Helgi Hallgrímsson var einn virtasti húsgagnaarkitekt tuttugustu aldar. Á Hönnunarmars 2020 frumsýndi Epal endurgerð á íslenskum stól eftir Helga Hallgrímsson, sem smíðaður er af hinu virta, danska húsgagnafyrirtæki House of Finn Juhl.
Árið 1960 sýndi Helgi Hallgrímsson þennan forláta armstól og fótskemil á sýningu Félags húsgagna- og innanhúsarkitekta og nú rúmum 60 árum síðar hefur House of Finn Juhl hafið framleiðslu á stólnum.