Í tilefni 104 ára afmælisdegi Hans J. Wegner þann 2. apríl, hefur Carl Hansen & Søn afhjúpað einn þekktasta stól hönnuðarins, glæsilegan CH24 stól í Ancient eikar útgáfu.
Í fyrsta sinn í sögu stólsins er hann kynntur í Ancient eik. Þökk sé sérstakri meðferð hefur eikartréð fengið einstakan dökkbrúnan glóa sem einkennir þessa sérstaklega eftirsóttu og sjaldæfu, þúsund ára gömlu eik.
Sérstakar afmælisútfágur Y – stólsins eru sérstaklega eftirsóttar hjá söfnurum og hönnunar aðdáendum sem fá nú tækifæri að eignast einstaka áritaða Ancient eikar útgáfu af elegant Y – stól Hans J. Wegner dagana 3. – 4. apríl.
Afmælisútgáfan verður eingöngu til sölu 3. og 4. apríl.
Við erum stolt að geta kynnt ykkur fyrir “Benny the Weaver” sem er einn af meisturunum hjá Carl Hansen & Son. Benny er einn allra færasti vefari þó víða væri leitað og verður hann staddur í Epal Skeifunni frá fimmtudegi til föstudags, 3. – 4. nóvember og sýnir okkur ótrúlegu tæknina sem er að baki þess að vefa sæti í Y-stólinn fræga.
Y-stóllinn er heimþekktur og er jafnframt frægasta hönnun Hans J. Wegner (sem hannaði yfir 500 stóla á sinni lífstíð). Frá því að fyrsti stóllinn var framleiddur árið 1950 hefur Y-stóllinn verið gerður úr sömu 14 pörtum sem krefjast yfir 100 ólíkra vinnslustiga og um það bil 3 vikur í undirbúning.
Stóllinn er úr viði og er að mestu leyti handgerður, þar á meðal er setan handofin úr 120 metrum af sterkum pappírsþræði sem á að duga í allt að 50 ár. Hans J. Wegner hannaði stólinn fyrir Carl Hansen & Son árið 1949, og hefur hann verið óslitið í framleiðslu frá 1950. Stóllinn heitir í raun CH24 en er kallaður Y-stóllinn á íslensku og óskabeinsstóllinn á ensku, eða Wishbone chair.
Við bjóðum Benny Hammer Larsen velkominn í Epal frá 3.-5. nóvember. Benny hefur unnið fyrir Carl Hansen & Son í yfir 20 ár og sérhæfir sig eingöngu í að vefa sæti í Y-stóla og tekur það hann ekki nema um klukkustund að klára einn stól. Benny kemur til með að vefa nokkra Y-stóla í Epal og mun vera hægt að kaupa þá stóla.
Sjón er sögu ríkari!
Ásamt Benny verða hjá okkur staddir tveir sérfræðingar frá Montana og Carl Hansen & Son og verður tilboð á Montana einingum um helgina ásamt því að sérstök tilboð eru í gangi á Black Editions línunni. Sjá betur hér að neðan,
Eitt þekktasta húsgagn Hans J. Wegner er CH24 / Wishbone chair, sem einnig gengur undir nafninu Y-stóllinn. Wishbone stóllinn er nú á sérstöku tilboðsverði í tilefni af 40 ára afmæli Epal. Stóllinn var hannaður árið 1949 og var eitt fyrsta húsgagnið sem Hans J. Wegner hannaði fyrir danska húsgagnaframleiðandann Carl Hansen & Søn og hefur stóllinn verið í framleiðslu frá árinu 1950 og notið mikilla vinsælda.
Y-ið í baki stólsins gefur honum mikinn karakter og veitir einnig góðan stuðning við bakið. Stóllinn er léttur og því er auðvelt að færa hann á milli rýma, hann hentar vel við borðstofuborðið, skrifborðið eða jafnvel einn og sér.
Eitt þekktasta húsgagn hannað af Hans J. Wegner er CH24 / Wishbone chair, sem einnig gengur undir nafninu Y-stóllinn. Wishbone stóllinn er á sérstöku tilboðsverði í tilefni 100 ára afmælis Hans J. Wegner. Stóllinn var hannaður árið 1949 og var eitt fyrsta húsgagnið sem Hans J. Wegner hannaði fyrir danska húsgagnaframleiðandann Carl Hansen & Son og hefur stóllinn verið í framleiðslu frá árinu 1950 og notið mikilla vinsælda.
Y-ið eða óskabeinið í bakinu gefur stólnum mikinn karakter og veitir einnig góðan stuðning við bakið. Stóllinn er léttur og því er auðvelt að færa hann á milli rýma, hann hentar vel við borðstofuborðið, skrifborðið eða jafnvel einn og sér.
Hér að neðan má sjá myndir frá framleiðsluferlinu:
Við eigum til með að deila þessum fallegu myndum með ykkur sem teknar eru af Wishbone stólnum í smíðum. Wishbone chair eða Y-stóllinn eftir Hans J.Wegner var hannaður árið 1949 og er framleiddur af Carl Hansen og son. Klassískur gæðastóll!