Ekki missa af þessu frábæra tilboði á takmörkuðu magni af Maur og Lilju stólunum eftir Arne Jacobsen frá Fritz Hansen. -Stólarnir eru til í mörgum litum.
Það þekkja flestir Maurinn sem hannaður var af Arne Jacobsen árið 1952, en stólinn má finna í mörgum opinberum byggingum um allan heim ásamt því að finnast á fjölmörgum heimilum. Arne Jacobsen hannaði stólinn upphaflega fyrir matsal danska lyfjarisans Novo Nordic og var fyrsta útgáfa Maursins 3100 þá með aðeins þremur löppum. Árið 1980 hóf Fritz Hansen framleiðslu á nýrri útgáfu stólsins 3101, þar sem fjórðu löppinni hafði þá verið bætt við. Maurinn er léttur og þægilegur stóll sem framleiddur hefur verið í ótal litaafbrigðum.
Liljuna 3108 þekkja aðeins færri, en Arne Jacobsen hannaði stólinn upphaflega árið 1970 og kynnti hann fyrst á dönsku húsgagnasýningunni / Danish furniture fair en stóllinn var hannaður fyrir danska landsbankann. Einstakt lag stólsins er afrakstur mjög flókins mótunarferlis en stóllinn er mótaður úr mörgum lögum af formbeygðum spón. Liljan var sett í endurframleiðslu árið 2007 og hefur síðan þá fengið verðskuldaða athygli eftir langt hlé. Liljan er léttur og þægilegur stóll sem framleiddur hefur verið í ótal litaafbrigðum.