EINSTAKUR SÓFI FRÁ ERIK JØRGENSEN

Toward sófinn var hannaður af Anne Boysen fyrir sófaframleiðandann Erik Jorgensen árið 2013. Sófinn er einstakur í útliti og hefur mikinn og skemmtilegann karakter, einnig er hægt er að færa til púðana og á þann hátt má breyta notagildi sófans.

Toward_Sofa-Anne_Boysen_Erik_Joergensen-1
Toward-Sofa-1Toward_Sofa-Anne_Boysen_Erik_Joergensen-3-600x300

Erik Jørgensen er einn stærsti sófaframleiðandi í Skandinavíu. Erik Jørgensen stofnaði samnefnt fyrirtæki sitt árið 1954 í Svendborg í Danmörku en hann hafði áður starfað sem söðlasmiður og bólstrari. Hann hafði áhuga á að snúa sér að húsgögnum og eftir að hann hafði komið sér upp verkstæði hóf hann að framleiða sófa.

Erik Jørgensen fyrirtækið hefur alltaf haldið sig við að að handgera allt sem hægt er að vinna í höndum og er það lykillinn af velgengni fyrirtækisins, þeir eru í raun lítið fyrirtæki í Danmörku en orðspor þeirra er mikið stærra. Vörulína þeirra er breið og sófa að finna í mörgum verðflokkum.