ÍSLENSK HÖNNUN FRÁ TULIPOP

Þessar skemmtilegu myndir eru frá íslenska hönnunarfyrirtækinu Tulipop og sýna þær vel vöruúrval þeirra.Vörurnar frá Tulipop eru glaðlegar og það er auðvelt að falla fyrir litríkum og krúttlegum fígúrunum í Tulipop ævintýraheiminum, en þar á hver fígúra sitt nafn og sinn eigin hugarheim.

10484218_839114742767785_2235598897529233640_o 10486052_839114646101128_3469234523295692894_n 10628471_839114672767792_520376487281692723_n 10649734_839114632767796_9109487354419268992_n 10679825_839114722767787_6771142011610187154_o

Myndirnar tók Axel Sigurðarsson.

Tulipop fæst í Epal.

NÝTT FRÁ TULIPOP

Tvær nýjar og skemmtilegar vörur frá Tulipop voru að koma á markað, en það eru minnisbækur og teygjumöppur með sætu sveppasystkinunum Bubble og Gloomy. Minnisbækurnar eru virkilega vandaðar, en í þeim eru límmiðar, og bæði auðar og línustrikaðar blaðsíður. Bækurnar eru því tilvaldar til notkunar hvort sem er sem skissubækur, minnisbækur eða dagbækur. Teygjumöppurnar eru frábærar fyrir pappírana, jafn fyrir skólakrakka sem á skrifstofuna.


Skoðið allan ævintýraheim Tulipop og sjáið alla vörulínuna á www.tulipop.is en þar má einnig lesa sögur um allar persónur Tulipop heimsins, prenta út myndir til að lita og fleira skemmtilegt. Fylgist með Tulipop á Facebook á www.facebook.com/tulipop

Tulipop vörurnar fást í Epal.

DAGSKRÁ HELGARINNAR

Um helgina verða hönnuðir í Epal Skeifunni að kynna vörur sínar, þær Signý frá Tulipop og Edda Skúladóttir frá Fluga Design.

Signý Kolbeinsdóttir teiknari og hönnuður hefur vakið mikla lukku meðal barna og fullorðinna með krúttlegum fígúrum og litríkum heim Tulipop. Þar má nefna sparibaukinn Mosa, Herra Tré lampann og fallega myndskreytta diska, pennaveski og fleiri skemmtilegar smávörur.

Signý verður í Epal laugardaginn 15.desember á milli 13 og 16.


Edda Skúladóttir hannar kvenfatnað og fylgihluti undir nafninu Fluga. Edda er lærður klæðskeri og starfaði í nokkurn tíma í Los Angeles meðal annars hjá þekkta tískumerkinu BeBe.

Edda verður í Epal á sunnudaginn 16.desember á milli 12-15 að kynna fallega klúta sem að hún hannar og saumar úr silkibútum.

Sjáumst um helgina í Epal.