Tripp trapp stóllinn var hannaður árið 1972 af Peter Opsvik er einstakur fyrir þær sakir að hann er fyrsti stóllinn sem hannaður var með það í huga að geta vaxið með barninu. Þegar að Peter Opsvik hóf að hanna Tripp Trapp stólinn var það hans markmið að hanna stól sem börn á öllum aldri gætu setið á við matarborðið en með olnboga í borðhæð.
Tripp trapp stóllinn nýtur gífurlegra vinsælda og er til í mörgum litum en einnig er hægt er að kaupa ýmsa aukahluti á hann. Við vorum að bæta við úrvalið hjá okkur ungbarnasæti sem fest er við stólinn og hentar vel fyrir ungabörn frá 0-6 mánaða aldurs. Með ungbarnasætinu er barnið komið í borðhæð ólíkt svokölluðum ömmustólum sem getur verið frábært þegar fjölskyldan sest við kvöldverðinn eða til að hafa barnið hjá sér á meðan sinnt er eldamennsku og uppvaski og geta verið í augnsambandi. Við eigum einnig fjölmarga aðra aukahluti svo sem borð sem smellist á Tripp trapp stóla ásamt fallegum bólstuðum sessum til að setja í stólana.