Brautin handklæðin eru óður til sígildra röndóttra sundlaugahandklæða. Í munstrinu er leikur með sjónhverfingu e. optical illution en í Jacquard vefnaðnum, sem er tvöfaldur mýkist munstrið fær að njóta sín í textílnum.
Litir handklæðanna eru innblásnir af íslenskri flóru, líkt og lambagrasþúfa og geldingahnappur á Sprengisandi.
Handklæðin eru tilvalin til daglegra nota, hvort sem það er fyrir sundlaugina, ferðalög, gönguna eða ströndina þar sem þau eru:
- Létt
- Rakadræg
- Þornar fljótt
- Pakkast vel
Handklæðin eru framleidd í Tyrklandi að hætti hinna tyrknesku Pestemal og Perskir handklæða. Slík handklæði eru notuð í Hammam böðum, aldagamalli baðhefð sem hefur varðveist frá tímum Ottómanveldisins til dagsins í dag.
Perskir handklæðin (100×60 cm) eru upprunalega ætluð fyrir hárið en Pestemal (90×170 cm) fyrir líkamann. Pestemal handklæðin eru einnig tilvalin sem sjöl eða teppi og perskir sem gestahandklæði eða viskastykki.
Efni | 100% tyrknesk bómull í jacquard vefnaði |
---|
Vörumerki | Salún |
---|
Litur | Svartur |
---|
Hönnuður | |
---|
Stærð | 90x170 cm |
---|