DIMMA fjallasápa er handgerð og framleidd í litlu upplagi í einu. Sápan inniheldur náttúrulegar olíur sem næra og mýkja húðina.
Hverri sápu er hellt í sérhannað mót og handpakkað þegar hún er tilbúin. Sápan inniheldur ilm sem unninn er út frá árstíðabundinni upplifun. Sápan inniheldur aðeins náttúruleg litarefni, þ.e. rósaleir sem dregur einnig í sig óhreinindi.
DIMMA táknar haustið og aukna dimmu. Ilmurinn er kraftmikill, kryddaður og ávaxtaríkur. Hann vekur minningar um skógarferð, nýfallin rauðbrún haustlauf og berjamó. Ilmurinn samanstendur af ávöxtum, kryddi, barrtrjám og villtum berjum.
Fura / Kanill / Sítrónubörkur / Sedrusviður / Wild Mure / Hindber / Fléttur / Balsamþinur / Mosi
Innihald: Vatn (Aqua), Sorbitol, Sodium Stearate, Sucrose, Propylene Glycol, Sodium Laureth Sulfate, repjuolía (Brassica Napus Linnaeus), Sodium Laurate, Glycerin, Sodium Myristate, Sodium Lauryl Sulfate, Sodium Chloride, Titanium Dioxide, Stearic Acid, Lauric Acid, Pentasodium Pentetate, Tetrasodium Etidronate, rósaleir og ilmvatn.
Efni | |
---|
Vörumerki | URÐ |
---|
Litur | |
---|
Hönnuður | |
---|