Sófi INKA 3ja sæta

FÓLK Reykjavík
Gunnar Magnússon

Þessi vara er sérpöntuð. Afhendingartími er breytilegur eftir framleiðendum en tekur a.m.k. 6 til 12 vikur, vinsamlegast sendið fyrirspurn á epal@epal.is til að fá nánari tímasetningar.

  • Skeifan
  • Kringlan
  • Laugavegur
  • Smáralind
  • Vefverslun Epal

630.000 kr.

Bæta á óska/gjafalista

Senda fyrirspurn

Vörunúmer: ISL-FÓL-1192

Lýsing

Inka línan er klassísk íslensk hönnun. Varan er endingargóð og hefur lifað gegnum fleiri kynslóðir.

Form Inka einkennist af tveim ferningum, tengdum saman með láréttri línu sem skapa form sófans og stólsins. Armarnir eru breiðir, með pláss fyrir olnboga, góða bók eða kaffibolla. 

Gunnar Magnússon er eitt af stærstu nöfnunum í íslenskri hönnunarsögu og húsgögn hans hafa vakið athygli á alþjóðlegum vettvangi. Inka línan er ein af tímalausu og klassísku vörulínum hans, og sú fyrsta sem FÓLK hefur endurútgefið.

Vörulínan er upprunalega hönnuð árið 1962 og FÓLK hefur nú hafið endurútgáfu á vörum Gunnars, í samræmi við sjálfbærni- og hringrásaráherslur fyrirtækisins. 

 

FSC vottuð Eik eða Askur

Textíltýpa: Val um gæðaáklæði, Hallingdal frá Kvadrat eða Astrid

Stærð: 65 x 73 x 174 cm

Framleitt í Evrópu

Varan kemur flatpökkuð.

Varan er afhent á Íslandi innan 6-12 vikna

Litur
Efni
Vörumerki

Hönnuður

Stærð

65 x 73 x 174 cm

Nánari upplýsingar
Litur
Efni
Vörumerki

Hönnuður

Stærð

65 x 73 x 174 cm

Gunnar Magnússon

Gunnar Magnússon

Gunnar Magnússon þekkja margir Íslendingar sem eitt af stóru nöfnunum í íslenskri hönnunarsögu. Hönnun Gunnars vakti mikla athygli á erlendri grundu og vann hann í samstarfi við nokkra af fremstu hönnuðum Dana eins og Borge Mogensen auk þess að ná góðum árangri í alþjóðlegum hönnunarsamkeppnum á sjöunda áratug síðustu aldar. Hann snéri með fjölskylduna aftur til Íslands árið 1964 þar sem hann stofnaði eigin teiknistofu og vann í fjóra áratugi að fjölmörgum verkefnum fyrir fjölskyldur og fyrirtæki, bæði hlutum og stærri verkefnum til dæmis fyrir Hótel Holt, Kennaraháskólann, Alþingi og banka.