Núna er rétti tíminn til að leggja inn pöntun fyrir útihúsgögnum! Nú bjóðum við 10% afslátt af öllum útihúsgögnum sem gildir til 11. maí.
Hjá okkur í Epal Skeifunni finnur þú úrval af glæsilegum og vönduðum útihúsgögnum sem endast vel, þola íslenskt veðurfar og henta fyrir fjölbreyttar aðstæður. Á meðal okkar fremstu fyrirtækja í útihúsgögnum sem notið hafa mikilla vinsælda síðustu ár eru dönsku fyrirtækin Skagerak by Fritz Hansen, Cane-line og HAY. Ásamt glæsilegum og klassískum útihúsgögnum frá VIPP, Carl Hansen & søn, Muuto, Mater og úrval frá Houe, sem er nýtt vörumerki í Epal.
Skagen frá Skagerak by Fritz Hansen
Skagerak by Fritz Hansen er danskt hönnunarfyrirtæki stofnað árið 1976 og nýlega sameinað Fritz Hansen, framleiðir gæða húsgögn og smávöru með áherslu á framúrskarandi handverk og klassíska hönnun. Skagerak uppfyllir hæstu gæðastaðla þegar kemur að umhverfislegri ábyrgð og nota þau aðeins FSC vottaðan við í framleiðslu sína.
HAY Palissade
Danska hönnunarfyrirtækið HAY býður upp á úrval af vönduðum og nútímalegum útihúsgögnum. Palissade hefur vakið hvað mestu athyglina og nýtur mikilla vinsælda en um er að ræða útihúsgögn hönnuð af Ronan og Erwan Bouroullec fyrir HAY. Línan var hönnuð til þess að passa inn í fjölbreyttar aðstæður; kaffihús, veitingarhús, garðinn, svalir og á pallinn. Palissade samanstendur af stólum, bekkjum, borðum og hægindarstólum og eru í heildinni 13 ólík húsgögn að finna í línunni.
HAY kynnti einnig í fyrra til sögunnar CRATE útihúsgögn úr gegnheilli furu sem upphaflega voru hönnuð árið 1934 af hollenska arkitektnum og hönnuðinum Gerrit Rietveld.
Sjáðu allt úrvalið af útihúsgögnum frá HAY á vefsíðu þeirra hay.dk
Caneline
Caneline er danskt hönnunarfyrirtæki með yfir 30 ára reynslu í hönnun og framleiðslu á hagnýtum og þægilegum húsgögnum. Caneline framleiðir hágæða viðhaldsfrí útihúsgögn sem þola vel veður, vind og frost. Caneline hefur hlotið fjöldan allan af verðlaunum í flokki útihúsgagna fyrir gæði og fallega hönnun.
Vörurnar eru hannaðar með skandinavíska sumardaga í huga þar sem að útihúsgögnin fullkomna stemminguna. Hönnuðir Caneline hafa haft það að leiðarljósi að láta aldrei útlit víkja fyrir notagildi, og eru húsgögnin því bæði falleg og þægileg. / Caneline.com
Þetta og enn meira úrval hjá okkur í Epal Skeifunni og í vefverslun Epal.is