EKKI TIL Í NETVERSLUN
- Skeifan
- Kringlan
- Laugavegur
- Smáralind
- Vefverslun Epal
Ekki til í netverslun
Smelltu á hnappinn og við látum þig vita þegar þessi vara er komin á lager. Athugið að þetta er ekki pöntun.
Vörunúmer: IIT-14-5111026057
Afternoon in parlor kannan sýnir hið hringlaga Múmínhús að innan, en myndefnið er hlýleg og notaleg stofa hússins. Kannan hentar vel til að bera fram mjólk með kaffinu eða ýmisskonar sósur, t.d. með eftirréttinum.
Múmínpabbi byggði Múmínhúsið alveg sjálfur og er hann þar af leiðandi einstaklega stoltur af því, en húsið hefur staðið bæði óveðursstorma og jarðskjálfta. Í húsinu búa Múmínpabbi, Múmínmamma og Múmínsnáðinn. Það er mikill gestagangur á heimili Múmínfjölskyldunnar og eru allir velkomnir. Húsið er á þremur hæðum og stofan notalega er á jarðhæðinni. Þar koma gestir og heimilisfólk saman til að njóta góðgætisins sem Múmínmamma ber fram.
Stærð: 0.35 L
Efni | Postulín |
---|---|
Vörumerki | |
Litur | |
Hönnuður | |
Stærð | 0.35 L |
Tove Jansson
Tove Jansson er án efa einn besti finnski listamaður allra tíma og jafnframt víðlesnasti finnski rithöfundurinn erlendis. Lífsverk hennar eru mikils virði vegna velgengni hennar sem rithöfundur, listamaður og teiknari. Heimur Múmínálfanna var búinn til af Tove Jansson á árunum 1945 til 1970, en hún sótti innblástur í eigið líf, fjölskyldu og vini. Múmínbækurnar hafa verið þýddar á yfir fimmtíu tungumál og njóta mikilla vinsælda um allan heim.
Tove Slotte
Tove Slotte (f. 1957) hefur myndskreytt Múmínvörur Arabia síðan snemma á tíunda áratugnum eftir upprunalegum teikningum Tove Jansson. Áður starfaði Slotte hjá Arabia sem vöru- og skreytingarhönnuður. Þegar nýi vörustjórinn fékk hugmyndina um Múmín-vörurnar vissi hann nákvæmlega að dyggur Múmín-aðdáandi, Tove Slotte, væri fullkomin í það starf. Haustið 1989 byrjaði Slotte að flytja upprunalegu teikningarnar eftir Tove Jansson yfir í postulínsmuni Arabíu.