Tilboð í vefverslun Epal.is

Kynntu þér úrvalið af spennandi tilboðum sem nú eru í gangi í vefverslun okkar og í verslunum Epal. Má þar nefna 30% afslátt af völdum Frederik Bagger kristalsglösum, 50% afslátt af völdum Muuto Dots hönkum, 30% afslátt af völdum ljósum frá Louis Poulsen, 50% afsláttur af Pleece vörum frá Design House Stockholm og svo margt fleira á frábærum afslætti út vikuna 22. – 27. nóvember.

Nýttu þér tækifærið og verslaðu jólagjafirnar í rólegheitum heima í stofu.

15% afsláttur af Ambassador rúmum frá Jensen

Ambassador rúmin frá Jensen Beds eiga 15 ára afmæli og af því tilefni er 15% afsláttur af öllum Ambassador rúmum.*
 
Jensen rúmin eru gæðavottuð eftir alþjóðlegum stöðlum og bera einnig Svansmerkið, en strangar kröfur þess tryggja að Svansmerkt vara er betri fyrir umhverfið og heilsuna.
 
Jensen hefur framleitt gæðarúm frá árinu 1947 og hafa þeir hlotið verðlaun frá norska hönnunarráðinu fyrir þægindi, framleiðslu og góða hönnun.
Öll framleiðsla og hönnun fer fram í Noregi og eru rúmin sérsniðin hverjum og einum viðskiptavini með ótal möguleikum varðandi gormakerfi, yfirdýnur, áklæði, fætur, liti og allt útlit rúmsins, einnig er afhendingartími stuttur.
 
Öll rúm frá Jensen eru með 5 ára ábyrgð og 25 ára ábyrgð á rúmbotnum og gormakerfi.
Vertu velkomin í verslun okkar í Skeifunni 6 og sjáðu glæsilegan sýningarsal á efri hæð verslunar okkar þar sem hægt er að kynna sér Jensen rúmin betur.

Montana hillur á 20% afslætti

Sparaðu 20% á klassískum hvítum Montana einingum! *takmarkað magn. 

Montana er eitt þekktasta hönnunarfyrirtæki dana, stofnað árið 1982 af Peter J. Lassen. Montana hillukerfið hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár en hillurnar koma í fjölmörgum útgáfum og litum.

Því er hægt að fá hillur sem sérsniðnar eru að þörfum hvers og eins og gera þær rýmið persónulegra. Montana framleiðir hillueiningar fyrir bæði heimili og skrifstofur og fer öll framleiðslan fram í Danmörku.

Við bjóðum nú upp á 20% afslátt af Montana einingum 1112 í hvítum lit, dýpt 30 cm.

 

Afmælistilboð á Trenton sófum frá Eilersen –

Við kynnum frábært tilboð á Trenton sófum frá danska húsgagnaframleiðandanum Eilersen* sem gildir til 31. desember 2020.

Trenton sófinn er í klassískum skandinavískum stíl ásamt því að vera einstaklega þægilegur sem er einmitt það sem Eilersen eru þekktastir fyrir.

Danski húsgagnaframleiðandinn Eilersen eru heimsþekktir í dag fyrir gæði og góða hönnun, en sögu þeirra má rekja aftur til ársins 1895.

Áherslur Eilersen hafa breyst með tímanum og framleiða þeir í dag hágæða bólstruð húsgögn sem þykja með þeim allra vönduðustu. Í dag rekur fjórða kynslóð Eilersen fjölskyldunnar verksmiðjuna sem einbeitir sér að hönnun og smíði á gæða sófum sem njóta mikilla vinsælda um heim allann fyrir einstök gæði og fallega hönnun.

Verið velkomin til okkar í Epal Skeifunni og kynnið ykkur gæði Eilersen sófanna.

 

EJ 220 sófinn er 50 ára í ár

EJ 220 sófinn er 50 ára í ár og bjóðum við í tilefni þess upp á 25% afslátt af sófanum til 31. september 2020.

Erik Jørgensen (1928-1998) var lærður bólstrari og söðlasmiður og stofnaði hann fyrirtæki sitt Erik Jørgensen Møbelfabrik árið 1954 í Svendborg. Upp úr 6. áratugnum var Erik mjög upptekinn af þeirri hugmynd að endurhanna hinn hefðbundna sófa og gera þetta vinsæla húsgagn fagurfræðilega aðlaðandi og þægilega upplifun í senn. Erik hafði hæfileika í því að sameina gott handverk og þekkingu á efnum við nýjustu tískubylgjur í hönnun og var útkoman kassalaga sófinn EJ220 sem nýtur í dag gífurlega mikilla vinsælda og er svo sannarlega klassísk hönnun.

Verið velkomin til okkar í Epal Skeifunni og fáðu ráðgjöf við valið ásamt upplýsingum um verð.

 

30% afsláttur af klassískum Svanasófa eftir Arne Jacobsen

Við kynnum frábært tilboð á Svanasófanum sem hannaður var af Arne Jacobsen árið 1958 –

Arne Jacobsen hannaði Svaninn (ásamt Egginu) upphaflega fyrir móttöku og setustofu Royal Hotel í Kaupmannahöfn í lok fimmta áratugarins. Svanurinn er einstaklega formfagur stóll og hefur notið mikilla vinsælda undanfarna áratugi. Svana-sófinn var hinsvegar aðeins í framleiðslu til ársins 1974, en var aftur settur í framleiðslu af Fritz Hansen árið 2000 vegna mikillar eftirspurnar.

Tilboðið gildir frá 1. apríl – 31. júlí.

Tilboð á Montana TV einingum til 31. mars

Við kynnum frábært tilboð á Montana Furniture TV einingum sem gildir til 31. mars.
 
Montana er eitt þekktasta hönnunarmerki dana, stofnað árið 1982 af Peter J. Lassen og fer öll framleiðsla fram í Danmörku. Montana hannar og framleiðir hillukerfi sem hægt er að sérsníða að þörfum hvers og eins og gera þær rýmið persónulegra.