TILBOÐ Á AXEL SÓFA FRÁ MONTIS

Í tilefni af 30 ára afmæli hollenska sófaframleiðandans Montis bjóðum við upp á afmælistilboð á 3,5 sæta Axel sófanum frá Montis.

contemporary-sofas-adult-5027-1625441

Montis var stofnað árið 1974 og hafa þeir að leiðarljósi í hönnun sinni að hanna móderníska sófa með miklum þægindum.

Axel sófinn sem hannaður er af Gijs Papavoine er fullkominn sófi fyrir allar stofur. Sófinn er nokkuð hár sem gerir auðveldara fyrir að standa upp úr honum og sófafætur eru látlausar og lítið ber á þeim og mætti jafnvel halda að sófinn fljóti á gólfinu.

Einstaklega smart og þægilegur sófi sem er á frábæru tilboði! Komdu og kynntu þér Axel sófann frá Montis.

CH24 WISHBONE CHAIR Á TILBOÐI

Eitt þekktasta húsgagn hannað af Hans J. Wegner er CH24 / Wishbone chair, sem einnig gengur undir nafninu Y-stóllinn. Wishbone stóllinn er á sérstöku tilboðsverði í tilefni 100 ára afmælis Hans J. Wegner. Stóllinn var hannaður árið 1949 og var eitt fyrsta húsgagnið sem Hans J. Wegner hannaði fyrir danska húsgagnaframleiðandann Carl Hansen & Son og hefur stóllinn verið í framleiðslu frá árinu 1950 og notið mikilla vinsælda.

Y-ið eða óskabeinið í bakinu gefur stólnum mikinn karakter og veitir einnig góðan stuðning við bakið. Stóllinn er léttur og því er auðvelt að færa hann á milli rýma, hann hentar vel við borðstofuborðið, skrifborðið eða jafnvel einn og sér.

d2f7a11b9a4db2e58f4c3b74ce728c4f

7ced4d2180e67caabbfc0c10d932e292-620x899 105457230a84f6584a71399112a597ce-620x930

4ac7311f107c1d7514bebb62982673e1

Hér að neðan má sjá myndir frá framleiðsluferlinu:

Decon-Wishbone-Chair-Carl-Hansen-6-legs-600x903 Decon-Wishbone-Chair-Carl-Hansen-7-chisel-600x903 Decon-Wishbone-Chair-Carl-Hansen-8-sanding-600x903 Decon-Wishbone-Chair-Carl-Hansen-9-weaving-600x745


CH24 0614 AUGL

Tilboðið gildir til 1.nóvember 2014.

30 ÁRA AFMÆLISTILBOÐ Á MONTIS SÓFUM

Í tilefni af 30 ára afmæli hollenska sófaframleiðandans Montis bjóðum við upp á afmælistilboð á 3,5 sæta Axel sófanum frá Montis.

Montis var stofnað árið 1974 og hafa þeir að leiðarljósi í hönnun sinni að hanna móderníska sófa með miklum þægindum.

Axel sófinn sem hannaður er af Gijs Papavoine er fullkominn sófi fyrir allar stofur. Sófinn er nokkuð hár sem gerir auðveldara fyrir að standa upp úr honum og sófafætur eru látlausar og lítið ber á þeim og mætti jafnvel halda að sófinn fljóti á gólfinu.

Einstaklega smart og þægilegur sófi sem er á frábæru tilboði! Komdu og kynntu þér Axel sófann frá Montis.

SÉRFRÆÐINGAR FRÁ ERIK JØRGENSEN Í EPAL

Erik Jørgensen er einn stærsti sófaframleiðandi í Skandinavíu. Erik Jørgensen stofnaði samnefnt fyrirtæki sitt árið 1954 í Svendborg í Danmörku en hann hafði áður starfað sem söðlasmiður og bólstrari, hann hafði áhuga á að snúa sér að húsgögnum og eftir að hann hafði komið sér upp verkstæði hóf hann að framleiða sófa.

Erik Jørgensen fyrirtækið hefur alltaf haldið sig við að að handgera allt sem hægt er að vinna í höndum og er það lykillinn af velgengni fyrirtækisins, þeir eru í raun lítið fyrirtæki í Danmörku en orðspor þeirra er mikið stærra. Vörulína þeirra er breið og sófa að finna í mörgum verðflokkum.

 Sófinn Delphi er einn af vinsælustu sófum fyrirtækisins, en hann er úr hágæðaleðri og endist gífurlega vel og lengi.

Sófinn Lagoon er hannaður af Hee Welling og Guðmundi Lúðvíks. Sófinn er framleiddur úr við, textíl og leiðri.

 

Helgina 6.-8.mars verða sérfræðingar frá Montana og Erik Jørgensen í verslun okkar Skeifunni 6.
40% afsláttur verður af sérvöldum einingum frá Montana og 20% afsláttur af öllum pöntunum frá bæði Montana og Erik Jørgensen.
Ekki láta þetta framhjá þér fara!

MONTANA Á TILBOÐI

Það er spennandi helgi framundan hjá okkur í Epal, helgina 6.-8.mars verða sérfræðingar frá Montana og Erik Jorgensen í verslun okkar Skeifunni 6.
40% afsláttur verður af sérvöldum einingum frá Montana og 20% afsláttur af öllum pöntunum frá bæði Montana og Erik Jorgensen.

Peter J. Lassen stofnaði Montana Møbler árið 1982, Montana er fjölskyldufyrirtæki og fer öll framleiðslan fram í Danmörku. Montana framleiðir hillueiningar fyrir heimili og skrifstofur. Hillurnar er hægt að móta á ýmsa vegu og koma þær í mörgum litum, því er hægt að fá hillur sem henta manni fullkomnlega og gera rýmið persónulegra.

Hér að neðan má sjá myndir af fjölbreytileika Montana hillueininganna,


Ekki láta þetta framhjá þér fara!

EILERSEN OG HAY Í EPAL

Danski húsgagnaframleiðandinn Eilersen á sögu sína að rekja allt aftur til ársins 1895 þegar hinn ungi Niel Eilersen starfaði sem hestakerrusmiður. Hann var sá fyrsti í Danmörku til að nota gufu til að beygja við, en þá aðferð notaði hann til að smíða kerruhjólin. Þegar sá tími kom að bílar tóku við af hestukerrum hóf Eilersen verksmiðjan að smíða sæti í bíla og rútur. En þegar að verksmiðjan brann til kaldra kola árið 1934 breyttust áherslur Eilersen algjörlega sem hóf þá að framleiða hágæða bólstruð húsgögn. Í dag rekur fjórða kynslóð Eilersen fjölskyldunnar verksmiðjuna sem einbeitir sér að hönnun og smíði á gæðasófum sem njóta mikilla vinsælda í dag um heim allann.

Um helgina (föstudag og laugardag) verða hjá okkur sérfræðingar frá Eilersen sem veita ráðgjöf og einnig verður boðið upp á 20% afslátt af öllum húsgögnum þeirra ásamt húsgögnum frá HAY.

 Danska hönnunarfyrirtækið HAY þarf vart að kynna en það var stofnað árið 2002 og hefur hönnun þeirra notið gífurlegra vinsælla undanfarin ár. HAY bíður upp á fjölbreytt vöruúrval, húsgögn, teppi, púða og aðra smáhluti til að fegra heimilið. Um helgina (föstudag og laugardag) verða sérfræðingar hjá okkur frá HAY sem veita ráðgjöf og verður því boðið upp á 20% afslátt af öllum húsgögnum þeirra ásamt húsgögnum frá Eilersen.



 


 Komdu við í Epal um helgina og gerðu góð kaup!
Sjáumst.