EKKI TIL Í NETVERSLUN
- Skeifan
- Kringlan
- Laugavegur
- Smáralind
- Vefverslun Epal
Ekki til í netverslun
Smelltu á hnappinn og við látum þig vita þegar þessi vara er komin á lager. Athugið að þetta er ekki pöntun.
Vörunúmer: ISL-ERNA-10301800840
Rúmfötin frá ernu
eru sateen ofin úr lífrænni bómull. Efnið er 300 þráða, þétt ofið úr hágæða
„long staple 60s“ þráðum, eitt vandaðasta hráefni sem notað er í rúmfatnað.
Sateen vefnaðurinn veitir efninu styrk og endingu en gefur því einnig létta og silkimjúka
viðkomu.
Rúmfötin eru lituð
í þrem mismunandi tónum með svokallaðri „stone wash“ meðferð. Fyrir utan litun
gefur þessi meðferð efninu fallega matta áferð og aukna mýkt. Kyrrlátir litir
línunnar flæða vel sín á milli og gefa tilefni til að blanda þeim saman eftir
eigin höfði á persónulegan hátt.
Allar vörur í
rúmfatalínu ernu eru framleiddar í Porto, Portúgal en framleiðsla á
þessu svæði er þekkt fyrir áratuga reynslu af efnum, saumaskap, vefnaði og gæða
textílvörum framleiddum á vistvænan hátt í sátt við umhverfið og samfélagið,
enda eru rúmfötin bæði GOTS og Oeko-Tex 100 vottuð. Allar vörur koma fallega
pakkaðar í bómullarpoka með sérhannaðan borða fyrir hverja vöru.
Mælst er til að
þvo rúmfötin á vægum hita með umhverfisvænum þvottaefnum, það viðheldur gæðum
efnisins sem og lit.
· Framleidd í Portúgal
· 100% lífræn bómull
· 300 þráða
· „Stone wash“ litun
· Sateen ofin bómull
· Lak – 180 x 200 x 30 cm – með teygju
Efni | 100% Lífrænn bómull |
---|---|
Vörumerki | |
Litur | Brúnn |
Hönnuður | |
Stærð | 180 x 200 cm |