VORHREINGERNING : 6 RÁÐ FRÁ HUMDAKIN

Vorið er loksins komið og þá er tilvalið að taka vorhreingerningu. Humdakin lumar á nokkrum góðum ráðum til að gera hreingerninguna sem einfaldasta.

Humdakin er danskt vörumerki sem býður upp á úrval af hágæða og nútímalegum hreinsivörum sem eru auðveldar í notkun, góðar fyrir húðina og áhrifaríkar Umbúðirnar eru einnig sérstaklega smekklegar og gera þrifin örlítið fallegri og auðveldari. Humdakin er einnig með fallegar textílvörur fyrir eldhús og baðherbergi.

  1. Gerðu vorhreingerninguna ánægjulegri með því að fá fjölskylduna til að taka þátt, því fleiri – því auðveldara. Skipulegðu verkin eftir hverju rými fyrir sig. Best er að kveikja á uppáhalds tónlistinni á meðan.
  2. Hreinsaðu út – best er að ganga frá hverjum hlut á sinn stað til að auðvelda aðgengi fyrir þrifin. Byrjaðu á því að ryksuga allt vel og opnaðu út á meðan fyrir ferskt og hreint loft.
  3. Notaðu Humdakin Universal hreinsinn á gólf og öll yfirborð, ilmurinn er eins og draumur! Notaðu 30 ml af hreinsinum í 5 lítra af volgu vatni. Humdakin vörurnar eru góðar fyrir umhverfið og án aukaefna ásamt parabena.
  4. Þvoðu rúmföt með Humdakin uppþvottasápunni og mýkingarefninu – fyrir hreinan, mildan og ferskan ilm. Þú hreinlega verður að prófa þessa! Best er að leyfa þeim að þorna úti á snúru fyrir brakandi fersk rúmföt og ljúfan nætursvefn.
  5. Verðlaun! Fyrir vel heppnaða hreingerningu áttu skilið eitthvað fyrir þig sjálfa/nn. Í lok hreingerningarinnar er gott að kaupa nýja pottaplöntu eða afskorin blóm í vasa sem ásamt hreina heimilinu færir þér vellíðan og jafnvægi.
  6. Nýjar og fallegar handsápur og handáburður. Humdakin sápurnar og handáburðir eiga það sameiginlegt að vera í fallega hönnuðum umbúðum sem setja punktinn yfir i-ið á baðherberginu eða í eldhúsinu. Hendurnar verða mjúkar og ilmandi.

Humdakin gerir út á gæði, notagildi, einfaldleika og skandinavíska hönnun og við erum viss um að Humdakin eigi eftir að njóta velgengni á Íslandi.

Vörurnar eru gerðar úr miklum gæðum og eru margar 100% lífrænar og án aukaefna. Vörulínan er innblásin af dönskum ströndum og skógum, með meðvitund um áhrif á umhverfið og er meðal annars allur textíll gerður úr GOTS vottuðum bómull og hreinsivörur ásamt sápum eru án parabena og litaefna. Humdakin viðarvörur eru að auki handgerðar úr 100% lífrænum bambusvið frá Indlandi.

Humdakin línan inniheldur allskyns hreinsivörur, handsápur og handáburð ásamt gæða hekluðum viskastykkjum og borðtuskum gerðum úr 100% lífrænum bómull. Humdakin eru einfaldar fallegar vörur sem skreyta heimilið, kíktu á úrvalið hjá okkur í Epal Skeifunni.