TULIPOP HLÝTUR VIRT BRESK VERÐLAUN

Í gær var tilkynnt að Tulipop hafi hlotið viðurkenningu frá Smallish Design Awards hönnunarverðlaununum 2015, en verðlaunin eru ein virtustu verðlaun Bretlands á sviði hönnunarvara fyrir börn. Tulipop fékk viðurkenningu í flokknum „Best Newcomer”, eða sem eitt besta nýja barnavörumerkið á breska markaðinum.

Meðal keppenda voru rjómi breskra og alþjóðlegra hönnunarmerkja og verslana. Þar á meðal Harrods, Liberty, Stella McCartney, Petit Bateau og Bonpoint. Yfir 200 vörumerki voru tilnefnd til verðlaunanna og þess vegna er mikill heiður fyrir Tulipop að fá þessa viðurkenningu. Samkvæmt Smallish ritstjórninni hefur aldrei verið eins mikill fjöldi sterkra og flottra vörumerkja sem keppt hafa um viðurkenninguna. Í dómnefnd eru virtir ritstjórar, hönnuðir og stílistar m.a. Leah Wood (dóttir Ronnie Wood í Rolling Stones). Hönnunarvara fyrir börn er ört stækkandi geiri í Bretlandi og markaðurinn gerir sífellt meiri kröfur um framúrskarandi hönnun og gæði.
Tulipop_HelgaSigny_Studio_photagrapherBaldurKristjans_W4B4560 Bubble_Lamp2PhotagrapherAxelSigurdsson

UM TULIPOP

Töfrandi Tulipop ævintýraheimurinn var skapaður af tveimur góðum vinkonum, Signýju Kolbeinsdóttur, vöruhönnuði og teiknara, og Helgu Árnadóttur, tölvunarfræðingi og MBA. Markmið Signýjar og Helgu með Tulipop er að búa til skapandi og fallegar vörur fyrir börn sem höfða til fólks á öllum aldri.

Í Tulipop heiminum búa krúttlegar og heillandi persónur, eins og sveppstrákurinn hugljúfi Bubble, sem ann öllu sem hrærist, og systir hans Gloomy, hugrakka og ævintýragjarna sveppastelpan sem hræðist ekkert.

Fyrirtækið Tulipop var stofnað í byrjun árs 2010 og er Tulipop vörulínan í dag seld í fjölda fallegra verslana á Íslandi auk þess að vera til sölu í 14 löndum utan Íslands. Allar vörur er jafnframt hægt að kaupa í vefverslun Tulipop. Vörulína Tulipop hefur hlotið lof víða um heim og fengið alþjóðleg hönnunarverðlaun 2014 og 2015.

 

Við óskum Tulipop innilega til hamingju með þessa frábæru viðurkenningu.