Nýtt frá &tradition – Flowerpot veggljós

Spennandi vornýjung frá &tradition

Flowerpot vegglampi í 6 ólíkum litum. Flowerpot lampinn var hannaður árið 1968 af Verner Panton og er í dag ein þekktasta danska hönnunin, tímalaus klassík sem flestir þekkja. Þó komst vegglampinn aldrei í framleiðslu, fyrr en núna mörgum árum síðar til heiðurs Verner Panton og í náinni samvinnu við Panton fjölskylduna.

&tradition hefur nú stækkað Flowerpot fjölskylduna og kynnir splunkunýtt Flowerpot VP8 veggljós sem fáanlegt er í svörtu, hvítu, ljósgráu, grey-beige, beige-red og sinnepsgulum!

Kynntu þér úrvalið í vefverslun Epal.is. Verð 43.900 kr.

NÝTT FRÁ MONTANA: PANTON WIRE GOLD

Verner Panton hannaði Panton Wire hilluna árið 1971. Danski hönnunarframleiðandinn Montana heiðrar núna heimsþekkta danska hönnuðinn og framleiðir Wire í takmarkaðri gylltri útgáfu. Gyllta útgáfan hefði án efa glatt mikið einn litríkasta hönnuð allra tíma, Verner Panton.

Náinn vinskapur þeirra Verner Panton og Peter J. Lassen stofnanda Montana er mörgum kunnur, og kemur því ekki á óvart að Montana vilji heiðra hönnuðinn með því að bæta við enn einum litnum í litaheim Panton, gylltum.

Panton Wire hillan í gylltu er falleg sem stök eining en einnig nokkrar saman á gólfi eða upphengdar á vegg. Útbúðu einfalda bókahillu, notaðu staka Wire hillu sem náttborð eða settu saman fjórar Wire hillur og notaðu sem sófaboð.

Verð 36.700 kr.

Panton Wire njóta nú þegar vinsælda og hægt er að nota þær jafnt sem hillur, náttborð eða hliðarborð í stofunni. Ótal möguleikar með þessari skemmtilegu hönnun.

PANTHELLA MINI : LOUIS POULSEN

Panthella er klassískur lampi hannaður af Verner Panton árið 1971 fyrir Louis Poulsen.  Panthella er ein vinsælasta hönnun Verner Panton og fæst bæði sem gólflampi og borðlampi.

Núna kynnir Louis Poulsen nýja útgáfu af lampanum eftir upprunalegum teikningum Verner Panton, Panthella mini sem kemur í fjölmörgum nýjum og spennandi litum, með nýjustu LED tækni og með skerm úr áli sem var upphafleg hugmynd hönnuðarins. Upprunalegi Panthella lampinn er með akrýl skermi sem hleypir birtunni fallega í gegn en vegna tæknilegra takmarkana var ekki hægt á þeim tíma að framleiða lampann með ál skermi sem var ósk Verner Panton.

Á meðan að flestir danskir arkitektar á sjötta og sjöunda áratugnum unnu mest með við og önnur náttúruleg efni skar Verner Panton sig úr hópnum og dálæti hans fyrir nýjum efnum gerði hann að sérfræðing í notkun á stáli, plasti, trefjagleri og plexígleri. Verner Panton var frumkvöðull og var einnig langt á undan sinni samtíð með hönnun sinni sem einkenndist af hringlaga og lífrænum formum.

Panthella mini fæst því núna í 8 litum sem allir eru valdir útfrá litahugmyndum Verner Panton úr síðasta verkinu hans áður en hann lést árið 1998, það var sýningin “Lyset og Farven” í Trapholt nútímalistasafninu í Kolding, Damörku. Litirnir eru gulur, rauður, fjólublár, rauður, bleikur, blár ásamt tveimur grænum litum. Panthella mini er einnig til í hvítu, svörtu ásamt hvítu með akrýl skermi.

Panthella mini er 250 mm á hæð á meðan að upprunalegi borðlampinn frá árinu 1971 er 400 mm á hæð.

Kynningarverð er 39.800 kr. – 
0628louis2_666


110916_02-900x1350 orange-panthella-mini-by-louis-poulsen panthella-mini-bord panthella-mini-designed-by-verner-panton-for-louis-poulsen panthella-mini-verner-panton-louis-poulsen-lamp-lighting-design-furniture_dezeen_1568_3 panthella-table-lamp-5_grande