Ash sófar frá Eilersen á frábæru tilboði

Við kynnum frábært tilboð á Ash sófum frá danska húsgagnaframleiðandanum Eilersen* sem gildir til 31. desember 2019.

Ash sófarnir koma í fjölmörgum stærðum og með mismunandi áklæðum og því auðvelt að útbúa sófa sem hentar þér og þínu heimili. Ash sófinn er í klassískum skandinavískum stíl ásamt því að vera einstaklega þægilegur sem er einmitt það sem Eilersen eru þekktastir fyrir.

Danski húsgagnaframleiðandinn Eilersen eru heimsþekktir í dag fyrir gæði og góða hönnun, en sögu þeirra má rekja aftur til ársins 1895.

Áherslur Eilersen hafa breyst með tímanum og framleiða þeir í dag hágæða bólstruð húsgögn sem þykja með þeim allra vönduðustu. Í dag rekur fjórða kynslóð Eilersen fjölskyldunnar verksmiðjuna sem einbeitir sér að hönnun og smíði á gæða sófum sem njóta mikilla vinsælda um heim allann fyrir einstök gæði og fallega hönnun.

Verið velkomin til okkar í Epal Skeifunni og kynnið ykkur gæði Eilersen sófanna.

 

Frábært tilboð á Axel leðursófa frá Montis

Ekki missa af frábæru tilboði á 3,5 og 4 sæta Axel leðursófum frá Montis sem gildir til 1. september 2019.

Montis var stofnað árið 1974 og hafa þeir mikil þægindi og gæði að leiðarljósi í allri hönnun sinni. Axel sófinn sem hannaður er af Gijs Papavoine árið 2005 er glæsilegur sófi sem hentar öllum heimilum. Sófinn er nokkuð hár sem gerir auðveldara fyrir að standa upp úr honum og sófafætur eru látlausar og lítið ber á þeim. Axel sófinn er fallegur og þægilegur og er nú á frábæru tilboði.

Verið velkomin í verslun okkar Skeifunni og kynntu þér Axel sófann frá Montis.

Montana á 20% afslætti* 15. febrúar – 15. mars

Sparaðu 20% á Montana hillueiningum til 15. mars, kíktu við í verslun okkar í Skeifunni og sjáðu ótrúlegt úrval af Montana einingum.

Peter J. Lassen stofnaði fjölskyldufyrirtæki sitt Montana Møbler árið 1982. Montana hillukerfið hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár en hillurnar er hægt að nota á ótalmarga vegu og koma þær í mörgum litum. Því er hægt að fá hillur sem sérsniðnar eru að þörfum hvers og eins og gera þær rýmið persónulegra. Montana framleiðir hillueiningar fyrir bæði heimili og skrifstofur og fer öll framleiðslan fram í Danmörku.

Allar Montana hillueiningar eru sérpantaðar og best er því að koma við í sýningarsal okkar í Epal Skeifunni eða hafa samband við sölumann í húsgagnadeild varðandi verð og upplýsingar um afhendingartíma.

*Afslátturinn gildir aðeins á 12 mm einingar. Gildir ekki á Panton Wire seríuna, Montana Wardrobe, Montana Bathroom, CO16, Montana Free, Monterey, Skyline – stólar og borð.

EGGIÐ Á FRÁBÆRU TILBOÐI

60 ár með Egginu – frábært tilboðsverð

Við kynnum frábært tilboð á Egginu, einni þekktustu hönnun Arne Jacobsen sem framleitt er af danska húsgagnaframleiðandanum Fritz Hansen. Eggið var hannað árið 1958 fyrir SAS Royal hótelið í Kaupmannahöfn, en ásamt Egginu hannaði Arne Jacobsen einnig Svaninn og Dropann fyrir hótelið. Eggið er tímalaus klassík þekkt um allan heim og er eftirsóttur hægindarstóll hjá þeim sem kjósa gæði og þægindi. Eggið er fáanlegt í leðri og með textíl og við kynnum núna frábært tilboð á Egginu í Hallindal áklæði sem gildir til 1. desember.

TILBOÐ : MISSION SÓFAR FRÁ EILERSEN

Við kynnum frábært tilboð á Mission sófum frá danska húsgagnaframleiðandanum Eilersen* sem gildir til 31. desember 2018.

Mission sófarnir koma í fjölmörgum stærðum og með mismunandi áklæðum og því auðvelt að útbúa sófa sem hentar þér og þínu heimili. Mission sófinn er í klassískum skandinavískum stíl ásamt því að vera einstaklega þægilegur sem er einmitt það sem Eilersen eru þekktastir fyrir.

Danski húsgagnaframleiðandinn Eilersen eru heimsþekktir í dag fyrir gæði og góða hönnun, en sögu þeirra má rekja aftur til ársins 1895.

Áherslur Eilersen hafa breyst með tímanum og framleiða þeir í dag hágæða bólstruð húsgögn sem þykja með þeim allra vönduðustu. Í dag rekur fjórða kynslóð Eilersen fjölskyldunnar verksmiðjuna sem einbeitir sér að hönnun og smíði á gæða sófum sem njóta mikilla vinsælda um heim allann fyrir einstök gæði og fallega hönnun.

Verið velkomin til okkar í Epal Skeifunni og kynnið ykkur gæði Eilersen sófanna.

EINSTAKT TÆKIFÆRI TIL AÐ EIGNAST CH23 STÓL HANS J. WEGNER

Við kynnum einstakt tilboð á árituðum CH23 stól Hans J. Wegner í tilefni endurkomu hans. Tilboðið stendur aðeins í einn dag, þann 16. júní og kostar stóllinn 53.500, -kr.

CH23 stóllinn er einn fyrsti stóllinn sem Hans J. Wegner hannaði fyrir Carl Hansen & Søn árið 1950 og fékk strax góðar viðtökur, þrátt fyrir það hefur stóllinn ekki verið í framleiðslu síðustu fimm áratugi og fögnum við því að þessi glæsilega og klassíska hönnun sé aftur fáanleg.

Þetta frábæra verð stendur aðeins í þennan eina dag og er sama verð á stólnum hjá öllum söluaðilum Carl Hansen & Søns um allan heim. 

SaveSave

TILBOÐ Á HIGH BOX SÓFUM FRÁ EILERSEN

Við kynnum frábær tilboð á High box sófum frá danska húsgagnaframleiðandanum Eilersen sem gildir til 31. desember.

High box sófarnir koma í fjölmörgum stærðum og með mismunandi áklæðum og því auðvelt að útbúa sófa sem hentar þér og þínu heimili. High box sófinn er í klassískum skandinavískum stíl ásamt því að vera einstaklega þægilegur sem er einmitt það sem Eilersen eru þekktastir fyrir.

Danski húsgagnaframleiðandinn Eilersen eru heimsþekktir í dag fyrir gæði og góða hönnun, en sögu þeirra má rekja aftur til ársins 1895 þegar hinn ungi Niels Eilersen starfaði sem hestakerrusmiður. Hann var sá fyrsti í Danmörku til að nota gufu til að beygja við, en þá aðferð notaði hann til að smíða kerruhjólin. Þegar sá tími kom að bílar tóku við af hestukerrum hóf Eilersen verksmiðjan að smíða sæti í bíla og rútur. Þegar að verksmiðjan brann til kaldra kola árið 1934 breyttust áherslur Eilersen algjörlega sem hóf þá að framleiða hágæða bólstruð húsgögn sem í dag þykja með þeim allra vönduðustu. Í dag rekur fjórða kynslóð Eilersen fjölskyldunnar verksmiðjuna sem einbeitir sér að hönnun og smíði á gæða sófum sem njóta mikilla vinsælda í dag um heim allann fyrir einstök gæði og fallega hönnun.

Verið velkomin til okkar í Epal Skeifunni og kynnið ykkur gæði Eilersen sófanna.

bb3890b39c323b145fddb4e7d06968fb_grande

tilbod-highbox2

AFMÆLISTILBOÐ – J39 STÓLL BØRGE MOGENSEN

Fallegi viðarstóllinn J39 er meðal þekktustu dönsku stólahönnunarinnar, en stóllinn var hannaður árið 1947 af Børge Mogensen. Vegna þess hve stóllinn er einfaldur í hönnun sinni og vegna fjölhæfni í notkun fékk hann fljótlega viðurnefnið “stóll fólksins” og hefur verið afar vinsæll meðal hönnunarunnenda.

Í tilefni 40 ára afmæli Epal bjóðum við upp á J39 stólinn á sérstöku afmælistilboði og kostar hann núna aðeins 64.500 kr, en kostaði áður 96.500 kr.

J39-BM-katalog-15_72


afm-J-39

Hér að neðan má sjá fleiri spennandi afmælistilboð sem eru í gangi,

 

 

afm-Ystóll afm-Poeten afmBorgeNo1 2

KRINGLUKAST: EPAL KRINGLAN

Í tilefni Kringlukasts dagana 5.-9.maí bjóðum við upp á frábær tilboð í verslun okkar Epal Kringlunni. 10% afsláttur af öllum vörum sem ekki eru sérmerktar og 30-50% afsláttur af völdum vörum. Þar má t.d. nefna Kastehelmi glös, skart frá Hring eftir hring, Stelton hitamál og Stockholm línan frá Stelton ásamt fleiri spennandi tilboðum. Verið velkomin í heimsókn í Epal Kringlunni og gerið góð kaup.

Myndirnar að neðan eru teknar af Epal snapchat sem öllum er velkomið að fylgja (epaldesign).
Screen Shot 2016-05-06 at 13.06.55 13113217_10154810728458332_953938910_o.png 13112541_10154810728463332_1488651946_o.png13199275_10154810728513332_1912168966_o.png

Fylgdu okkur á samfélagsmiðlum til að missa ekki af neinu, notandanafnið er epaldesign á Instagram og á Snapchat.