta eru fjórar tegundir þar sem kettirnir Skotta, Brandur, Loppa og Lási eru í aðalhlutverki. Síðan er annar snagarekki þar sem kettir úti í mýri ásamt kettlingum passa þrjá hanka. Í framhaldinu koma svo hillur þar sem hilluberarnir munu passa uppá ævintýrin og verða hillurnar vonandi líka vettvangur nýrra ævintýra.

 Snagarnir eru pólýhúðað laserskorið ál með góðum hönkum og til að byrja með verða litlu snagarnir til í svörtu en stærri í svörtu og hvítu.

Þessir flottu snagar fást núna hjá okkur í Epal.