Verner Panton er einn áhrifríkasti hönnuður sem uppi hefur verið, hann var brautryðjandi í ljósa og húsgagnahönnun og var sannur “rebel” á sínum tíma. Hönnun hans er tímalaus klassík sem er þó oftast mjög litrík og skemmtilegt.





System 1-2-3 stólarnir voru upphaflega hannaðir af Verner Panton árið 1973, en voru nýlega endurhannaðir af Verpan sem framleiðir hönnun hans í dag. Stólarnir voru hannaðir úr nýjum og betri efnum og eru einstaklega þægilegir og flottir.




Verner Panton hannaði VP ljósið árið 1969-70 sem sjá má hér að ofan.
Gullfallegt og módernískt ljós sem færi hvaða heimili vel.
Við eigum von á VP ljósinu og System 1-2-3 stólunum á næstu dögum, láttu sjá þig!