60 ÁRA VIÐHAFNARÚTGÁFA – SPÁNSKI STÓLLINN

SPÁNSKI STÓLLINN – 60 ÁRA VIÐHAFNARÚTGÁFA, 1958 – 2018

Spánski stóllinn fagnar 60 ára afmæli – hannaður af Børge Mogensen árið 1958 og framleiddur af Fredericia. Óaðfinnanlegt handverk og einstakur efniviður sameinast í þessu meistaraverki

Í tilefni þess að 60 ár eru frá því að Spánski stóllinn var hannaður kynnir Fredericia viðhafnarútgáfu úr gegnheilli eik með glæsilegu ólívugrænu hnakkaleðri. Til heiðurs verka Børge Mogensen hefur Fredericia farið í gegnum skjalasafn meistarans og uppgötvað þennan náttúrulega lit sem var jafnframt í uppáhaldi hjá Mogensen og var afar ríkjandi á heimilum á þessum tíma. Núna í fyrsta sinn verður Spánski stóllinn fáanlegur í þessum fallega lit og markar 60 ár af óaðfinnanlegu handverki og einstakri hönnun. 

 

ÁRITUÐ ÚTGÁFA Y-STÓLSINS Í TAKMÖRKUÐU UPPLAGI ÚR ÁLM

Ekki missa af einstöku tækifæri til að eignast áritaða útgáfu Y-stólsins úr álmi sem framleiddur var í takmörkuðu upplagi.

Carl Hansen & Søn fögnuðu afmælisdegi Hans J. Wegner 2. apríl með árituðum Y-stól í takmörkuðu upplagi úr álm. Þetta er í fyrsta sinn sem Y-stóllinn er framleiddur í þessari sterku og fallegu viðartegund.

Allir stólarnir eru áritaðir með undirskrift Hans J. Wegner ásamt afmælisdegi og með fylgir upprunavottorð.

Þessi einstaka útgáfa af Y stólnum kostar 85.000 kr.-

Y-stóllinn er heimþekktur og er jafnframt frægasta hönnun Hans J. Wegner (sem hannaði yfir 500 stóla á sinni lífstíð). Frá því að fyrsti stóllinn var framleiddur árið 1950 hefur Y-stóllinn verið gerður úr sömu 14 pörtum sem krefjast yfir 100 ólíkra vinnslustiga og um það bil 3 vikur í undirbúning.

Stóllinn er úr viði og er að mestu leyti handgerður, þar á meðal er setan handofin úr 120 metrum af sterkum pappírsþræði sem á að duga í allt að 50 ár. Hans J. Wegner hannaði stólinn fyrir Carl Hansen & Søn árið 1949, og hefur hann verið óslitið í framleiðslu frá 1950. Stóllinn heitir í raun CH24 en er kallaður Y-stóllinn á íslensku og óskabeinsstóllinn á ensku, eða Wishbone chair.

HANS J. WEGNER CH22 Á TILBOÐSVERÐI

Við kynnum nýtt afmælistilboð í tilefni af 40 ára afmæli Epal.

CH22 stóllinn var einn af fyrstu stólunum sem Hans J. Wegner hannaði fyrir danska húsgagnaframleiðandann Carl Hansen & Søn og var fyrst kynntur til sögunnar árið 1950 ásamt heimsþekkta CH24 sem betur er þekktur sem Wishbone chair / Y-stóllinn. Fyrr á árinu hóf Carl Hansen & Søn endurframleiðslu á þessum einstaka stól og bjóðum við nú upp á hann á frábæru tilboðsverði, aðeins 200.000 kr. í stað 320.000 kr.

Stóllinn er framleiddur í dag eftir nákvæmum teikningum Wegner en mjög flóknar samsetningar hans eru líkleg ástæða þess að stóllinn hefur verið svo lengi úr framleiðslu hjá fyrirtækinu. CH22 er einstalega fallegur hægindarstóll og mikil meistarasmíði eins og sjá má á myndskeiðinu hér að neðan.

Stóllinn er einnig áritaður af Hans J. Wegner.


carl-hansen-son-hans-j-wegner-ch22-lounge-chair_dezeen_936_4 carl-hansen-son-hans-j-wegner-ch22-lounge-chair_dezeen_936_6 Wegner_CH22-oak_detail_wedge_600x800 Wegner_CH22-oak-walnut-mix_detail_armrest_600x828

AfmTilboð CH22