20% AFSLÁTTUR FRÁ CARL HANSEN, MONTANA OG ARTEMIDE

Um helgina, fimmtudag, föstudag og laugardag verða hjá okkur 3 sérfræðingar frá Montana, Carl Hansen & Søn ásamt Artemide. Í tilefni þess verður veittur 20% afsláttur af öllum sýningarvörum ásamt pöntunum frá þessum aðilum. Einnig verður veittur 40% afsláttur af sérvöldum Montana einingum.

3serfr

 

Eitt þekktasta húsgagnið frá Carl Hansen & Søn er líklega CH24 / Wishbone chair, sem einnig gengur undir nafninu Y-stóllinn. Stóllinn var hannaður árið 1949 og var eitt fyrsta húsgagnið sem Hans J. Wegner hannaði fyrir danska húsgagnaframleiðandann Carl Hansen & Søn og hefur stóllinn verið í framleiðslu frá árinu 1950 og notið mikilla vinsælda. Y-ið í baki stólsins gefur honum mikinn karakter og veitir einnig góðan stuðning við bakið. Stóllinn er léttur og því er auðvelt að færa hann á milli rýma, hann hentar vel við borðstofuborðið, skrifborðið eða jafnvel einn og sér. Carl Hansen & Søn eiga rætur sínar að rekja aftur til ársins 1908 og er fyrirtækið í dag eitt það fremsta í danskri húsgagnaframleiðslu og eru heimsþekktir fyrir gæði og frábæra hönnun.

d2f7a11b9a4db2e58f4c3b74ce728c4fcarl-hansen2be3f2082165bad8342cec7fbf580025b3867Furniture-from-Carl-Hansen-Son-image4Furniture-from-Carl-Hansen-Son-image6

Peter J. Lassen stofnaði fjölskyldufyrirtæki sitt Montana Møbler árið 1982. Montana hillukerfið hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár en hillurnar er hægt að nota á ýmsa vegu og koma þær í mörgum litum. Því er hægt að fá hillur sem henta manni fullkomnlega og gera rýmið persónulegra.

Montana framleiðir hillueiningar fyrir bæði heimili og skrifstofur og fer öll framleiðslan fram í Danmörku.

7be205094778937d055167e16de114d4 4655313e12d4711b2aef0ca142c8456b c29e3d9e69a4f074fc11075db7ab8cca

Artemide er þekktur ítalskur ljósaframleiðandi sem sérhæfir sig í framleiðslu á ljósum eftir hönnuði og arkitekta og eru þeir þekktastir fyrir Tolomeo lampann fræga sem var hannaður af Michele De Lucchi og Giancarlo Fassina árið 1986. Tolomeo lampinn er ítalskt hönnunartákn, einstaklega fallegur og stenst tímans tönn.

7106fb7b5398266d102d91f95171266f 867079ef200fdbae12d021ca9553d05c f80729531e50eca5f4788c0a43b062b8 free-shipping-artemide-tolomeo-mega-terra-floor-lamp

Kíktu við í Epal Skeifuna um helgina og nýttu þér þessi frábæru tilboð!

Um helgina, fimmtudag, föstudag og laugardag verða hjá okkur 3 sérfræðingar frá Montana, Carl Hansen & Søn ásamt Artemide. Í tilefni þess verður veittur 20% afsláttur af öllum sýningarvörum ásamt pöntunum frá þessum aðilum. Einnig verður veittur 40% afsláttur af sérvöldum Montana einingum.

20% AFSLÁTTUR AF EILERSEN SÓFUM

Við bjóðum upp á 20% afslátt af sófum frá Eilersen dagana 14.-23.apríl. Helgina 15.-16.apríl verður sérfræðingur frá Eilersen í Epal og veitir ráðgjöf varðandi hvernig velja eigi rétta sófann.

Danski húsgagnaframleiðandinn Eilersen eru heimsþekktir í dag fyrir gæði og góða hönnun, en saga þeirra rekur aftur til ársins 1895 þegar hinn ungi Niels Eilersen starfaði sem hestakerrusmiður. Hann var sá fyrsti í Danmörku til að nota gufu til að beygja við, en þá aðferð notaði hann til að smíða kerruhjólin. Þegar sá tími kom að bílar tóku við af hestukerrum hóf Eilersen verksmiðjan að smíða sæti í bíla og rútur. En þegar að verksmiðjan brann til kaldra kola árið 1934 breyttust áherslur Eilersen algjörlega sem hóf þá að framleiða hágæða bólstruð húsgögn sem í dag þykja með þeim allra vönduðustu. Í dag rekur fjórða kynslóð Eilersen fjölskyldunnar verksmiðjuna sem einbeitir sér að hönnun og smíði á gæða sófum sem njóta mikilla vinsælda í dag um heim allann fyrir einstök gæði og fallega hönnun.

Jazz sofa with loose cover 230x120 cm Envir Pool 01 201516664 Gotham_adphoto_WHEN_BUSINESS_IS_AS_USUAL_Business_landscape Gatsby sofa with loose cover 260x95 cm Envir Sand 20 201517030sofassofas-1Eilersen-sérfr

AFMÆLISTILBOÐ

Hér má sjá öll þau afmælistilboð sem eru í gangi og eru þau hver öðru flottari. Verið velkomin í verslun okkar í Skeifunni og kynnið ykkur þessi frábæru tilboð. afm-PH5 afm-J-39 afmBorgeNo1 2afm-Ystóllafm-Poeten

MONTANA TILBOÐ TIL ÁRAMÓTA

Við höfum framlengt Montana tilboðið fram til áramóta.
Peter J. Lassen stofnaði fjölskyldufyrirtæki sitt Montana Møbler árið 1982. Montana hillukerfið hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár en hillurnar er hægt að nota á ótalmarga vegu og koma þær í mörgum litum. Því er hægt að fá hillur sem sérsniðnar eru að þörfum hvers og eins og gera þær rýmið persónulegra. Montana framleiðir hillueiningar fyrir bæði heimili og skrifstofur og fer öll framleiðslan fram í Danmörku.

4655313e12d4711b2aef0ca142c8456b 7be205094778937d055167e16de114d4MontanaAfmaeli copy

STRING TILBOÐ TIL ÁRAMÓTA

Vegna margra fyrirspurna höfum við ákveðið að framlengja afmælistilboðið á String hillunum fram til áramóta. String hillukerfið nýtur alltaf jafn mikilla vinsælda en það var hannað árið 1949 af sænska arkitektnum Nils Strinning. Hillurnar hafa síðan þá orðið að nokkurskonar hönnunartákni en ástæðurnar fyrir því eru nokkrar, hillurnar þykja afar hentugar og auðvelt er að bæta við skápum og hillum að vild og sérsníða String hillurnar að þínum þörfum. Hillurnar koma í nokkrum útgáfum og er þekktasta útgáfan String með umgjörð úr málmi ásamt litlum String Pocket vegghillum.

AfmTilboð Montana 021215

MONTANA HILLUR Á FRÁBÆRU TILBOÐSVERÐI

Peter J. Lassen stofnaði fjölskyldufyrirtæki sitt Montana Møbler árið 1982. Montana hillukerfið hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár en hillurnar er hægt að nota á ótalmarga vegu og koma þær í mörgum litum. Því er hægt að fá hillur sem sérsniðnar eru að þörfum hvers og eins og gera þær rýmið persónulegra. Montana framleiðir hillueiningar fyrir bæði heimili og skrifstofur og fer öll framleiðslan fram í Danmörku.

1c9436d64e404b5c071a4d05ddf1838e-164390f1ff633d17c810e13620b7157494655313e12d4711b2aef0ca142c8456babd65fe60fa269976d7e909fa8332889c29e3d9e69a4f074fc11075db7ab8cca7be205094778937d055167e16de114d4

Við eigum til fallegar Montana einingar á frábæru tilboðsverði, kíktu endilega við og skoðaðu úrvalið.

MontanaAfmaeli

LOKSINS FÆRÐU STUÐNING Í VINNUNNI!

Við bjóðum núna upp á gott tilboð á skrifborðsstólum frá Sedus og Knoll, einstaklega góðir og klassískir stólar sem veita góðan stuðning.image001

Hönnuðurinn og frumkvöðullinn Don Chadwick hannaði skrifborðsstólinn Chadwick árið 2005 sem framleiddur er af Knoll. Chadwick hefur hlotið fjölmörg verðlaun fyrir hönnun stólsins sem er bæði góður funda- og skrifborðstóll. Chadwick stóllinn sameinar falleg form og hámarksþægindi og veitir einstaklega góðan stuðning við bak og fætur. Með einu handtaki er hægt að stilla hæð og bak stólsins, ásamt því að hækka/lækka arma eftir því hverslags verkefni er verið að vinna.

knoll-risom-lounge-chair-and-chadwick-desk-chair

Quarterback skrifborðsstóllinn frá Sedus er elegant stóll hannaður af Markus  Dörner. Stóllinn veitir góðan stuðning við bak og er góður funda og skrifborðsstóll. Stólinn má fá í nokkrum litum og ættu því flestir að geta fundið einn við sitt hæfi.

quarterback-112 quarterback-106


img-zoom-quarterback-2

 

Komdu við í verslun okkar í Skeifunni 6 og fáðu aðstoð við valið.

TILBOÐ: MAURINN OG LILJAN -TAKMARKAÐ MAGN

Ekki missa af þessu frábæra tilboði á takmörkuðu magni af Maur og Lilju stólunum eftir Arne Jacobsen frá Fritz Hansen. -Stólarnir eru til í mörgum litum.

Það þekkja flestir Maurinn sem hannaður var af Arne Jacobsen árið 1952, en stólinn má finna í mörgum opinberum byggingum um allan heim ásamt því að finnast á fjölmörgum heimilum. Arne Jacobsen hannaði stólinn upphaflega fyrir matsal danska lyfjarisans Novo Nordic og var fyrsta útgáfa Maursins 3100 þá með aðeins þremur löppum. Árið 1980 hóf Fritz Hansen framleiðslu á nýrri útgáfu stólsins 3101, þar sem fjórðu löppinni hafði þá verið bætt við. Maurinn er léttur og þægilegur stóll sem framleiddur hefur verið í ótal litaafbrigðum.

the-Ant-chair-designed-in-1951-by-Arne-Jacobsen-via-Eros-Greatti

Liljuna 3108 þekkja aðeins færri, en Arne Jacobsen hannaði stólinn upphaflega árið 1970 og kynnti hann fyrst á dönsku húsgagnasýningunni / Danish furniture fair en stóllinn var hannaður fyrir danska landsbankann. Einstakt lag stólsins er afrakstur mjög flókins mótunarferlis en stóllinn er mótaður úr mörgum lögum af formbeygðum spón. Liljan var sett í endurframleiðslu árið 2007 og hefur síðan þá fengið verðskuldaða athygli eftir langt hlé. Liljan er léttur og þægilegur stóll sem framleiddur hefur verið í ótal litaafbrigðum.

1965
SpaceLily_Lifestyle2_HR
10850304_10153402574494447_7747545046525494037_n

portrait-full