Okkur er sönn ánægja að tilkynna að Tulipop stafrófsappið er nú ókeypis í Apple App Store og Google Play.
Tulipop stafrófsappið er skemmtilegur stafrófsleikur fyrir krakka frá íslenska hönnunarfyrirtækinu Tulipop. Leikurinn er í anda hins vinsæla ævintýraheims og persóna sem Tulipop hefur skapað og byggir á Tulipop stafrófsplakötunum sem skreyta nú þegar mikinn fjölda barnaherbergja hér á landi og erlendis.
Tulipop stafrófsleikurinn fékk nýverið viðurkenningu frá hinum virtu Junior Design Awards í Bretlandi en dómarar sögðu meðal annars að app-ið væri ‘A brilliant learning tool’. ‘The only problem, will be getting them off it.’
Með því að nota Tulipop leikinn geta krakkar lært nöfn allra stafanna í stafrófinu og hljóð hvers og eins. Auk þess geta þeir leikið sér á sniðugan hátt með hvern staf sem gerir lærdómsferlið enn skemmtilegra.
Eiginleikar
- Inniheldur bæði enska og íslenska starfrófið
- Kennir bæði heiti stafa og hljóð
- Hvetjur til lærdóms í gegnum leik
- Skreytt skemmtilegum og litríkum myndum úr Tulipop heiminum
- Virkar á iPhone, iPad, iPod Touch og snjalltækjum með Android stýrikerfi
SÆKTU LEIKINN
Tulipop stafrófsleikurinn er fáanlegur í Apple App Store fyrir iPhone, iPad og iPod Touch ásamt Google Play og Amazon App Store fyrir Android síma og snjalltæki.
Frekari upplýsingar um ævintýraheim Tulipop og persónurnar sem þar búa má finna á vefsíðu þeirra: www.tulipop.is.
Skoðaðu einnig Tulipop vörur í vefverslun okkar, sjá hér.